Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. desember 2023 13:18 Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs til vinstri. Vísir/Vilhelm Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að borgin hafi útbúið þjónustusamning sem dagforeldrum í borginni stendur til boða auk nýrrar gjaldskrár fyrir átján mánaða og eldri sem taki gildi þann 1. febrúar næstkomandi. Þá muni foreldrar greiða sama gjald fyrir barn hvort sem það er hjá dagforeldri eða í leikskóla. Mun breytingin gilda afturvirkt frá 1. júlí 2023. Þá segir í tilkynningu borgarinnar að ýmsir þættir hafi verið bættir í dagforeldrakerfinu í samráði við dagforeldra í nýjum þjónustusamningi. Í breytingunum felist einnig að komið verði til móts við foreldra sem ekki hafa fengið leikskólapláss fyrir börn sem eru átján mánaða og eldri. Vonir standi til að þessar breytingar muni styðja betur við dagforeldra og fjölskyldur í Reykjavík ásamt því að gera starf dagforeldra eftirsóknarvert á nýjan leik. Niðurgreiðslur á vistunargjaldi Þá kemur fram í tilkynningunni að í nýrri gjaldskrá, sem tekur gildi 1. febrúar 2023, sé miðað við að foreldrar greiði sama gjald og í leikskóla fyrir átján mánaða og eldri. Að sama skapi hækkar niðurgreiðsla Reykjavíkurborgar til dagforeldra vegna þeirra barna en þó upp að ákveðnu hámarki, sem er breytilegt eftir dvalarstundum viðkomandi barns. Dagforeldrum er heimilt að innheimta viðbótargjald fyrir umframþjónustu sem ekki er innifalin í dvalargjaldi, til dæmis fyrir bleyjur. Þá segir í tilkynningunni að enn fremur hafi verið samþykkt að foreldrar sem eigi börn sem urðu átján mánaða á á tímabilinu 1. júlí 2023 til 31. janúar 2024, geti sótt um aukna niðurgreiðslu vegna vistunargjalda hjá dagforeldri. Aukin niðurgreiðsla miðar þá við það mánaðargjald dagforeldra sem greitt var, að frádregnu leikskólagjaldi fyrir sama dvalartíma en þó miðað við að mánaðargjald dagforeldra hefði verið að hámarki 130 þúsund krónur. Punktar úr tilkynningu borgarinnar: Í þjónustusamningnum felst að stofnstyrkur til nýrra dagforeldra verði ein milljón króna. 250 þúsund fást greiddar við undirritun samningsins en 750 þúsund ári síðar. Árlegur aðstöðustyrkur verður 150 þúsund krónur. Fyrsta greiðsla fæst 24 mánuðum eftir undirritun þjónustusamnings og er greiddur út árlega. Í þjónustusamningnum felst að reykvísk börn fái forgang. Eins tryggir borgin greiðslur til dagforeldra til loka júní fyrir reykvísk börn sem hætta eftir 1. maí til að byrja í leikskóla ef ekki fæst annað barn í vistun. Þjónustusamningurinn felur í sér að Reykjavíkurborg greiði öryggishnapp fyrir alla dagforeldra og slysa- og eldvarnarnámskeið á tveggja ára fresti. Samningurinn felur í sér skuldbindingu dagforeldra að starfa eftir gæðaviðmiðum um daggæslu. Reykjavíkurborg greiðir helming í grunnnámskeiði fyrir verðandi dagforeldra. Dagforeldrum verður heimilt að loka þrjá daga á ári vegna námskeiðsdaga. Reykjavíkurborg skipuleggur árlegan námskeiðsdag dagforeldra og slysa- og eldvarnarnámskeið annað hvert ár. Almenn niðurgreiðsla miðar áfram við níu mánaða aldur barna en sex mánaða aldur þegar um er að ræða börn námsmanna og einstæðra foreldra. Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Börn og uppeldi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Þar segir að borgin hafi útbúið þjónustusamning sem dagforeldrum í borginni stendur til boða auk nýrrar gjaldskrár fyrir átján mánaða og eldri sem taki gildi þann 1. febrúar næstkomandi. Þá muni foreldrar greiða sama gjald fyrir barn hvort sem það er hjá dagforeldri eða í leikskóla. Mun breytingin gilda afturvirkt frá 1. júlí 2023. Þá segir í tilkynningu borgarinnar að ýmsir þættir hafi verið bættir í dagforeldrakerfinu í samráði við dagforeldra í nýjum þjónustusamningi. Í breytingunum felist einnig að komið verði til móts við foreldra sem ekki hafa fengið leikskólapláss fyrir börn sem eru átján mánaða og eldri. Vonir standi til að þessar breytingar muni styðja betur við dagforeldra og fjölskyldur í Reykjavík ásamt því að gera starf dagforeldra eftirsóknarvert á nýjan leik. Niðurgreiðslur á vistunargjaldi Þá kemur fram í tilkynningunni að í nýrri gjaldskrá, sem tekur gildi 1. febrúar 2023, sé miðað við að foreldrar greiði sama gjald og í leikskóla fyrir átján mánaða og eldri. Að sama skapi hækkar niðurgreiðsla Reykjavíkurborgar til dagforeldra vegna þeirra barna en þó upp að ákveðnu hámarki, sem er breytilegt eftir dvalarstundum viðkomandi barns. Dagforeldrum er heimilt að innheimta viðbótargjald fyrir umframþjónustu sem ekki er innifalin í dvalargjaldi, til dæmis fyrir bleyjur. Þá segir í tilkynningunni að enn fremur hafi verið samþykkt að foreldrar sem eigi börn sem urðu átján mánaða á á tímabilinu 1. júlí 2023 til 31. janúar 2024, geti sótt um aukna niðurgreiðslu vegna vistunargjalda hjá dagforeldri. Aukin niðurgreiðsla miðar þá við það mánaðargjald dagforeldra sem greitt var, að frádregnu leikskólagjaldi fyrir sama dvalartíma en þó miðað við að mánaðargjald dagforeldra hefði verið að hámarki 130 þúsund krónur. Punktar úr tilkynningu borgarinnar: Í þjónustusamningnum felst að stofnstyrkur til nýrra dagforeldra verði ein milljón króna. 250 þúsund fást greiddar við undirritun samningsins en 750 þúsund ári síðar. Árlegur aðstöðustyrkur verður 150 þúsund krónur. Fyrsta greiðsla fæst 24 mánuðum eftir undirritun þjónustusamnings og er greiddur út árlega. Í þjónustusamningnum felst að reykvísk börn fái forgang. Eins tryggir borgin greiðslur til dagforeldra til loka júní fyrir reykvísk börn sem hætta eftir 1. maí til að byrja í leikskóla ef ekki fæst annað barn í vistun. Þjónustusamningurinn felur í sér að Reykjavíkurborg greiði öryggishnapp fyrir alla dagforeldra og slysa- og eldvarnarnámskeið á tveggja ára fresti. Samningurinn felur í sér skuldbindingu dagforeldra að starfa eftir gæðaviðmiðum um daggæslu. Reykjavíkurborg greiðir helming í grunnnámskeiði fyrir verðandi dagforeldra. Dagforeldrum verður heimilt að loka þrjá daga á ári vegna námskeiðsdaga. Reykjavíkurborg skipuleggur árlegan námskeiðsdag dagforeldra og slysa- og eldvarnarnámskeið annað hvert ár. Almenn niðurgreiðsla miðar áfram við níu mánaða aldur barna en sex mánaða aldur þegar um er að ræða börn námsmanna og einstæðra foreldra.
Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Börn og uppeldi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira