Lífið

Bylgjan órafmögnuð hringir inn jólin

Boði Logason skrifar
Jóhanna Guðrún, Friðrik Dór, Ragga Gísla, Una Torfa, Klara Elías og Jónas Sig syngja inn jólin og segja skemmtlegar jólasögur.
Jóhanna Guðrún, Friðrik Dór, Ragga Gísla, Una Torfa, Klara Elías og Jónas Sig syngja inn jólin og segja skemmtlegar jólasögur. Bylgjan

Síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð fer fram á Stöð 2 Vísi og Vísi í kvöld klukkan 20. 

Á tónleikunum munu flytjendurnir sex flytja eitt jólalag ásamt því að spjalla um allt sem viðkemur jólunum og jólahefðum við Völu Eiríks útvarpskonu. 

Í samtali við Vísi í gær sagði Vala Eiríks að Bylgjan órafmögnuð hafi heppnast frábærlega í ár. „Það kom mér einnig skemmtilega á óvart í jólaþættinum hvað hann inniheldur fjölbreytt lagaval. Mér fannst val þeirra á jólalögum ekki vera fyrirsjáanleg sem gerði þáttinn bara enn skemmtilegri.“

Þeir listamenn sem koma fram eru: Friðrik Dór, Ragga Gísla, Jóhanna Guðrún, Klara Elías, Jónas Sig og Una Torfa.

Horfa má á tónleikana í spilaranum hér fyrir neðan eða á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi í myndlykli.

Tónleikarnir hefjast á slaginu 20:00.

Hægt er að horfa á alla tónleikana í tónleikaröðinni hér fyrir neðan:

2. nóvember: Jóhanna Guðrún

9. nóvember: Klara Elías

16. nóvember: Friðrik Dór

23. nóvember: Una Torfa

30. nóvember: Ragga Gísla

7. desember: Jónas Sig

14. desember: Jólaþáttur með öllum söngvurunum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×