Á ekki rétt á bótum eftir Hraunbæjarmálið Jón Þór Stefánsson skrifar 13. desember 2023 23:38 Sérsveitarmenn á vettvangi í Árbæ í desember 2013. Atburðarásin sem átti sér stað þar og eftirmálar hennar hafa gengið undir heitinu Hraunbæjarmálið. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar um að sýkna Vátryggingafélag Íslands, VÍS, af kröfum fyrrverandi sérsveitarmanns sem glímdi við sálfræðilegar afleiðingar þess að taka þátt í aðgerðum sérsveitarinnar sem leiddu til dauða manns í Árbæ í Reykjavík í desember 2013. Sérsveitarmaðurinn fyrrverandi krafðist bóta úr slysatryggingu launþega frá VÍS vegna áfallastreituröskunar sem hann glímdi við í kjölfar atburðanna. Hæstiréttur féllst ekki á kröfuna vegna þess að tryggingin sem málið varðar var, að mati Hæstaréttar, slysatrygging, en ekki höfuðstólstrygging. Hvort um sé að ræða höfuðstólstryggingu eða slysatryggingu hafði áhrif á fyrningartíma hennar. Höfuðstólstrygging fyrnist eftir tíu ár, en slysatrygging eftir fjögur ár. Þess má geta að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi VÍS til að greiða manninum rúmlega 2,4 milljónir króna. Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við. Líkt og áður segir átti aðgerðin sem málið varðar sér stað í desember árið 2013, í fjölbýlishúsi við Hraunbæ. Lögreglu var tilkynnt um skothvelli úr íbúð. Skotið var á lögreglumenn úr haglabyssu af stuttu færi og kvaðst sérsveitarmaðurinn þá hafa verið í bráðri lífshættu. Hann hafi óttast verulega um og líf sitt. Umsátrinu lauk með því að lögregla skaut byssumanninn til bana, en það var í fyrsta sinn sem sérsveitin felldi mann í aðgerðum. Lögreglumaðurinn sagðist upphaflega hafa talið að hann myndi jafna sig af andlegum áskorunum sem fylgdu Hraunbæjarmálinu svokallaða, en síðar hafi einkennin farið að ágerast. Hæstiréttur sagði ljóst að maðurinn hefði orðið fyrir sálfræðilegu tjóni vegna atburðanna í Hraunbæ. Það hafi orðið skýrt sumarið 2014, en hann hafi látið hjá líða að leita sér aðstoðar. Dómurinn segir að það hafi hann gert þrátt fyrir að hann hafi hlotið að gera sér grein fyrir að atburðurinn hefði haft umræddar afleiðingar sem varða bótaskyldu. Afleiðingarnar hefðu verið honum ljósar umrætt sumar og því sé tryggingin fyrnd þegar hann höfðaði málið árið 2021. Dómsmál Lögreglan Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál sérsveitarmanns vegna Hraunbæjarmálsins Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni fyrrverandi liðsmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðar sérsveitarinnar í Árbæ í Reykjavík síðla árs 2013 sem leiddi til dauða manns. 16. mars 2023 08:14 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Sérsveitarmaðurinn fyrrverandi krafðist bóta úr slysatryggingu launþega frá VÍS vegna áfallastreituröskunar sem hann glímdi við í kjölfar atburðanna. Hæstiréttur féllst ekki á kröfuna vegna þess að tryggingin sem málið varðar var, að mati Hæstaréttar, slysatrygging, en ekki höfuðstólstrygging. Hvort um sé að ræða höfuðstólstryggingu eða slysatryggingu hafði áhrif á fyrningartíma hennar. Höfuðstólstrygging fyrnist eftir tíu ár, en slysatrygging eftir fjögur ár. Þess má geta að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi VÍS til að greiða manninum rúmlega 2,4 milljónir króna. Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við. Líkt og áður segir átti aðgerðin sem málið varðar sér stað í desember árið 2013, í fjölbýlishúsi við Hraunbæ. Lögreglu var tilkynnt um skothvelli úr íbúð. Skotið var á lögreglumenn úr haglabyssu af stuttu færi og kvaðst sérsveitarmaðurinn þá hafa verið í bráðri lífshættu. Hann hafi óttast verulega um og líf sitt. Umsátrinu lauk með því að lögregla skaut byssumanninn til bana, en það var í fyrsta sinn sem sérsveitin felldi mann í aðgerðum. Lögreglumaðurinn sagðist upphaflega hafa talið að hann myndi jafna sig af andlegum áskorunum sem fylgdu Hraunbæjarmálinu svokallaða, en síðar hafi einkennin farið að ágerast. Hæstiréttur sagði ljóst að maðurinn hefði orðið fyrir sálfræðilegu tjóni vegna atburðanna í Hraunbæ. Það hafi orðið skýrt sumarið 2014, en hann hafi látið hjá líða að leita sér aðstoðar. Dómurinn segir að það hafi hann gert þrátt fyrir að hann hafi hlotið að gera sér grein fyrir að atburðurinn hefði haft umræddar afleiðingar sem varða bótaskyldu. Afleiðingarnar hefðu verið honum ljósar umrætt sumar og því sé tryggingin fyrnd þegar hann höfðaði málið árið 2021.
Dómsmál Lögreglan Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál sérsveitarmanns vegna Hraunbæjarmálsins Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni fyrrverandi liðsmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðar sérsveitarinnar í Árbæ í Reykjavík síðla árs 2013 sem leiddi til dauða manns. 16. mars 2023 08:14 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Hæstiréttur tekur fyrir mál sérsveitarmanns vegna Hraunbæjarmálsins Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni fyrrverandi liðsmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðar sérsveitarinnar í Árbæ í Reykjavík síðla árs 2013 sem leiddi til dauða manns. 16. mars 2023 08:14