Miklar breytingar framundan í Sundhöllinni Bjarki Sigurðsson skrifar 12. desember 2023 11:56 Miklar breytingar verða gerðar í innilaug Sundhallarinnar. Reykjavíkurborg Nýtt laugarker, endurgerðir pottar, tveir nýir gufuklefar aðstaða fyrir laugarverði eru meðal þeirra breytinga sem gerðar verða í Sundhöll Reykjavíkur á næstunni. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð borgarinnar samþykkti breytingarnar á fundi sínum fyrir helgi. Möguleg gætu stökkbretti innilaugarinnar horfið. Lengi hefur staðið til að ráðast í breytingarnar en þeim ítrekað verið frestað, nú síðast í vor. Í fundargerð ráðsins segir að farið verði í útboð eftir áramót. Það hefur ekki verið auðvelt að koma breytingunum í gegn enda eitt sögufrægasta hús Íslands. Höllin var hönnuð árið 1929 af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekin í notkun átta árum síðar. Hún var friðuð árið 2004 og nær hún til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Laugarkerið endurgert Breytingarnar sem hafa verið samþykktar snúa að átta svæðum laugarinnar. Laugarsalnum, tæknirými, austursvölum, þvottaherbergi, laugargæslusvæði, suðursvölum, lóðinni og svo flokkunaraðstöðu. Það sem hefur verið rætt hvað mest síðustu ár er laugarsalurinn. Gert er ráð fyrir að núverandi laugarker verði endurgert og hannað en um er að ræða upphaflega kerið frá 1937. Endurgert laugarker verður áfram tvískipt og verður samskonar yfirfallskantur notaður og er á útilauginni. Á austursvölunum verður gufubað fjarlægt ásamt loftinntaki loftræstingar. Heitum pottum verður breytt og handrið svalanna og skjólveggir endurgerðir. Tveir gufuklefar í stað þvottaherbergis Þvottaherbergi laugarinnar sem staðsett er á neðri hæð verður fært í fyrrverandi herbergi forstöðumanns. Þess í stað verða gerðir tveir gufuklefar, þar af einn infrarauður, ásamt sturtum. Í dag er engin aðstaða fyrir laugarverði í innilauginni og veðrur bætt úr því. Ný aðstaða verður gerð í herbergi inn af laugarsalnum með gólfsíðum glervegg. Brettin gætu horfið Minjastofnun Íslands skilaði umsögn með umsögninni þar sem rætt var um laugarkerið. Í því er meðal annars rætt um stökkbretti innilaugarinnar. Í athugun er að fjarlægja þau vegna slysahættu en Minjastofnun eru stökkbrettin ekki ómissandi hluti af byggingarlist laugarinnar þar sem þau eru frá 1953. Verði brettin fjarlægð verður hægt að minnka dýpi laugarkersins úr 3,7 metrum í þrjá metra. Sundlaugar Borgarstjórn Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Lengi hefur staðið til að ráðast í breytingarnar en þeim ítrekað verið frestað, nú síðast í vor. Í fundargerð ráðsins segir að farið verði í útboð eftir áramót. Það hefur ekki verið auðvelt að koma breytingunum í gegn enda eitt sögufrægasta hús Íslands. Höllin var hönnuð árið 1929 af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekin í notkun átta árum síðar. Hún var friðuð árið 2004 og nær hún til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Laugarkerið endurgert Breytingarnar sem hafa verið samþykktar snúa að átta svæðum laugarinnar. Laugarsalnum, tæknirými, austursvölum, þvottaherbergi, laugargæslusvæði, suðursvölum, lóðinni og svo flokkunaraðstöðu. Það sem hefur verið rætt hvað mest síðustu ár er laugarsalurinn. Gert er ráð fyrir að núverandi laugarker verði endurgert og hannað en um er að ræða upphaflega kerið frá 1937. Endurgert laugarker verður áfram tvískipt og verður samskonar yfirfallskantur notaður og er á útilauginni. Á austursvölunum verður gufubað fjarlægt ásamt loftinntaki loftræstingar. Heitum pottum verður breytt og handrið svalanna og skjólveggir endurgerðir. Tveir gufuklefar í stað þvottaherbergis Þvottaherbergi laugarinnar sem staðsett er á neðri hæð verður fært í fyrrverandi herbergi forstöðumanns. Þess í stað verða gerðir tveir gufuklefar, þar af einn infrarauður, ásamt sturtum. Í dag er engin aðstaða fyrir laugarverði í innilauginni og veðrur bætt úr því. Ný aðstaða verður gerð í herbergi inn af laugarsalnum með gólfsíðum glervegg. Brettin gætu horfið Minjastofnun Íslands skilaði umsögn með umsögninni þar sem rætt var um laugarkerið. Í því er meðal annars rætt um stökkbretti innilaugarinnar. Í athugun er að fjarlægja þau vegna slysahættu en Minjastofnun eru stökkbrettin ekki ómissandi hluti af byggingarlist laugarinnar þar sem þau eru frá 1953. Verði brettin fjarlægð verður hægt að minnka dýpi laugarkersins úr 3,7 metrum í þrjá metra.
Sundlaugar Borgarstjórn Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira