Fyrrverandi leikmaður Liverpool spilaði allan ferilinn með heilaæxli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 08:01 Dominic Matteo liggur hér meiddur í grasinu í leik með Liverpool en hann vissi ekki að æxli væri að vaxa í heila hans frá því að hann var barn. Getty/Matthew Ashton Skoski knattspyrnumaðurinn Dominic Matteo segir frá glímu sinni við krabbamein í heila í nýju viðtali við Guardian en hann fór í aðgerð fyrir fjórum árum þar sem meinið var fjarlægt. Matteo átti erfitt eftir aðgerðina og segir sem dæmi frá því þegar læknirinn bað hann um að teikna kassa. Þegar hann fór að teikna þá teiknaði hann hring en ekki kassa. „Ég gat bara ekki teiknað kassa. Ég skammaðist mín svo og ég var svo pirraður. Þetta var mjög erfitt hjá mér á þessum tímapunkti. Þetta var svo skrítið,“ sagði Dominic Matteo í viðtalinu við Guardian. Dominic Matteo: Basically, I played my whole football career with a brain tumour https://t.co/qCgoGFJERG— Guardian sport (@guardian_sport) December 11, 2023 Matteo kom upp um unglingastarfið hjá Liverpool og var leikmaður aðalliðs félagsins frá 1992 til 2000. Hann fór þaðan til Leeds og endaði ferillinn hjá Blackburn Rovers og Stoke City. Ferli hans lauk árið 2009 en síðasta leikinn spilaði hann með Stoke í enska deildarbikarnum á 2008-09 tímabilinu. Læknarnir höfðu komist að því að æxlið hafi verið að vaxa við höfuðkúpu hans síðan hann var barn. „Þannig að ég spilaði allan fótboltaferilinn með heilaæxli. Ég hefði kannski verið allt annar leikmaður án þess,“ sagði Matteo í léttum tón. Eftir aðgerðina þurfti Matteo að gangast undir geislameðferð. Við tók síðan mikil endurhæfing sem er hvergi nærri lokið. Iðjuþjálfinn var sem dæmi vanur að fara með hann í stórmarkað til að láta hann æfa sig í því að kaupa í matinn. Matteo viðurkennir að hann hafi ekki verið vanur því að biðja fólk um hjálp en nú hugsar hann hlutina á allt annan hátt. Hans litlu sigrar eru nú að leysa hin minnstu verkefni rétt. „Það er mikill munur á mér, eins og dagur og nótt. Ég vil samt ekki fara fram úr sjálfum mér. Ég hef ekki efni á því að vera sjálfumglaður. Ég lifi fyrir núið og á góða daga inn á milli,“ sagði Matteo en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Matteo spilaði sex landsleiki fyrir Skotland og lék alls 155 leiki fyrir Liverpool. Liverpool seldi hann til Leeds í ágúst 2000. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Matteo átti erfitt eftir aðgerðina og segir sem dæmi frá því þegar læknirinn bað hann um að teikna kassa. Þegar hann fór að teikna þá teiknaði hann hring en ekki kassa. „Ég gat bara ekki teiknað kassa. Ég skammaðist mín svo og ég var svo pirraður. Þetta var mjög erfitt hjá mér á þessum tímapunkti. Þetta var svo skrítið,“ sagði Dominic Matteo í viðtalinu við Guardian. Dominic Matteo: Basically, I played my whole football career with a brain tumour https://t.co/qCgoGFJERG— Guardian sport (@guardian_sport) December 11, 2023 Matteo kom upp um unglingastarfið hjá Liverpool og var leikmaður aðalliðs félagsins frá 1992 til 2000. Hann fór þaðan til Leeds og endaði ferillinn hjá Blackburn Rovers og Stoke City. Ferli hans lauk árið 2009 en síðasta leikinn spilaði hann með Stoke í enska deildarbikarnum á 2008-09 tímabilinu. Læknarnir höfðu komist að því að æxlið hafi verið að vaxa við höfuðkúpu hans síðan hann var barn. „Þannig að ég spilaði allan fótboltaferilinn með heilaæxli. Ég hefði kannski verið allt annar leikmaður án þess,“ sagði Matteo í léttum tón. Eftir aðgerðina þurfti Matteo að gangast undir geislameðferð. Við tók síðan mikil endurhæfing sem er hvergi nærri lokið. Iðjuþjálfinn var sem dæmi vanur að fara með hann í stórmarkað til að láta hann æfa sig í því að kaupa í matinn. Matteo viðurkennir að hann hafi ekki verið vanur því að biðja fólk um hjálp en nú hugsar hann hlutina á allt annan hátt. Hans litlu sigrar eru nú að leysa hin minnstu verkefni rétt. „Það er mikill munur á mér, eins og dagur og nótt. Ég vil samt ekki fara fram úr sjálfum mér. Ég hef ekki efni á því að vera sjálfumglaður. Ég lifi fyrir núið og á góða daga inn á milli,“ sagði Matteo en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Matteo spilaði sex landsleiki fyrir Skotland og lék alls 155 leiki fyrir Liverpool. Liverpool seldi hann til Leeds í ágúst 2000. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira