Enski boltinn

Trent sýndi aftur­endann

Dagur Lárusson skrifar
Trent sýndi aðeins meira en hann ætlaði gegn Sheffield.
Trent sýndi aðeins meira en hann ætlaði gegn Sheffield. Vísir/Getty

Trent Alexander-Arnold lagði upp fyrsta mark Liverpool gegn Sheffield í gær en stoðsending hans var þó ekki það sem var fjallað mest um varðandi hann eftir leikinn.

Liverpool vann leikinn 0-2 með mörkum frá Virgil Van Djik og Domink Szoboslai en Trent lagði upp markið á Virgil Van Djik með góðri hornspyrnu á 37. mínútu. En það var heldur neyðarlegt atvikt sem stal senunni þegar Trent lagði up markið. 

Eftir að Trent hafði stillt boltanum upp og undirbjó sig til þess að sparka boltanum, þá virtist hann girða sig í brók nema það fór ekki betur en svo en að afturendi hans var sjáanlegur á sama tíma og myndavélin var á honum. Því sparkaði hann boltanum inn á teig með afturendann sjáanlegan.

Sjón er sögunni ríkari og því má sjá mynd hér fyrir neðan. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×