Dæmdir fyrir kannabisræktun: Skilorð vegna gríðarlegs dráttar Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 13:54 Héraðsdómur Reykjavíkur gagnrýndi drátt á rannsókn málsins og útgáfu ákæru. Vísir/Vilhelm Fjórir karlmenn hafa verið sakfelldir fyrir að hafa staðið að umfangsmikilli kannabisræktun sem upp komst um árið 2017. Mennirnir hlutu allir skilorðsbundna dóma vegna mikils dráttar á rannsókn málsins og enn meiri dráttar á útgáfu ákæru. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að mennirnir hafi í fyrsta lagi verið ákærðir fyrir að hafa í júlí árið 2017, í iðnaðarhúsnæði að Köllunarklettsvegi í Reykjavík, í félagi haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni tæp fimm kíló af kannabisstönglum, tæp 2,2 kíló af maríhúana og 301 kannabisplöntu, og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. Tveir þeirra voru einnig ákærðir fyrir að hafa á sama tíma haft vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 199 kannabisplöntur í iðnaðarhúsnæði að Hafnarbraut í Kópavogi. Þá var sá þriðji ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 513,36 grömm af maríhúana. Klipptu bara plönturnar Í fyrsta ákærulið játaði einn mannanna sök og var sakfelldur fyrir fíkniefnabrot. Tveir mannanna neituðu sök í málinu en játuðu þó að hafa aðstoðað við að klippa plöntur í ræktuninni að Köllunarklettsvegi. Þeir upplýstu hver hefði beðið þá um það. Í dóminum segir að þeim hefði ekki getað dulist að í húsinu hafi farið fram fíkniefnaframleiðsla í sölu- og dreifingarskyni. Aðkoma þeirra hafi samt sem áður verið svo lítið að hún teldist aðeins til hlutdeildar í broti aðalmannsins. Fjórði maðurinn neitaði alfarið sök en dómurinn taldi sannað að hann hefði vanið komur sínar í húsið og klippt þar plöntur. Hann var því einnig dæmdur fyrir hlutdeild. Lagði til húsnæðið Hvað varðar plönturnar í Kópavogi játaði aðalamaðurinn í framangreindu broti sök og var sakfelldur. Hinn maðurinn, sem neitaði alfarið sök í fyrri ákærulið, gerði það sömuleiðis hvað varðar hina ræktunina. Dómurinn taldi hins vegar hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hafi lagt umrætt húsnæði til ræktunarinnar. Þá taldi dómurinn sannað að hann hafi hlotið að hafa vitað af ræktuninni þar innan dyra og tekið þátt í henni ásamt hinum manninum. Því var hann sakfelldur fyrir brotið. Loks var þriðji maðurinn sakfelldur fyrir að hafa haft rúmt hálft kíló af marihúana, ætluðu til sölu og dreigingar, í fórum sínum. Rannsókn dróst og útgáfa ákæru enn meira Í dóminum segir að brotin sem ákært var fyrir hafi verið framin í júlí árið 2017. Rannsókn málsins hafi dregist nokkuð en þó verið lokið í maí árið 2019. Ákæra hafi hins vegar ekki verið gefin út fyrr en í maí þessa árs, eða nærri sex árum eftir að umrædd brot voru framin og fjórum árum eftir að rannsókn var að fullu lokið. Ákærandi málsins hefði enga skýringu gefið á þessum mikla drætti á því að ákæra yrði gefin út, en um væri að ræða tiltölulega einfalt og afmarkað mál. „Er óhjákvæmilegt annað en að tekið verði tillit til þessa við ákvörðun refsinga ákærðu í málinu þannig að þær verði bæði vægari en ella og að öllu leyti skilorðsbundnar þar sem ella hefði verið dæmd óskilorðsbundin refsing.“ Mennirnir hlutu níu mánaða, sex mánaða og tveggja mánaða skilorðsbundna refsingu. Ákvörðun refsingar þess sem aðeins var sakfelldur fyrir hlutdeild í broti samkvæmt fyrsta ákærulið var frestað. Dómsmál Fíkniefnabrot Reykjavík Kópavogur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að mennirnir hafi í fyrsta lagi verið ákærðir fyrir að hafa í júlí árið 2017, í iðnaðarhúsnæði að Köllunarklettsvegi í Reykjavík, í félagi haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni tæp fimm kíló af kannabisstönglum, tæp 2,2 kíló af maríhúana og 301 kannabisplöntu, og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. Tveir þeirra voru einnig ákærðir fyrir að hafa á sama tíma haft vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 199 kannabisplöntur í iðnaðarhúsnæði að Hafnarbraut í Kópavogi. Þá var sá þriðji ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 513,36 grömm af maríhúana. Klipptu bara plönturnar Í fyrsta ákærulið játaði einn mannanna sök og var sakfelldur fyrir fíkniefnabrot. Tveir mannanna neituðu sök í málinu en játuðu þó að hafa aðstoðað við að klippa plöntur í ræktuninni að Köllunarklettsvegi. Þeir upplýstu hver hefði beðið þá um það. Í dóminum segir að þeim hefði ekki getað dulist að í húsinu hafi farið fram fíkniefnaframleiðsla í sölu- og dreifingarskyni. Aðkoma þeirra hafi samt sem áður verið svo lítið að hún teldist aðeins til hlutdeildar í broti aðalmannsins. Fjórði maðurinn neitaði alfarið sök en dómurinn taldi sannað að hann hefði vanið komur sínar í húsið og klippt þar plöntur. Hann var því einnig dæmdur fyrir hlutdeild. Lagði til húsnæðið Hvað varðar plönturnar í Kópavogi játaði aðalamaðurinn í framangreindu broti sök og var sakfelldur. Hinn maðurinn, sem neitaði alfarið sök í fyrri ákærulið, gerði það sömuleiðis hvað varðar hina ræktunina. Dómurinn taldi hins vegar hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hafi lagt umrætt húsnæði til ræktunarinnar. Þá taldi dómurinn sannað að hann hafi hlotið að hafa vitað af ræktuninni þar innan dyra og tekið þátt í henni ásamt hinum manninum. Því var hann sakfelldur fyrir brotið. Loks var þriðji maðurinn sakfelldur fyrir að hafa haft rúmt hálft kíló af marihúana, ætluðu til sölu og dreigingar, í fórum sínum. Rannsókn dróst og útgáfa ákæru enn meira Í dóminum segir að brotin sem ákært var fyrir hafi verið framin í júlí árið 2017. Rannsókn málsins hafi dregist nokkuð en þó verið lokið í maí árið 2019. Ákæra hafi hins vegar ekki verið gefin út fyrr en í maí þessa árs, eða nærri sex árum eftir að umrædd brot voru framin og fjórum árum eftir að rannsókn var að fullu lokið. Ákærandi málsins hefði enga skýringu gefið á þessum mikla drætti á því að ákæra yrði gefin út, en um væri að ræða tiltölulega einfalt og afmarkað mál. „Er óhjákvæmilegt annað en að tekið verði tillit til þessa við ákvörðun refsinga ákærðu í málinu þannig að þær verði bæði vægari en ella og að öllu leyti skilorðsbundnar þar sem ella hefði verið dæmd óskilorðsbundin refsing.“ Mennirnir hlutu níu mánaða, sex mánaða og tveggja mánaða skilorðsbundna refsingu. Ákvörðun refsingar þess sem aðeins var sakfelldur fyrir hlutdeild í broti samkvæmt fyrsta ákærulið var frestað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Reykjavík Kópavogur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira