Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2023 21:10 Leikmenn Íslands fagna með markverðinum unga, Fanneyju Ingu Birkisdóttur. EPA-EFE/Johnny Pedersen „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. Ísland vann öflugan sigur í Viborg sem gerði það að verkum að Danmörk tókst ekki að vinna riðilinn en fyrir var ljóst að Ísland myndi enda í 3. sæti og væri á leið í umspil um að halda sæti sínu í A-deild. Það er mikilvægt fyrir undankeppni næsta Evrópumóts. Dregið verður á mánudag en Ísland getur mætt Ungverjalandi, Króatíu, Serbíu eða Bosníu. Fanney Inga var hreint út sagt frábær í kvöld og sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að þrátt fyrir að það stæði 18 ára í vegabréfinu þá væri hún um það bil þrítug í anda. „Ég hef heyrt það nokkuð oft sem er smá fyndið því foreldrar mínir eru nýorðin þrítug, eða svona, þau eru 37 ára,“ sagði Fanney Inga og hló. Fanney Inga lét alkulið í Viborg ekki fá á sig og var mjög yfirveguð í öllum sínum aðgerðum. Að öðrum ólöstuðum var hún besti leikmaður Íslands og vallarins í kvöld. „Mér leið mjög vel. Er með frábæra leikmenn fyrir framan mig, þegar maður er með svona góða leikmenn með sér í liði þarf maður ekkert að vera stressaður.“ „Ég held þetta setjist ekkert inn fyrr en ég kem heim til Íslands. Ég er enn að jafna mig eftir þjóðsönginn, það var geggjuð stund og frábært að spila þennan leik,“ sagði Fanney Inga að endingu. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Sjá meira
Ísland vann öflugan sigur í Viborg sem gerði það að verkum að Danmörk tókst ekki að vinna riðilinn en fyrir var ljóst að Ísland myndi enda í 3. sæti og væri á leið í umspil um að halda sæti sínu í A-deild. Það er mikilvægt fyrir undankeppni næsta Evrópumóts. Dregið verður á mánudag en Ísland getur mætt Ungverjalandi, Króatíu, Serbíu eða Bosníu. Fanney Inga var hreint út sagt frábær í kvöld og sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að þrátt fyrir að það stæði 18 ára í vegabréfinu þá væri hún um það bil þrítug í anda. „Ég hef heyrt það nokkuð oft sem er smá fyndið því foreldrar mínir eru nýorðin þrítug, eða svona, þau eru 37 ára,“ sagði Fanney Inga og hló. Fanney Inga lét alkulið í Viborg ekki fá á sig og var mjög yfirveguð í öllum sínum aðgerðum. Að öðrum ólöstuðum var hún besti leikmaður Íslands og vallarins í kvöld. „Mér leið mjög vel. Er með frábæra leikmenn fyrir framan mig, þegar maður er með svona góða leikmenn með sér í liði þarf maður ekkert að vera stressaður.“ „Ég held þetta setjist ekkert inn fyrr en ég kem heim til Íslands. Ég er enn að jafna mig eftir þjóðsönginn, það var geggjuð stund og frábært að spila þennan leik,“ sagði Fanney Inga að endingu.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Sjá meira