Staðan versni með hverri klukkustund: „Það sem ég sá er ólýsanlegt“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2023 19:37 Sjúkrahús á Gasa eru yfirfull og sært fólk liggur á göngum þeirra. Hjálparsamtök segja stöðuna grafalvarlega og fara versnandi með hverri klukkustund. vísir/AP Sjúklingar fylla gólfin á spítölum Gasa og staðan versnar með hverri klukkustund að mati hjálparstofnana. Fólk geti ekki flúið í öruggt skjól á sama tíma og Ísraelsher kallar eftir umfangsmeiri rýmingum. Sláandi aðstæður blasa við á nýjum myndum frá spítala í borginni Khan Younis á suðurhluta Gasa. Sjúklingar liggja særðir á gólfinu sem er þakið blóðslettum á meðan heilbrigðisstarfsfólk reynir eftir fremsta megni að sinna þeim. Spítalinn er yfirfullur og þar að auka freista margir þess að leita skjóls við spítalann eftir að hafa flúið sprengjuregn annars staðar - og jafnvel ítrekað. Forseti Alþjóða Rauða krossins sem skoðaði spítala í borginni í gær segir ástandið óásættanlegt með öllu. „Það sem ég sá þar er alveg ólýsanlegt. Mér fannst átakanlegast að horfa upp á stórslösuð börn sem höfðu misst foreldra sína og voru ein og yfirgefin,“ sagði Mirjana Spoljaric Egger, þegar hún ræddi við fréttamenn í gær. Hafa engin tök á því að flýja Eftir að umsamið hlé á átökum rann út hafa Ísraelar aukið sókn sína á suðurhluta Gasa með það að markmiði að uppræta allar starfsstöðvar Hamas. Ísraelsher varar við hernaðaraðgerðum í og við Khan Younis; birti nýtt rýmingarkort og hvatti almenna borgara til að flýja. Ísraelsher er sagður kominn inn í „hjarta Khan Younis“ og hefur hvatt fólk til að flýja. Hjálparsamtök segja ekkert öruggt skjól bíða.vísir/AP Talsmaður UNICEF segir ástandið ástandið versna með hverri klukkustund og að fólk hafi ekki tök á því að flýja í öruggt skjól. „Svokölluð öryggissvæði eru ekki skilgreind vísindalega. Það er engin skynsemi að baki þeim og þau ganga ekki upp. Stjórnvöldum er kunnugt um þetta. Þetta er tilfinningalaust Þetta er kaldrifjað og stuðlar að tómlæti gagnvart konum og börnum á Gasa. Þetta er átakanlegt og óskiljanlegt,“ James Elder, talsmaður UNICEF. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Sláandi aðstæður blasa við á nýjum myndum frá spítala í borginni Khan Younis á suðurhluta Gasa. Sjúklingar liggja særðir á gólfinu sem er þakið blóðslettum á meðan heilbrigðisstarfsfólk reynir eftir fremsta megni að sinna þeim. Spítalinn er yfirfullur og þar að auka freista margir þess að leita skjóls við spítalann eftir að hafa flúið sprengjuregn annars staðar - og jafnvel ítrekað. Forseti Alþjóða Rauða krossins sem skoðaði spítala í borginni í gær segir ástandið óásættanlegt með öllu. „Það sem ég sá þar er alveg ólýsanlegt. Mér fannst átakanlegast að horfa upp á stórslösuð börn sem höfðu misst foreldra sína og voru ein og yfirgefin,“ sagði Mirjana Spoljaric Egger, þegar hún ræddi við fréttamenn í gær. Hafa engin tök á því að flýja Eftir að umsamið hlé á átökum rann út hafa Ísraelar aukið sókn sína á suðurhluta Gasa með það að markmiði að uppræta allar starfsstöðvar Hamas. Ísraelsher varar við hernaðaraðgerðum í og við Khan Younis; birti nýtt rýmingarkort og hvatti almenna borgara til að flýja. Ísraelsher er sagður kominn inn í „hjarta Khan Younis“ og hefur hvatt fólk til að flýja. Hjálparsamtök segja ekkert öruggt skjól bíða.vísir/AP Talsmaður UNICEF segir ástandið ástandið versna með hverri klukkustund og að fólk hafi ekki tök á því að flýja í öruggt skjól. „Svokölluð öryggissvæði eru ekki skilgreind vísindalega. Það er engin skynsemi að baki þeim og þau ganga ekki upp. Stjórnvöldum er kunnugt um þetta. Þetta er tilfinningalaust Þetta er kaldrifjað og stuðlar að tómlæti gagnvart konum og börnum á Gasa. Þetta er átakanlegt og óskiljanlegt,“ James Elder, talsmaður UNICEF.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira