Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. desember 2023 13:42 Þórdís Jóna Sigurðardóttir, er hugsi yfir stöðu íslenskunnar í ljósi PISA könnunarinnar. Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. PISA könnunin er umfangsmikil alþjóðleg könnun á vegum OECD á hæfni og getu 15 ára nemenda í lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúruvísindalæsi. Áttatíu og ein þjóð tekur þátt. Lesskilningi íslenskra nemenda hrakar verulega. Eingöngu 60% nemenda hafa grunnfærni og hinir íslensku nemendur hafa dregist aftur úr bæði Norðurlandaþjóðunum og jafnöldrum í OECD ríkjunum. Þónokkurn kynjamun má greina en 68% stúlkna hafa grunnfærni í lesskilningi en eingöngu 53% drengja. Þórdís Jóna Sigurðardóttir forstjóri menntamálastofnunar kynnti niðurstöðurnar á fundi Eddu í morgun. „Þetta er það sama sem er að gerast á öllum Norðurlöndunum. Það er bara töluvert mikið sem Norðurlöndin eru líka að fara niður þó við séum að fara örlítið neðar og líka hjá OECD löndunum þannig að það er eitthvað sem er að gerast sem á ekki bara við um okkur en þetta er líka auðvitað margt séríslenskt en af því að við sjáum til dæmis í stærðfræðilæsinu - af því við erum að skoða mismunandi tegundir læsis - að þar gengur okkur betur heldur en þegar við erum að skoða lesskilninginn sem er þá lengri texti og fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar, hvort við þurfum ekki aðeins að gefa í þar,“ segir Þórdís. Ísland mælist undir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í öllum þremur flokkum. Hlutfall nemenda á Íslandi sem býr yfir grunnhæfni í stærðfræðilæsi er 66 prósent, og grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi 64 prósent. Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra segir niðurstöðurnar ekki óvæntar því þróunin á síðastliðnum áratug hefur verið niður á við. „Við sjáum hins vegar núna að það eru öll lönd að falla. Áhyggjuefnið er hins vegar að Ísland er að falla meira heldur en önnur lönd. Og það er áhyggjuefni og við því þurfum að bregðast við og erum að vinna umfangsmiklar breytingar á umgjörð menntakerfisins. Þar þurfa allir aðilar að koma að áfram og um leið rýna þá vinnu hvort við séum á réttri leið þar og hvort við þurfum að gera eilítið öðruvísi.“ Ásmundur segir að margt sé í farvatninu sem komi til með að bæta úr þessari stöðu. „Breytingarnar sem við erum að vinna að og eru hluti af menntastefnu eru gríðarlega stórar. Það að stofna þjónustustofnun menntunarinnar sem samþykkt var í annarri umræðu á Alþingi í gær er risastór breyting, ný skólaþjónustulöggjöf sem er í farvatninu og í vinnslu allra aðila er risastór breyting. Matsferill og matskerfi fyrir meðal annars lestur, sem er í vinnslu hjá menntamálastofnun, er risastór breyting og svona mætti áfram telja. Það sem við þurfum að rýna er hvort þessar aðgerðir séu nægilegar, samhliða öðru, til að snúa þessari þróun við og vera viss um það og það er verkefnið fram undan.“ Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Börn og uppeldi Íslensk tunga Tengdar fréttir Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22 Svona var kynningin á niðurstöðum PISA-könnunar Mennta- og barnamálaráðuneytið og Menntamálastofnun hafa boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 10, þar sem nýjar niðurstöður PISA verða kynntar. Fjögur ár eru frá síðustu könnun en könnun OECD frestaðist um eitt ár vegna áhrifa heimsfaraldurs. 5. desember 2023 09:50 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
PISA könnunin er umfangsmikil alþjóðleg könnun á vegum OECD á hæfni og getu 15 ára nemenda í lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúruvísindalæsi. Áttatíu og ein þjóð tekur þátt. Lesskilningi íslenskra nemenda hrakar verulega. Eingöngu 60% nemenda hafa grunnfærni og hinir íslensku nemendur hafa dregist aftur úr bæði Norðurlandaþjóðunum og jafnöldrum í OECD ríkjunum. Þónokkurn kynjamun má greina en 68% stúlkna hafa grunnfærni í lesskilningi en eingöngu 53% drengja. Þórdís Jóna Sigurðardóttir forstjóri menntamálastofnunar kynnti niðurstöðurnar á fundi Eddu í morgun. „Þetta er það sama sem er að gerast á öllum Norðurlöndunum. Það er bara töluvert mikið sem Norðurlöndin eru líka að fara niður þó við séum að fara örlítið neðar og líka hjá OECD löndunum þannig að það er eitthvað sem er að gerast sem á ekki bara við um okkur en þetta er líka auðvitað margt séríslenskt en af því að við sjáum til dæmis í stærðfræðilæsinu - af því við erum að skoða mismunandi tegundir læsis - að þar gengur okkur betur heldur en þegar við erum að skoða lesskilninginn sem er þá lengri texti og fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar, hvort við þurfum ekki aðeins að gefa í þar,“ segir Þórdís. Ísland mælist undir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í öllum þremur flokkum. Hlutfall nemenda á Íslandi sem býr yfir grunnhæfni í stærðfræðilæsi er 66 prósent, og grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi 64 prósent. Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra segir niðurstöðurnar ekki óvæntar því þróunin á síðastliðnum áratug hefur verið niður á við. „Við sjáum hins vegar núna að það eru öll lönd að falla. Áhyggjuefnið er hins vegar að Ísland er að falla meira heldur en önnur lönd. Og það er áhyggjuefni og við því þurfum að bregðast við og erum að vinna umfangsmiklar breytingar á umgjörð menntakerfisins. Þar þurfa allir aðilar að koma að áfram og um leið rýna þá vinnu hvort við séum á réttri leið þar og hvort við þurfum að gera eilítið öðruvísi.“ Ásmundur segir að margt sé í farvatninu sem komi til með að bæta úr þessari stöðu. „Breytingarnar sem við erum að vinna að og eru hluti af menntastefnu eru gríðarlega stórar. Það að stofna þjónustustofnun menntunarinnar sem samþykkt var í annarri umræðu á Alþingi í gær er risastór breyting, ný skólaþjónustulöggjöf sem er í farvatninu og í vinnslu allra aðila er risastór breyting. Matsferill og matskerfi fyrir meðal annars lestur, sem er í vinnslu hjá menntamálastofnun, er risastór breyting og svona mætti áfram telja. Það sem við þurfum að rýna er hvort þessar aðgerðir séu nægilegar, samhliða öðru, til að snúa þessari þróun við og vera viss um það og það er verkefnið fram undan.“
Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Börn og uppeldi Íslensk tunga Tengdar fréttir Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22 Svona var kynningin á niðurstöðum PISA-könnunar Mennta- og barnamálaráðuneytið og Menntamálastofnun hafa boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 10, þar sem nýjar niðurstöður PISA verða kynntar. Fjögur ár eru frá síðustu könnun en könnun OECD frestaðist um eitt ár vegna áhrifa heimsfaraldurs. 5. desember 2023 09:50 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22
Svona var kynningin á niðurstöðum PISA-könnunar Mennta- og barnamálaráðuneytið og Menntamálastofnun hafa boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 10, þar sem nýjar niðurstöður PISA verða kynntar. Fjögur ár eru frá síðustu könnun en könnun OECD frestaðist um eitt ár vegna áhrifa heimsfaraldurs. 5. desember 2023 09:50