Sármóðguð út af vangaveltum um að þær vilji tapa í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2023 13:00 Rachel Corsie segir fráleitt að halda að Skotar leggi ekki allt í sölurnar gegn Englandi í kvöld. Getty/Ian MacNicol Skotar eru í þeirri stórfurðulegu stöðu að geta með tapi í kvöld aukið líkur sínar á að komast inn á Ólympíuleikana í París næsta sumar. Þeir telja hins vegar fráleitt að fólk efist um heilindi þeirra. Lokaumferðin í riðlakeppni Þjóðadeildar kvenna í fótbolta er í dag og á Ísland fyrir höndum útileik gegn Danmörku. Í kvöld mætast einnig Skotland og England í A-riðli, þar sem Holland og Belgía mætast einnig. Staðan er þannig að Holland og England eru jöfn að stigum en Holland með þremur mörkum betri markatölu. Vinni England þremur mörkum stærri sigur en Holland í kvöld kemst England því upp úr riðlinum, og langt með að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Á Ólympíuleikunum keppa Englendingar hins vegar undir hatti Bretlands, og það gera Skotar einnig. Það þýðir að ef að enska landsliðið vinnur sér inn sæti á Ólympíuleikunum þá gætu leikmenn úr skoska liðinu komist í breska hópinn sem fer á leikana. Algjört hneyksli að draga heilindi okkar í efa Rachel Corrie, fyrirliði Skotlands, segir hins vegar fráleitt og algjöra vanvirðingu að halda að Skotar geri ekki sitt besta gegn Englandi í kvöld. „Það hafa margir utanaðkomandi talað um þetta og í sannleika sagt þá finnst mér þetta svo mikil vanvirðing,“ segir Corsie. View this post on Instagram A post shared by RACHEL CORSIE (@rachelcorsie14) „Eftir öll þessi ár sem ég hef spilað fyrir þjóð mína, þekkjandi stelpurnar í klefanum, þær sem vilja vera hérna og þær sem geta það ekki vegna meiðsla, þá finnst mér algjört hneyksli að draga í efa heilindi nokkurs leikmanns og mér finnst það rosaleg móðgun við okkur allar,“ segir Corsie og bætir við: „Ég skil að við fáum þessa spurningu en fyrir okkur er öll hvatningin sem við þurfum að spila fyrir landið okkar. Það er kannski erfitt að skilja það ef þú hefur aldrei prófað það en við þurfum enga aukahvatningu. Það er algjör hátindur íþróttanna að spila fyrir þjóð sína og það að klæðast skosku treyjunni er öll hvatningin sem við þurfum.“ Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Lokaumferðin í riðlakeppni Þjóðadeildar kvenna í fótbolta er í dag og á Ísland fyrir höndum útileik gegn Danmörku. Í kvöld mætast einnig Skotland og England í A-riðli, þar sem Holland og Belgía mætast einnig. Staðan er þannig að Holland og England eru jöfn að stigum en Holland með þremur mörkum betri markatölu. Vinni England þremur mörkum stærri sigur en Holland í kvöld kemst England því upp úr riðlinum, og langt með að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Á Ólympíuleikunum keppa Englendingar hins vegar undir hatti Bretlands, og það gera Skotar einnig. Það þýðir að ef að enska landsliðið vinnur sér inn sæti á Ólympíuleikunum þá gætu leikmenn úr skoska liðinu komist í breska hópinn sem fer á leikana. Algjört hneyksli að draga heilindi okkar í efa Rachel Corrie, fyrirliði Skotlands, segir hins vegar fráleitt og algjöra vanvirðingu að halda að Skotar geri ekki sitt besta gegn Englandi í kvöld. „Það hafa margir utanaðkomandi talað um þetta og í sannleika sagt þá finnst mér þetta svo mikil vanvirðing,“ segir Corsie. View this post on Instagram A post shared by RACHEL CORSIE (@rachelcorsie14) „Eftir öll þessi ár sem ég hef spilað fyrir þjóð mína, þekkjandi stelpurnar í klefanum, þær sem vilja vera hérna og þær sem geta það ekki vegna meiðsla, þá finnst mér algjört hneyksli að draga í efa heilindi nokkurs leikmanns og mér finnst það rosaleg móðgun við okkur allar,“ segir Corsie og bætir við: „Ég skil að við fáum þessa spurningu en fyrir okkur er öll hvatningin sem við þurfum að spila fyrir landið okkar. Það er kannski erfitt að skilja það ef þú hefur aldrei prófað það en við þurfum enga aukahvatningu. Það er algjör hátindur íþróttanna að spila fyrir þjóð sína og það að klæðast skosku treyjunni er öll hvatningin sem við þurfum.“
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira