Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við fósturforeldra tólf ára gamals drengs frá Palestínu sem nýverið fékk synjun á vernd hér á landi og stendur til að senda til Grikklands.

Þau gagnrýna upplýsingaskort stjórnvalda og vona að Palestínumönnum verði veitt sérstök vernd.

Einnig tökum við stöðuna á jarðhræringunum í Grindavík og ræðum við bakara bæjarins sem opnaði í morgun í fyrsta sinn síðan bærinn var rýmdur.

Að auki fjöllum við um útburðarmál sem Orkuveita Reykjavíkur hefur höfðað á hendur hóps sem býr á Elliðavatnsblettum í Heiðmörk. Lögmaður hluta hópsins segir ástæður Orkuveitunnar fyrir aðgerðunum óskiljanlegar. 

Í íþróttapakka dagsins fjöllum við um kvennalandsliðið í handbolta sem bætir Angóla í hreinum úrslitaleik um framhaldið á mótinu síðar í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×