Keane trúði ekki sínum eigin augum þegar hann sá ömurlegan árangur United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2023 15:00 Mynd sem er kannski lýsandi fyrir ástandið hjá Manchester United. getty/Stu Forster Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, trúði ekki eigin augum þegar hann sá skelfilegan árangur liðsins undir stjórn Eriks ten Hag á útivelli gegn sterkustu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. United tapaði fyrir Newcastle United, 1-0, á St James' Park á laugardagskvöldið. Anthony Gordon skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Úrslitin voru í takt við slakan útivallarárangur United gegn sterkum liðum undir stjórn Ten Hags. Frá því Hollendingurinn tók við United hefur liðið tapað tíu af ellefu leikjum sínum á útivelli gegn liðum í efstu níu sætum ensku úrvalsdeildarinnar og gert eitt jafntefli. „Er þetta satt? Þetta er ljótt,“ sagði Keane þegar hann sá skilti með þessum slæma árangri United. „Fjöldi marka sem þeir hafa fengið á sig. Sex gegn Manchester City, sjö gegn Liverpool, fjögur gegn Brentford. Þetta er ekki gott. Þeir eru á erfiðum stað. Stjórinn er undir pressu.“ "Is that real? That looks ugly!" Roy Keane isn't happy with Man Utd's away results against the top 9 pic.twitter.com/HPjF9PZgQI— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 3, 2023 Keane skilur ekki af hverju United er enn að nota sömu leikmenn og síðustu ár. „Það voru leikmenn sem spiluðu fyrir United í gær (í fyrradag) sem þú hélst að myndu kannski fara frá félaginu í sumar. Þú notar enn sömu leikmenn og hafa ekki farið með United neitt síðustu ár,“ sagði Keane. „Hvað er merki um brjálæði? Að gera sama hlutinn aftur og aftur og búast við betri niðurstöðum. Þessi hópur breytist ekki. Ef þeir leggja ekki jafn hart að sér og andstæðingurinn eru þeir í vandræðum og þeir gera það ekki.“ United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Chelsea á Old Trafford á miðvikudaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir „Það versta sem hægt er að segja um hann“ Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagði frammistöðu enska framherjans Marcus Rashford hafa verið algjörlega óásættanlega í tapi Manchester United gegn Newcastle um helgina. 4. desember 2023 07:31 Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
United tapaði fyrir Newcastle United, 1-0, á St James' Park á laugardagskvöldið. Anthony Gordon skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Úrslitin voru í takt við slakan útivallarárangur United gegn sterkum liðum undir stjórn Ten Hags. Frá því Hollendingurinn tók við United hefur liðið tapað tíu af ellefu leikjum sínum á útivelli gegn liðum í efstu níu sætum ensku úrvalsdeildarinnar og gert eitt jafntefli. „Er þetta satt? Þetta er ljótt,“ sagði Keane þegar hann sá skilti með þessum slæma árangri United. „Fjöldi marka sem þeir hafa fengið á sig. Sex gegn Manchester City, sjö gegn Liverpool, fjögur gegn Brentford. Þetta er ekki gott. Þeir eru á erfiðum stað. Stjórinn er undir pressu.“ "Is that real? That looks ugly!" Roy Keane isn't happy with Man Utd's away results against the top 9 pic.twitter.com/HPjF9PZgQI— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 3, 2023 Keane skilur ekki af hverju United er enn að nota sömu leikmenn og síðustu ár. „Það voru leikmenn sem spiluðu fyrir United í gær (í fyrradag) sem þú hélst að myndu kannski fara frá félaginu í sumar. Þú notar enn sömu leikmenn og hafa ekki farið með United neitt síðustu ár,“ sagði Keane. „Hvað er merki um brjálæði? Að gera sama hlutinn aftur og aftur og búast við betri niðurstöðum. Þessi hópur breytist ekki. Ef þeir leggja ekki jafn hart að sér og andstæðingurinn eru þeir í vandræðum og þeir gera það ekki.“ United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Chelsea á Old Trafford á miðvikudaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Það versta sem hægt er að segja um hann“ Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagði frammistöðu enska framherjans Marcus Rashford hafa verið algjörlega óásættanlega í tapi Manchester United gegn Newcastle um helgina. 4. desember 2023 07:31 Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
„Það versta sem hægt er að segja um hann“ Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagði frammistöðu enska framherjans Marcus Rashford hafa verið algjörlega óásættanlega í tapi Manchester United gegn Newcastle um helgina. 4. desember 2023 07:31