Segir ekki lengur hægt að sækja börnin til Íslands Jón Þór Stefánsson skrifar 3. desember 2023 13:15 Að sögn Helgu Völu er sú staða komin upp að ekki sé hægt að halda áfram aðförinni gegn Eddu. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona, segir þá lagalegu stöðu komna upp að ekki sé hægt að sækja börn Eddu Bjarkar Arnardóttur til landsins. Ástæðan fellst meðal annars í því að búið sé að flytja hana úr landi. „Sýslumaður getur ekki haldið áfram með aðför og sótt börnin vegna þess að sá einstaklingur sem aðförin beindist að, gerðarþoli í málinu, það er búið að taka hann af Íslandi. Þannig núna þarf að fara í nýtt aðfararmál til að fá börnin afhent. Það liggur alveg ljóst fyrir,“ segir Helga. „Hæstiréttur hefur kveðið upp þann dóm fyrir nokkrum árum. Það er ekki hægt að beina aðförinni áfram að einstaklingi sem nú er í gæsluvarðhaldi úti, heldur þarf að höfða nýtt mál hér.“ Þetta útskýrði Helga Vala í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar vísað hún í mál þar sem danskur barnsfaðir vildi fá þrjú börn sín afhent frá íslenskri barnsmóður. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það, en Hæstiréttur sneri því við. Sjá einnig: Dætur Hjördísar verða ekki sendar til Danmerkur Ofan á þetta væri síðan önnur lagaleg forsenda að sögn Helgu sem sæi til þess að ekki væri hægt að fara fram með nýja aðför. „Lögin segja að það sé ekki hægt núna því þeir hafa verið hér svo lengi á Íslandi. Því miður tíminn er runninn út.“ Deildu um forsjárdeiluna Í Sprengisandi ræddi Helga og Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélagsins, um forsjárdeiluna sem hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðuna síðustu daga. Þar gagnrýndi Sigurður umræðu og orðræðu sem hefur verið áberandi um málið, sem að hans mati grafa undan samfélagsgerðinni. „Mér fannst eins og það væri verið að færa markalínurnar. Þannig að það sé valkostur að borgararnir, séu þeir ósammála lögunum eða niðurstöðum dómstóla, þá geti þeir sjálfið stigið niður í krafti þessa hnefaréttar,“ segir Sigurður sem tók fram að hann hefði ekki kynnt sér málið í þaula. Hann væri frekar að tala um ástandið sem hefði myndast vegna málsins. Helga Vala svaraði því og sagðist hafa kynnt sér málið í þaula, og gagnrýndi margt í meðferð þess. „Hún fær ekki notið þess að hafa verjanda sér við hlið þegar tekin er ákvörðun um að vista hana í þrjátíu daga gæsluvarðhaldi. Þar fær hún eina máltíð á dag, fær að hringja einu sinni í viku í fjölskyldu sína. Og óvíst er hvenær málið verður þingfest í Noregi.“ Sigurður sagði að það gæti vel verið að þetta væri rétt hjá Helgu Völu. Hins vegar væri réttast að komast að þeirri niðurstöðu fyrir dómstólum. „Þetta getur allt saman verið rétt sem þú ert að nefna, en rétti vettvangurinn til að útkljá þessi mál er einmitt hjá dómstólum, hjá viðeigandi yfirvöldum.“ Dómsmál Fjölskyldumál Noregur Börn og uppeldi Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Sýslumaður getur ekki haldið áfram með aðför og sótt börnin vegna þess að sá einstaklingur sem aðförin beindist að, gerðarþoli í málinu, það er búið að taka hann af Íslandi. Þannig núna þarf að fara í nýtt aðfararmál til að fá börnin afhent. Það liggur alveg ljóst fyrir,“ segir Helga. „Hæstiréttur hefur kveðið upp þann dóm fyrir nokkrum árum. Það er ekki hægt að beina aðförinni áfram að einstaklingi sem nú er í gæsluvarðhaldi úti, heldur þarf að höfða nýtt mál hér.“ Þetta útskýrði Helga Vala í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar vísað hún í mál þar sem danskur barnsfaðir vildi fá þrjú börn sín afhent frá íslenskri barnsmóður. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það, en Hæstiréttur sneri því við. Sjá einnig: Dætur Hjördísar verða ekki sendar til Danmerkur Ofan á þetta væri síðan önnur lagaleg forsenda að sögn Helgu sem sæi til þess að ekki væri hægt að fara fram með nýja aðför. „Lögin segja að það sé ekki hægt núna því þeir hafa verið hér svo lengi á Íslandi. Því miður tíminn er runninn út.“ Deildu um forsjárdeiluna Í Sprengisandi ræddi Helga og Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélagsins, um forsjárdeiluna sem hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðuna síðustu daga. Þar gagnrýndi Sigurður umræðu og orðræðu sem hefur verið áberandi um málið, sem að hans mati grafa undan samfélagsgerðinni. „Mér fannst eins og það væri verið að færa markalínurnar. Þannig að það sé valkostur að borgararnir, séu þeir ósammála lögunum eða niðurstöðum dómstóla, þá geti þeir sjálfið stigið niður í krafti þessa hnefaréttar,“ segir Sigurður sem tók fram að hann hefði ekki kynnt sér málið í þaula. Hann væri frekar að tala um ástandið sem hefði myndast vegna málsins. Helga Vala svaraði því og sagðist hafa kynnt sér málið í þaula, og gagnrýndi margt í meðferð þess. „Hún fær ekki notið þess að hafa verjanda sér við hlið þegar tekin er ákvörðun um að vista hana í þrjátíu daga gæsluvarðhaldi. Þar fær hún eina máltíð á dag, fær að hringja einu sinni í viku í fjölskyldu sína. Og óvíst er hvenær málið verður þingfest í Noregi.“ Sigurður sagði að það gæti vel verið að þetta væri rétt hjá Helgu Völu. Hins vegar væri réttast að komast að þeirri niðurstöðu fyrir dómstólum. „Þetta getur allt saman verið rétt sem þú ert að nefna, en rétti vettvangurinn til að útkljá þessi mál er einmitt hjá dómstólum, hjá viðeigandi yfirvöldum.“
Dómsmál Fjölskyldumál Noregur Börn og uppeldi Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira