Þorsteinn skaut á ráðherra: „Hann hefur aldrei mætt á landsleik“ Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2023 21:43 Þorsteinn Halldórsson stýrði Íslandi til 3. sætis í riðli liðsins í A-deild Þjóðadeildar og forðaði því frá falli í kvöld. Umspil bíður liðsins í febrúar en óljóst er hvar heimaleikur liðsins verður. Getty/Charlotte Tattersall Þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var kátur eftir sigurinn góða hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gegn Wales í kvöld. Hann skaut hins vegar um leið föstum skotum á Ásmund Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, vegna stöðunnar á þjóðarleikvangi Íslands. Sigurinn þýðir að Ísland spilar mikilvægan umspilsleik á heimavelli 28. febrúar en ljóst er að sá leikur getur ekki farið fram á Laugardalsvelli, eina þjóðarleikvangi Evrópu sem ekki er nothæfur á þeim árstíma. KSÍ skoðar nú hvaða möguleikar eru í boði erlendis. Í viðtali við RÚV eftir leikinn í Cardiff í kvöld var Þorsteinn spurður hvar Ísland myndi spila í febrúar: „Ég veit það ekki. Það væri gaman að spyrja íþróttamálaráðherra að því en nei, hann hefur aldrei séð fótboltalandsleik,“ sagði Þorsteinn. „Það væri áhugavert að hitta hann og spyrja hann um þessa hluti. Hann reyndar talar alltaf bara um þjóðarhöll og hefur aldrei minnst á þjóðarleikvang í neinni ræðu, hvar sem hann kemur. Hann hefur aldrei mætt á landsleik, þannig að ég veit ekki alveg hvernig við eigum að ná í hann,“ bætti hann við. „Frábært að nýir leikmenn skori“ Ísland átti erfitt uppdráttar framan af fyrri hálfleik í kvöld en Hildur Antonsdóttir náði að skora mikilvægt mark á 29. mínútu og Dilijá Ýr Zomers bætti við marki á 79. Mínútu, áður en Wales minnkaði muninn í blálok leiksins. Þorsteinn sagði íslensku stelpurnar hafa verið „hálfragar“ í upphafi leiks en unnið sig út úr því: „Auðvitað líður manni aldrei vel þegar maður finnur að það er svolítið óöryggi í mannskapnum. En við sluppum með það. Þær kannski sköpuðu engin færi en voru hættulegar. Það voru sendingafeilar hjá okkur, við töpuðum návígjum og vorum hrædd við að stíga fram á við. Þær voru svolítið til baka inni í sér, og það er vont í fótbolta, en það jákvæða er að við unnum okkur út úr því og náðum að stíga upp og gera þetta betur,“ sagði Þorsteinn í viðtali við RÚV. Var hann ekki feginn að sjá Hildi skora? „Var það Hildur sem skoraði? Ég sá ekki einu sinni hver skoraði en ég var mjög glaður þegar markið kom. En þegar við vorum með boltann náðum við alveg að skapa eitthvað og búa til hluti. Þetta snýst um að hafa trú á því sem við erum að gera og að líða vel með boltann,“ sagði Þorsteinn sem fagnaði því að eignast tvo nýja markaskorara því Hildur og Diljá voru að skora sitt fyrsta landsliðsmark hvor: „Það er frábært að nýir leikmenn skori. Mér er nákvæmlega sama hver skorar og við fengum tvö mörk í dag, sem dugði og er frábært.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Sigurinn þýðir að Ísland spilar mikilvægan umspilsleik á heimavelli 28. febrúar en ljóst er að sá leikur getur ekki farið fram á Laugardalsvelli, eina þjóðarleikvangi Evrópu sem ekki er nothæfur á þeim árstíma. KSÍ skoðar nú hvaða möguleikar eru í boði erlendis. Í viðtali við RÚV eftir leikinn í Cardiff í kvöld var Þorsteinn spurður hvar Ísland myndi spila í febrúar: „Ég veit það ekki. Það væri gaman að spyrja íþróttamálaráðherra að því en nei, hann hefur aldrei séð fótboltalandsleik,“ sagði Þorsteinn. „Það væri áhugavert að hitta hann og spyrja hann um þessa hluti. Hann reyndar talar alltaf bara um þjóðarhöll og hefur aldrei minnst á þjóðarleikvang í neinni ræðu, hvar sem hann kemur. Hann hefur aldrei mætt á landsleik, þannig að ég veit ekki alveg hvernig við eigum að ná í hann,“ bætti hann við. „Frábært að nýir leikmenn skori“ Ísland átti erfitt uppdráttar framan af fyrri hálfleik í kvöld en Hildur Antonsdóttir náði að skora mikilvægt mark á 29. mínútu og Dilijá Ýr Zomers bætti við marki á 79. Mínútu, áður en Wales minnkaði muninn í blálok leiksins. Þorsteinn sagði íslensku stelpurnar hafa verið „hálfragar“ í upphafi leiks en unnið sig út úr því: „Auðvitað líður manni aldrei vel þegar maður finnur að það er svolítið óöryggi í mannskapnum. En við sluppum með það. Þær kannski sköpuðu engin færi en voru hættulegar. Það voru sendingafeilar hjá okkur, við töpuðum návígjum og vorum hrædd við að stíga fram á við. Þær voru svolítið til baka inni í sér, og það er vont í fótbolta, en það jákvæða er að við unnum okkur út úr því og náðum að stíga upp og gera þetta betur,“ sagði Þorsteinn í viðtali við RÚV. Var hann ekki feginn að sjá Hildi skora? „Var það Hildur sem skoraði? Ég sá ekki einu sinni hver skoraði en ég var mjög glaður þegar markið kom. En þegar við vorum með boltann náðum við alveg að skapa eitthvað og búa til hluti. Þetta snýst um að hafa trú á því sem við erum að gera og að líða vel með boltann,“ sagði Þorsteinn sem fagnaði því að eignast tvo nýja markaskorara því Hildur og Diljá voru að skora sitt fyrsta landsliðsmark hvor: „Það er frábært að nýir leikmenn skori. Mér er nákvæmlega sama hver skorar og við fengum tvö mörk í dag, sem dugði og er frábært.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira