Þorsteinn skaut á ráðherra: „Hann hefur aldrei mætt á landsleik“ Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2023 21:43 Þorsteinn Halldórsson stýrði Íslandi til 3. sætis í riðli liðsins í A-deild Þjóðadeildar og forðaði því frá falli í kvöld. Umspil bíður liðsins í febrúar en óljóst er hvar heimaleikur liðsins verður. Getty/Charlotte Tattersall Þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var kátur eftir sigurinn góða hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gegn Wales í kvöld. Hann skaut hins vegar um leið föstum skotum á Ásmund Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, vegna stöðunnar á þjóðarleikvangi Íslands. Sigurinn þýðir að Ísland spilar mikilvægan umspilsleik á heimavelli 28. febrúar en ljóst er að sá leikur getur ekki farið fram á Laugardalsvelli, eina þjóðarleikvangi Evrópu sem ekki er nothæfur á þeim árstíma. KSÍ skoðar nú hvaða möguleikar eru í boði erlendis. Í viðtali við RÚV eftir leikinn í Cardiff í kvöld var Þorsteinn spurður hvar Ísland myndi spila í febrúar: „Ég veit það ekki. Það væri gaman að spyrja íþróttamálaráðherra að því en nei, hann hefur aldrei séð fótboltalandsleik,“ sagði Þorsteinn. „Það væri áhugavert að hitta hann og spyrja hann um þessa hluti. Hann reyndar talar alltaf bara um þjóðarhöll og hefur aldrei minnst á þjóðarleikvang í neinni ræðu, hvar sem hann kemur. Hann hefur aldrei mætt á landsleik, þannig að ég veit ekki alveg hvernig við eigum að ná í hann,“ bætti hann við. „Frábært að nýir leikmenn skori“ Ísland átti erfitt uppdráttar framan af fyrri hálfleik í kvöld en Hildur Antonsdóttir náði að skora mikilvægt mark á 29. mínútu og Dilijá Ýr Zomers bætti við marki á 79. Mínútu, áður en Wales minnkaði muninn í blálok leiksins. Þorsteinn sagði íslensku stelpurnar hafa verið „hálfragar“ í upphafi leiks en unnið sig út úr því: „Auðvitað líður manni aldrei vel þegar maður finnur að það er svolítið óöryggi í mannskapnum. En við sluppum með það. Þær kannski sköpuðu engin færi en voru hættulegar. Það voru sendingafeilar hjá okkur, við töpuðum návígjum og vorum hrædd við að stíga fram á við. Þær voru svolítið til baka inni í sér, og það er vont í fótbolta, en það jákvæða er að við unnum okkur út úr því og náðum að stíga upp og gera þetta betur,“ sagði Þorsteinn í viðtali við RÚV. Var hann ekki feginn að sjá Hildi skora? „Var það Hildur sem skoraði? Ég sá ekki einu sinni hver skoraði en ég var mjög glaður þegar markið kom. En þegar við vorum með boltann náðum við alveg að skapa eitthvað og búa til hluti. Þetta snýst um að hafa trú á því sem við erum að gera og að líða vel með boltann,“ sagði Þorsteinn sem fagnaði því að eignast tvo nýja markaskorara því Hildur og Diljá voru að skora sitt fyrsta landsliðsmark hvor: „Það er frábært að nýir leikmenn skori. Mér er nákvæmlega sama hver skorar og við fengum tvö mörk í dag, sem dugði og er frábært.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Sjá meira
Sigurinn þýðir að Ísland spilar mikilvægan umspilsleik á heimavelli 28. febrúar en ljóst er að sá leikur getur ekki farið fram á Laugardalsvelli, eina þjóðarleikvangi Evrópu sem ekki er nothæfur á þeim árstíma. KSÍ skoðar nú hvaða möguleikar eru í boði erlendis. Í viðtali við RÚV eftir leikinn í Cardiff í kvöld var Þorsteinn spurður hvar Ísland myndi spila í febrúar: „Ég veit það ekki. Það væri gaman að spyrja íþróttamálaráðherra að því en nei, hann hefur aldrei séð fótboltalandsleik,“ sagði Þorsteinn. „Það væri áhugavert að hitta hann og spyrja hann um þessa hluti. Hann reyndar talar alltaf bara um þjóðarhöll og hefur aldrei minnst á þjóðarleikvang í neinni ræðu, hvar sem hann kemur. Hann hefur aldrei mætt á landsleik, þannig að ég veit ekki alveg hvernig við eigum að ná í hann,“ bætti hann við. „Frábært að nýir leikmenn skori“ Ísland átti erfitt uppdráttar framan af fyrri hálfleik í kvöld en Hildur Antonsdóttir náði að skora mikilvægt mark á 29. mínútu og Dilijá Ýr Zomers bætti við marki á 79. Mínútu, áður en Wales minnkaði muninn í blálok leiksins. Þorsteinn sagði íslensku stelpurnar hafa verið „hálfragar“ í upphafi leiks en unnið sig út úr því: „Auðvitað líður manni aldrei vel þegar maður finnur að það er svolítið óöryggi í mannskapnum. En við sluppum með það. Þær kannski sköpuðu engin færi en voru hættulegar. Það voru sendingafeilar hjá okkur, við töpuðum návígjum og vorum hrædd við að stíga fram á við. Þær voru svolítið til baka inni í sér, og það er vont í fótbolta, en það jákvæða er að við unnum okkur út úr því og náðum að stíga upp og gera þetta betur,“ sagði Þorsteinn í viðtali við RÚV. Var hann ekki feginn að sjá Hildi skora? „Var það Hildur sem skoraði? Ég sá ekki einu sinni hver skoraði en ég var mjög glaður þegar markið kom. En þegar við vorum með boltann náðum við alveg að skapa eitthvað og búa til hluti. Þetta snýst um að hafa trú á því sem við erum að gera og að líða vel með boltann,“ sagði Þorsteinn sem fagnaði því að eignast tvo nýja markaskorara því Hildur og Diljá voru að skora sitt fyrsta landsliðsmark hvor: „Það er frábært að nýir leikmenn skori. Mér er nákvæmlega sama hver skorar og við fengum tvö mörk í dag, sem dugði og er frábært.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Sjá meira