Innlent

Edda Björk farin úr landi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Edda Björk Arnardóttir hefur verið flutt úr landi.
Edda Björk Arnardóttir hefur verið flutt úr landi.

Edda Björk Arnardóttir var framseld til Noregs seinni partinn í dag. Hún hefur verið sökuð um að hafa flutt börn sín í leyfisleysi frá Noregi til Íslands á síðasta ári.

Þetta staðfesti Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Eddu, í samtali við fréttastofu. Landsréttur hafði staðfest ákvörðun héraðsdóms um framsal.

Edda var flutt úr fangelsinu á Hólmsheiði til Keflavíkur í morgun. Hún hafi fengið að pakka saman eignum sínum og var svo flutt á flugvöllinn þar sem norskir lögreglumenn tóku á móti henni.

Edda var handtekin síðasta þriðjudag en í gærkvöldi safnaðist hópur saman fyrir utan fangelsið á Hólmsheiði og reyndi að koma í veg fyrir flutning hennar úr fangelsinu.


Tengdar fréttir

Norskir lögreglumenn mættir til Keflavíkur

Það var embætti ríkissaksóknara sem krafðist þess að Edda Björk Arnardóttir yrði færð úr fangelsinu á Hólmsheiði og til Keflavíkur seint í gærkvöldi. Í Keflavík voru mættir lögreglumenn frá Noregi sem ætluðu að fylgja henni þangað. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×