Ákærður fyrir að reyna að bana fyrrverandi: Lífsýni á áfengisflösku á vettvangi Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2023 12:02 Meint árás mannsins á að hafa átt sér stað í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Maður sem er grunaður um hrottafengna árás gegn fyrrverandi kærustu sinni er ákærður fyrir að reyna að verða henni að bana. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar sem var kveðinn upp í gær um gæsluvarðhald á hendur manninum. Hann hefur setið í varðhaldi frá fjórða september á þessu ári, og í nýjasta úrskurðinum er honum gert að sitja áfram til klukkan fjögur á aðfangadag, 24. desember. Í úrskurðinum er greint frá niðurstöðum lífsýnarannsóknar á áfengisflöskum sem fundust á vettvangi málsins, en DNA-snið sem er eins og DNA-snið mannsins. Jafnframt bendir rannsókn lögreglu á símagögnum til þess að maðurinn hafi verið á vettvangi málsins þegar meint brot áttu sér stað. Í vikunni var greint frá því að maðurinn hefði verið ákærður fyrir árásina, en ekki kom fram hvernig ákæruvaldið myndi vilji heimfæra meint brot. Af því sem kemur fram í úrskurðinum er maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi. Árás í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu Framburður manns, sem segist hafa orðið vitni að árásinni, liggur fyrir í málinu. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann hafi orðið var við mann lemja konu og stappa á höfði hennar. Vitnið hafi séð manninn beygja sig niður að konunni og byrja að kyrkja hana. Þá hafi hann heyrt manninn segja: „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi. „Mjög mikil hætta“ á áframhaldandi ofbeldi Í gæsluvarðhaldsúrskurði Landsréttar kemur fram að lögregla hafi framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Í matsgerðinni komi fram að „mjög mikil hætta“ væru á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Þá segir í úrskurðinum að það myndi „misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu ef maður sem hefur verið ákærður hefur verið fyrir svo alvarlegat ofbeldisbrot gegn fyrrum maka sínum gangi laus áður en málinu er lokið með dómi.“ Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Hann hefur setið í varðhaldi frá fjórða september á þessu ári, og í nýjasta úrskurðinum er honum gert að sitja áfram til klukkan fjögur á aðfangadag, 24. desember. Í úrskurðinum er greint frá niðurstöðum lífsýnarannsóknar á áfengisflöskum sem fundust á vettvangi málsins, en DNA-snið sem er eins og DNA-snið mannsins. Jafnframt bendir rannsókn lögreglu á símagögnum til þess að maðurinn hafi verið á vettvangi málsins þegar meint brot áttu sér stað. Í vikunni var greint frá því að maðurinn hefði verið ákærður fyrir árásina, en ekki kom fram hvernig ákæruvaldið myndi vilji heimfæra meint brot. Af því sem kemur fram í úrskurðinum er maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi. Árás í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu Framburður manns, sem segist hafa orðið vitni að árásinni, liggur fyrir í málinu. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann hafi orðið var við mann lemja konu og stappa á höfði hennar. Vitnið hafi séð manninn beygja sig niður að konunni og byrja að kyrkja hana. Þá hafi hann heyrt manninn segja: „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi. „Mjög mikil hætta“ á áframhaldandi ofbeldi Í gæsluvarðhaldsúrskurði Landsréttar kemur fram að lögregla hafi framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Í matsgerðinni komi fram að „mjög mikil hætta“ væru á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Þá segir í úrskurðinum að það myndi „misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu ef maður sem hefur verið ákærður hefur verið fyrir svo alvarlegat ofbeldisbrot gegn fyrrum maka sínum gangi laus áður en málinu er lokið með dómi.“
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira