Ákæra mann sem grunaður er um alvarlega árás gegn fyrrverandi Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2023 22:25 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manninum. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur sem grunaður er um stórfellda líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni í ágúst síðastliðnum. Þetta staðfestir Kobrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við Vísi. Mbl greindi fyrst frá ákærunni. Í greinargerð lögreglu vegna kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum segir að hann sé grunaður um tilraun til þess að verða fyrrverandi kærustu sinni að bana með því að hafa ráðist á hana og meðal annars lamið og sparkað í höfuð hennar, reynt að kyrkja hana og hent henni í læk í skóglendi. Kolbrún kvaðst ekkert geta gefið upp um það hvort meint brot mannsins sé heimfært undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps eða líkamsárás í ákærunni Talinn líklegur til að beita konuna frekara ofbeldi Kolbrún segir að gæsluvarðhald yfir manninum hafi átt að renna út í dag, vegna þess að hann hafi sætt gæsluvarðhaldi í tólf vikur, en það hefur ítrekað verið framlengt frá því að hann var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir árásina. Héraðssaksóknari hafi því gefið út ákæru og farið fram að gæsluvarðhald verði enn framlengt. Í síðasta úrskurði Landsréttar um framlengingu frá því í byrjun mánaðar sagði að lögregla hefði framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Í matsgerðinni komi fram að „mjög mikil hætta“ væru á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Þá hefur lögregla annað mál mannsins til rannsóknar en þar er hann grunaður um brot í nánu sambandi sínu við konuna, með því að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti víðsvegar um líkamann og punktblæðingar á háls. Vitni kom konunni til bjargar Í málinu liggur fyrir framburður manns sem segist hafa orðið vitni að árásinni. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann varð var við átök. Hann hafi séð mann lemja konu og stappa ofan á höfði hennar. Maðurinn hefði síðan beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi. Í skýrslu hjá lögreglu 26. ágúst lýsti vitnið því að það hefði heyrt öskur og séð konu liggjandi í grasinu og karlmann að yfirbuga hana. Maðurinn hefði sparkað og kýlt í konuna, mestmegnis í andlit hennar. Hann hefði verið að „að reyna að kála henni í andlitið“. Hann hefði síðan farið „að kyrkja hana“ og vitnið þá öskrað. Vitnið lýsti því nánar að maðurinn hefði farið aftan að konunni og ofan á hana þar sem hún hefði legið alveg varnarlaus og sagt „ég skal bara klára þetta núna, þetta verður bara búið“. Hann hefði „basically hótað henni lífláti“, verið mjög reiður, ógnandi og árásargjarn. Hún hefði verið að reyna að losna og öskrað á hjálp. Lögreglumál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Þetta staðfestir Kobrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við Vísi. Mbl greindi fyrst frá ákærunni. Í greinargerð lögreglu vegna kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum segir að hann sé grunaður um tilraun til þess að verða fyrrverandi kærustu sinni að bana með því að hafa ráðist á hana og meðal annars lamið og sparkað í höfuð hennar, reynt að kyrkja hana og hent henni í læk í skóglendi. Kolbrún kvaðst ekkert geta gefið upp um það hvort meint brot mannsins sé heimfært undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps eða líkamsárás í ákærunni Talinn líklegur til að beita konuna frekara ofbeldi Kolbrún segir að gæsluvarðhald yfir manninum hafi átt að renna út í dag, vegna þess að hann hafi sætt gæsluvarðhaldi í tólf vikur, en það hefur ítrekað verið framlengt frá því að hann var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir árásina. Héraðssaksóknari hafi því gefið út ákæru og farið fram að gæsluvarðhald verði enn framlengt. Í síðasta úrskurði Landsréttar um framlengingu frá því í byrjun mánaðar sagði að lögregla hefði framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Í matsgerðinni komi fram að „mjög mikil hætta“ væru á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Þá hefur lögregla annað mál mannsins til rannsóknar en þar er hann grunaður um brot í nánu sambandi sínu við konuna, með því að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti víðsvegar um líkamann og punktblæðingar á háls. Vitni kom konunni til bjargar Í málinu liggur fyrir framburður manns sem segist hafa orðið vitni að árásinni. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann varð var við átök. Hann hafi séð mann lemja konu og stappa ofan á höfði hennar. Maðurinn hefði síðan beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi. Í skýrslu hjá lögreglu 26. ágúst lýsti vitnið því að það hefði heyrt öskur og séð konu liggjandi í grasinu og karlmann að yfirbuga hana. Maðurinn hefði sparkað og kýlt í konuna, mestmegnis í andlit hennar. Hann hefði verið að „að reyna að kála henni í andlitið“. Hann hefði síðan farið „að kyrkja hana“ og vitnið þá öskrað. Vitnið lýsti því nánar að maðurinn hefði farið aftan að konunni og ofan á hana þar sem hún hefði legið alveg varnarlaus og sagt „ég skal bara klára þetta núna, þetta verður bara búið“. Hann hefði „basically hótað henni lífláti“, verið mjög reiður, ógnandi og árásargjarn. Hún hefði verið að reyna að losna og öskrað á hjálp.
Lögreglumál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira