Fótbolti

Ræðst á morgun hvort strákanna bíður draumur eða mar­tröð komist þeir á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson og félagar í íslenska landsliðinu eru ekki komnir á EM en þeir fylgjast samt örugglega spenntir með drættinum á morgun.
Hákon Arnar Haraldsson og félagar í íslenska landsliðinu eru ekki komnir á EM en þeir fylgjast samt örugglega spenntir með drættinum á morgun. Vísir/Hulda Margrét

Evrópumótið í fótbolta fer fram í Þýskalandi næsta sumar og þrátt fyrir að það séu enn laus þrjú sæti á mótinu þá verður dregið í riðla á morgun.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar en framundan er dráttur í riðla lokamótsins í Hamburg í Þýskalandi.

Íslenska liðið gæti lent í riðli með öllum stórþjóðunum Englandi, Danmörku og Hollandi en líka í riðli með góðkunningjum okkar Portúgal, Albaníu og Króatíu.

Danir eru reyndar í þeirri stöðu að geta lent í riðli með Englandi, Hollandi og Ítalíu en það yrði einn rosalegasti riðilinn í sögu Evrópumótsins.

Knattspyrnusamband Evrópu hefur skipt liðunum niður í fjóra styrkleikaflokka.

Sigurvegari úr umspili B verður í fjórða og síðasta styrkleikaflokki. Ísland getur því aldrei endaði í riðli með hinum þjóðunum sem komast í gegnum umspilið en heldur ekki í riðli með Ítalíu, Serbíu eða Sviss.

Hér fyrir ofan og neðan má sjá hvernig styrkleikaflokkarnir líta út.

  • Styrkleikaflokkar
  • Flokkur 1
  • Þýskaland (gestgjafar)
  • Portúgal
  • Frakkland
  • Spánn
  • Belgía
  • England
  • Flokkur 2
  • Ungverjaland
  • Tyrkland
  • Rúmenía
  • Danmörk
  • Albanía
  • Austurríki
  • Flokkur 3
  • Holland
  • Skotland
  • Króatía
  • Slóvenía
  • Slóvakía
  • Tékkland
  • Flokkur 4
  • Ítalía
  • Serbía
  • Sviss
  • Sigurvegari umspils A
  • Sigurvegari umspils B (Ísland)
  • Sigurvegari umspils C



Fleiri fréttir

Sjá meira


×