Umferð hleypt á nýja veginn um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2023 21:00 Neðan Hallsteinsness liggur vegurinn um vogskorna ströndina. Séð inn Þorskafjörð. Egill Aðalsteinsson Stór stund rennur upp í vegamálum Vestfirðinga á morgun þegar vegurinn umdeildi um Teigsskóg verður opnaður umferð. Í dag var jafnframt skrifað undir verksamning um næsta verkáfanga; gerð vegfyllinga yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að það verður klukkan tvö á morgun sem Vegagerðin ætlar að opna veginn. Verkefnið snýst um endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Þar eru síðustu malarkaflarnir á leiðinni milli Reykjavíkur og Patreksfjarðar en einnig er markmiðið að losna við tvo fjallvegi, Ódrjúgsháls og Hjallaháls, og fá láglendisveg í staðinn. Svona verður Vestfjarðavegur um Gufudalssveit eftir opnun nýju vegarkaflanna klukkan 14 á morgun.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Brúin yfir Þorskafjörð var opnuð í síðasta mánuði með tíu kílómetra styttingu. Á morgun, fullveldisdaginn 1. desember, opnast vegurinn um Teigsskóg en einnig nýr sveitavegur um austanverðan Djúpafjörð. Þar með færist þjóðvegurinn af 336 metra háum Hjallahálsi, fer út fyrir Hallsteinsnes og um austanverðan Djúpafjörð, en vegfarendur þurfa þó áfram að aka yfir Ódrjúgsháls. En aðeins tímabundið því framundan eru síðustu áfangarnir, að brúa Djúpafjörð og Gufufjörð. Veglínan ofan hins eiginlega Teigsskógar.Egill Aðalsteinsson Svo vill til að núna síðdegis skrifuðu vegamálastjóri og framkvæmdastjóri Borgarverks undir verksamning um gerð jarðvegsfyllinga yfir firðina. Þegar tilboð voru opnuð í síðasta mánuði reyndist Borgarverk eiga lægsta boð, upp á 838 milljónir króna, eða 74 prósent af áætluðum kostnaði og nærri 300 milljónum króna undir. Borgarverk er þegar með tæki og mannskap á staðnum sem verktaki vegarins um Teigsskóg. Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks, og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri handsala verksamning eftir undirritun síðdegis.Vegagerðin/Sólveig Gísladóttir Lokaáfanginn verður svo að smíða þrjár brýr yfir firðina tvo. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði við opnun Þorskafjarðarbrúar í síðasta mánuði að brúasmíðin yrði boðin út á næsta ári. Kvaðst hann vona að verkinu lyki árið 2026 eða í síðasta lagi árið 2027. Á drónamyndum í frétt Stöðvar 2 sést að þegar er búið að gera fyrsta hluta vegfyllingar út í Djúpafjörð. Þar geta áhorfendur einnig glöggvað sig á vegstæðinu um Teigsskóg. Nánar í frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Samgöngur Vegagerð Umferðaröryggi Umhverfismál Reykhólahreppur Tengdar fréttir Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10 Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. 25. október 2023 22:22 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að það verður klukkan tvö á morgun sem Vegagerðin ætlar að opna veginn. Verkefnið snýst um endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Þar eru síðustu malarkaflarnir á leiðinni milli Reykjavíkur og Patreksfjarðar en einnig er markmiðið að losna við tvo fjallvegi, Ódrjúgsháls og Hjallaháls, og fá láglendisveg í staðinn. Svona verður Vestfjarðavegur um Gufudalssveit eftir opnun nýju vegarkaflanna klukkan 14 á morgun.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Brúin yfir Þorskafjörð var opnuð í síðasta mánuði með tíu kílómetra styttingu. Á morgun, fullveldisdaginn 1. desember, opnast vegurinn um Teigsskóg en einnig nýr sveitavegur um austanverðan Djúpafjörð. Þar með færist þjóðvegurinn af 336 metra háum Hjallahálsi, fer út fyrir Hallsteinsnes og um austanverðan Djúpafjörð, en vegfarendur þurfa þó áfram að aka yfir Ódrjúgsháls. En aðeins tímabundið því framundan eru síðustu áfangarnir, að brúa Djúpafjörð og Gufufjörð. Veglínan ofan hins eiginlega Teigsskógar.Egill Aðalsteinsson Svo vill til að núna síðdegis skrifuðu vegamálastjóri og framkvæmdastjóri Borgarverks undir verksamning um gerð jarðvegsfyllinga yfir firðina. Þegar tilboð voru opnuð í síðasta mánuði reyndist Borgarverk eiga lægsta boð, upp á 838 milljónir króna, eða 74 prósent af áætluðum kostnaði og nærri 300 milljónum króna undir. Borgarverk er þegar með tæki og mannskap á staðnum sem verktaki vegarins um Teigsskóg. Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks, og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri handsala verksamning eftir undirritun síðdegis.Vegagerðin/Sólveig Gísladóttir Lokaáfanginn verður svo að smíða þrjár brýr yfir firðina tvo. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði við opnun Þorskafjarðarbrúar í síðasta mánuði að brúasmíðin yrði boðin út á næsta ári. Kvaðst hann vona að verkinu lyki árið 2026 eða í síðasta lagi árið 2027. Á drónamyndum í frétt Stöðvar 2 sést að þegar er búið að gera fyrsta hluta vegfyllingar út í Djúpafjörð. Þar geta áhorfendur einnig glöggvað sig á vegstæðinu um Teigsskóg. Nánar í frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Samgöngur Vegagerð Umferðaröryggi Umhverfismál Reykhólahreppur Tengdar fréttir Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10 Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. 25. október 2023 22:22 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10
Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. 25. október 2023 22:22
Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22
Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23