Fótbolti

Leikur stöðvaður því snjó­boltum rigndi yfir mark­vörð gestanna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það var mikið fjör á leik HJK og Aberdeen.
Það var mikið fjör á leik HJK og Aberdeen. Twitter@archiert1

Stöðva þurfti leik HJK og Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu þar sem stuðningsfólk heimamanna gat ekki hætt að kasta snjóboltum í markvörð Skotanna.

HJK komst 2-0 yfir gegn Aberdeen en gestirnir svöruðu fyrir sig og jöfnuðu leikinn, lokatölur 2-2. Jafnteflið gerir hins vegar ekkert fyrir lðin sem eru í 3. og 4. sæti G-riðils og eiga ekki möguleika á að komast áfram.

Það vakti hins vegar athygli að dómari leiksins stöðvaði leikinn tímabundið í stöðunni 2-1. Á sama tíma heyrðist í kallkerfi vallarins að ekki mætta kasta hlutum inn á völlinn en þá hafði snjóboltum rignt yfir Kelle Roos, markvörð Aberdeen.

Í A-riðli kom Hákon Arnar Haraldsson inn af varamannabekknum hjá Lille þegar franska félagið vann 2-0 útisigur á Olimpija. Hákon Arnar spilaði rúman stundarfjórðung og nældi sér í gult spjald.

Lille trónir á topp riðilsins með 11 stig en þarf sigur gegn KÍ Klaksvík til að tryggja sér efsta sætið.

Önnur úrslit

  • FC Astana 0-2 Dinamo Zagreb
  • AZ Alkmaar 1-0 Zrinjski
  • Besiktas 0-5 Club Brugge
  • Bodo/Glimt 5-2 Lugano
  • FC Balkani 0-1 Plzen
  • Gent 4-0 Zorya Luhansk
  • KÍ Klaksvík 1-2 Slovan Bratislava

Tengdar fréttir

Sjáðu mörkin á Kópavogsvelli

Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Maccabi Tel Aviv, 1-2, þegar liðin áttust við í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×