Innlent

Bana­slys í Reykja­nes­bæ

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slysið varð á tólfta tímanum í morgun.
Slysið varð á tólfta tímanum í morgun.

Alvarlegt vinnuslys varð við Fitjabraut í Reykjanesbæ í morgun þar sem maður lést. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þar segir að tilkynning hafi borist lögreglu klukkan 11:27 um slysið alvarlega. Viðbragðsaðilar hafi þegar haldið á vettvang.

„Ljóst var þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang að um banaslys var að ræða. Unnið er að rannsókn málsins og frekari upplýsingar verða ekki veitta að svo stöddu,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Samkvæmt heimildum fréttastofu heyrðist mikil sprenging á svæðinu þegar slysið varð. Fitjabraut er að mestu iðnaðarhverfi við höfnina í Reykjanesbæ.


Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×