Gleðitíðindi að spila á Kópavogsvelli þar sem Blikar „þekkja hvert gervigras“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 11:30 Höskuldur Gunnlaugsson fær að leiða liðið sitt út á Kópavogsvöll í Sambandsdeildinni í dag. Vísir/Arnar Höskuldur Gunnlaugsson fagnar því að Blikar fá að spila leikinn á móti ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu á þeirra eigin heimavelli í riðlakeppninni en ekki í Laugardalnum. Það kom þó ekki af góðu því færa þurfti leikinn af Laugardalsvellinum vegna veðuraðstæðna. UEFA tók þá einhliða ákvörðun að færa leikinn og vegna þess að flóðlýsingin á Kópavogsvellinum stenst ekki kröfur sambandsins þá þarf að spila leikinn klukkan 13.00 í dag. Blikar þurfa samt ekki að kvarta sjálfir yfir þessari breytingu enda spila þeir núna við aðstæður sem þeir þekkja svo vel. „Hér líður okkur einstaklega vel og þekkjum hvert gervigras. Þetta er bara fagnaðarefni að fá að spila í riðlakeppninni sjálfri á Kópavogsvelli. Gleðitíðindi í heildina,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliksliðsins. Klippa: Hér líður okkur einstaklega vel og þekkjum hvert gervigras Breiðablik hefur tapað öllum leikjum sínum í keppninni til þessa en átt nokkra góða leiki engu að síður. Þeir töpuðu fyrri leiknum á móti ísraelska félaginu 3-2. Sama hugrekki og ákefð „Við gáfum þeim alvöru leik og við vorum búnir að minnka þetta niður í eitt mark nokkuð snemma í seinni hálfleik. Við vorum á erfiðum útivelli og ég vil í grunninn sjá sama hugrekki og sömu ákefð,“ sagði Höskuldur. „Það sem betur mætti fara væri slæmi kaflinn í leiknum. Við reynum að lengja í góða kaflanum og hafa slæma kaflann ekki jafn dýrkeyptan,“ sagði Höskuldur. Heldur hann að stórstjörnurnar í Maccabi Tel Aviv séu pirraðir að þurfa að mæta klukkan eitt á gervigras. „Eflaust í einhverjum tilfellum en ég get ekki svarað fyrir þá persónulega. Ég held samt, eins og Halldór hafi sagt einhvers staðar, að heilt yfir fyrir þennan leik þá ætti þetta að vera til hins betra. Fótboltalega séð. Að vera hér á spegilsléttum og upphituðum gervigrasvelli frekar en að glíma við krefjandi aðstæður á Laugardalsvelli,“ sagði Höskuldur. Líka góð lengding fyrir þá „Ég held að þetta sé ekki bara góð lending fyrir okkur heldur líka fyrir þá,“ sagði Höskuldur. Blikar eru að fara spila fótboltaleik en fyrir leikinn er verið að tala um hluti eins og átök Ísraels og Palestínu og að Blikar ættu mögulega ekki að mæta til leiks. Fer þetta eitthvað í hausinn á Höskuldi? „Auðvitað er maður ekkert ónæmur fyrir þessu. Maður lifir ekki í helli og er ekkert ónæmur fyrir umræðu og áköllum. Maður er bara mennskur hvað það varðar. Þetta hefur einhver áhrif en ég er í því starfi að einbeita mér að því að mæta til leiks í þennan fótboltaleik,“ sagði Höskuldur. Engar yfirlýsingar „Ég held að ég sé ekki bestur til þess fallinn að fara að vera með einhverjar yfirlýsingar eða skoðanir hvað það varðar. Ef maður skoðar þetta aðeins lengra þá er það eina sem við getum gert, í þeirri stöðu sem er núna, er að mæta til leiks til að taka á þeim og reyna að sigra þá,“ sagði Höskuldur. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira
UEFA tók þá einhliða ákvörðun að færa leikinn og vegna þess að flóðlýsingin á Kópavogsvellinum stenst ekki kröfur sambandsins þá þarf að spila leikinn klukkan 13.00 í dag. Blikar þurfa samt ekki að kvarta sjálfir yfir þessari breytingu enda spila þeir núna við aðstæður sem þeir þekkja svo vel. „Hér líður okkur einstaklega vel og þekkjum hvert gervigras. Þetta er bara fagnaðarefni að fá að spila í riðlakeppninni sjálfri á Kópavogsvelli. Gleðitíðindi í heildina,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliksliðsins. Klippa: Hér líður okkur einstaklega vel og þekkjum hvert gervigras Breiðablik hefur tapað öllum leikjum sínum í keppninni til þessa en átt nokkra góða leiki engu að síður. Þeir töpuðu fyrri leiknum á móti ísraelska félaginu 3-2. Sama hugrekki og ákefð „Við gáfum þeim alvöru leik og við vorum búnir að minnka þetta niður í eitt mark nokkuð snemma í seinni hálfleik. Við vorum á erfiðum útivelli og ég vil í grunninn sjá sama hugrekki og sömu ákefð,“ sagði Höskuldur. „Það sem betur mætti fara væri slæmi kaflinn í leiknum. Við reynum að lengja í góða kaflanum og hafa slæma kaflann ekki jafn dýrkeyptan,“ sagði Höskuldur. Heldur hann að stórstjörnurnar í Maccabi Tel Aviv séu pirraðir að þurfa að mæta klukkan eitt á gervigras. „Eflaust í einhverjum tilfellum en ég get ekki svarað fyrir þá persónulega. Ég held samt, eins og Halldór hafi sagt einhvers staðar, að heilt yfir fyrir þennan leik þá ætti þetta að vera til hins betra. Fótboltalega séð. Að vera hér á spegilsléttum og upphituðum gervigrasvelli frekar en að glíma við krefjandi aðstæður á Laugardalsvelli,“ sagði Höskuldur. Líka góð lengding fyrir þá „Ég held að þetta sé ekki bara góð lending fyrir okkur heldur líka fyrir þá,“ sagði Höskuldur. Blikar eru að fara spila fótboltaleik en fyrir leikinn er verið að tala um hluti eins og átök Ísraels og Palestínu og að Blikar ættu mögulega ekki að mæta til leiks. Fer þetta eitthvað í hausinn á Höskuldi? „Auðvitað er maður ekkert ónæmur fyrir þessu. Maður lifir ekki í helli og er ekkert ónæmur fyrir umræðu og áköllum. Maður er bara mennskur hvað það varðar. Þetta hefur einhver áhrif en ég er í því starfi að einbeita mér að því að mæta til leiks í þennan fótboltaleik,“ sagði Höskuldur. Engar yfirlýsingar „Ég held að ég sé ekki bestur til þess fallinn að fara að vera með einhverjar yfirlýsingar eða skoðanir hvað það varðar. Ef maður skoðar þetta aðeins lengra þá er það eina sem við getum gert, í þeirri stöðu sem er núna, er að mæta til leiks til að taka á þeim og reyna að sigra þá,“ sagði Höskuldur. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira