Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2023 16:34 Karl Gauti Hjaltason er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. vísir/Vilhelm Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. Skemmdirnar á vatnslögninni sem er á sjávarbotni við innsiglinguna í Vestmannaeyjahöfn teygja sig yfir þrjú hundruð metra. Akkeri Hugins VE festist í lögninni og varð til þess að hlífðarkápa á lögninni losnaði. Vatnslögnin liggur samsíða rafmagnsköplum frá landi til Eyja. Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. Enginn vatnsskortur er þó í Eyjum og engin ástæða fyrir Vestmannaeyinga að spara vatn að sögn Karls Gauta Hjaltasonar lögreglustjóra. Málið er litið alvarlegum augum og var gert samkomulag um starfslok við skipstjóra og stýrimann Hugins VE í umræddri ferð. „Þetta mál er til rannsóknar. Markmiðið er að upplýsa hvað gerðist. Hvort það hafi verið einhver bilun í tækjabúnði eða einhver mistök gerð,“ segir Karl Gauti. Það sé markmið rannsóknarinnar. Skýrslutökur séu hafnar en ekki lokið. Koma verði í ljós hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað sem varð til þess að akkerið féll með fyrrnefndum afleiðingum. „Það er mikið myndefni sem við þurfum að fara yfir. Aðallega úr eftirlitsmyndavélum úr skipinu,“ segir Karl Gauti. Þá sé fyrirhugað sjópróf á morgun þar sem sigla eigi skipinu úr höfn og leika eftir innsiglinguna til að fá betri mynd á atburðarásina. Héraðsdómur Suðurlands standi fyrir sjóprófinu. Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Vatn Lögreglumál Tengdar fréttir „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18 Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22 Þurfa fleiri daga til að meta ástand leiðslunnar Erlendir sérfræðingar sem hafa neysluvatnslögn til Vestmannaeyja til skoðunar vegna tjóns telja sig þurfa fleiri daga til að meta ástand hennar. 21. nóvember 2023 21:43 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Skemmdirnar á vatnslögninni sem er á sjávarbotni við innsiglinguna í Vestmannaeyjahöfn teygja sig yfir þrjú hundruð metra. Akkeri Hugins VE festist í lögninni og varð til þess að hlífðarkápa á lögninni losnaði. Vatnslögnin liggur samsíða rafmagnsköplum frá landi til Eyja. Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. Enginn vatnsskortur er þó í Eyjum og engin ástæða fyrir Vestmannaeyinga að spara vatn að sögn Karls Gauta Hjaltasonar lögreglustjóra. Málið er litið alvarlegum augum og var gert samkomulag um starfslok við skipstjóra og stýrimann Hugins VE í umræddri ferð. „Þetta mál er til rannsóknar. Markmiðið er að upplýsa hvað gerðist. Hvort það hafi verið einhver bilun í tækjabúnði eða einhver mistök gerð,“ segir Karl Gauti. Það sé markmið rannsóknarinnar. Skýrslutökur séu hafnar en ekki lokið. Koma verði í ljós hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað sem varð til þess að akkerið féll með fyrrnefndum afleiðingum. „Það er mikið myndefni sem við þurfum að fara yfir. Aðallega úr eftirlitsmyndavélum úr skipinu,“ segir Karl Gauti. Þá sé fyrirhugað sjópróf á morgun þar sem sigla eigi skipinu úr höfn og leika eftir innsiglinguna til að fá betri mynd á atburðarásina. Héraðsdómur Suðurlands standi fyrir sjóprófinu.
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Vatn Lögreglumál Tengdar fréttir „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18 Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22 Þurfa fleiri daga til að meta ástand leiðslunnar Erlendir sérfræðingar sem hafa neysluvatnslögn til Vestmannaeyja til skoðunar vegna tjóns telja sig þurfa fleiri daga til að meta ástand hennar. 21. nóvember 2023 21:43 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
„Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18
Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22
Þurfa fleiri daga til að meta ástand leiðslunnar Erlendir sérfræðingar sem hafa neysluvatnslögn til Vestmannaeyja til skoðunar vegna tjóns telja sig þurfa fleiri daga til að meta ástand hennar. 21. nóvember 2023 21:43