Arsenal öruggt með fyrsta sætið eftir upp­rúllun

Smári Jökull Jónsson skrifar
Gabriel Jesus í baráttu við þrjá leikmenn Lens í kvöld.
Gabriel Jesus í baráttu við þrjá leikmenn Lens í kvöld. Vísir/Getty

Arsenal náði heldur betur að hefna fyrir tapið gegn Lens í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í knattspyrnu. Arsenal niðurlægði franska liðið á heimavelli í kvöld.

Það var greinilegt að lærisveinar Mikel Arteta ætluðu ekki að láta Lens vinna sig tvisvar í þessari riðlakeppni. Eftir tæplega hálftíma leik var staðan orðin 4-0 eftir mörk frá Kai Havertz, Gabriel Jesus, Bukayo Saka og Gabriel Martinelli.

Martin Ödegaard bætti fimmta markinu við úr vítaspyrnu skömmu fyrir lok fyrri hálfleik og staðan í hálfleik 5-0. Heimamenn slökuðu aðeins á í síðari hálfleiknum en bættu þó við einu marki. Það kom undir lokin og nú var það Jorginho sem fékk að spreyta sig á vítapunktinum. Hann skoraði af öryggi og tryggði Arsenal 6-0 sigur.

Arsenal er því öruggt í fyrsta sæti B-riðils þó ein umferð sé eftir af riðlakeppninni og PSV er komið langleiðina í 16-liða úrslitin en liðið er með þriggja stiga forystu á Lens.

Bein lýsing

Leikirnir


    Fleiri fréttir

    Sjá meira