Innlent

Mesta eignar­tjón síðan í Suður­lands­skjálftanum

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Töluverðar skemmdir urðu á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík í jarðskjálftunum.
Töluverðar skemmdir urðu á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík í jarðskjálftunum. Vísir/Vilhelm

Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008.

Náttúruhamfarartryggingu Íslands hafa borist ríflega hundrað og fimmtíu tilkynningar um tjón á húsum og innbúum í Grindavík. Matsmenn hafa verið í bænum síðustu daga og verða áfram út vikuna til að meta tjón. 

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfarartryggingar Íslands, segir að eftir daginn í dag verði búið að skoða um sextíu fasteignir.

„Við höfum fyrst og fremst núna verið að einbeita okkur að þessari svokallaðri stóru sprungu eða sigdal sem liggur í gengum allan bæinn og við höfum fyrst og fremst svona myndina af því hversu mörg hús þar í kring eru með altjón. Okkur sýnist að það gæti alveg verið á fleiri stöðum í bænum sem að við höfum ekki komist í að skoða enn þá en þetta eru væntanlega einhvers staðar í kringum tuttugu hús að minnsta kosti sem við erum að horfa á að þetta gæti átt við.“

Um fimm þúsund tilkynningar bárust um tjón í Suðurlandsskjálftanum en Hulda segir að tjónið nú sé minna.

„Ég held að við getum alveg sagt að þetta er stærsti atburður sem að hefur orðið síðan 2008 þegar jarðskjálftinn varð á Suðurlandi og það varð mikið tjón þá bæði á Selfossi og Hveragerði og nærsveitum þar. Þannig að þetta er stærsta tjón síðan þá.“


Tengdar fréttir

Byrjað að fylla í sprunguna

Framkvæmdir við sprunguna sem varð til við jarðhræringarnar í Grindavík eru hafnar við Austurveg. Tækja- og vélamaður hjá Grindavíkurbæ segir lagnirnar líta mjög vel út miðað við það sem reiknað var með. 

Þýðingarmikið að sjá líf kvikna í Grindavík

Tómas Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Arctic Saga, og Jóhann Vignir Gunnarsson sem sér um markaðsmál hjá Þorbirni hf. í Grindavík mættu til vinnu í fiskvinnslu í Grindavík í dag. Þeir segja flesta jákvæða en skjálfta í mörgum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×