„Van Gogh-stjórinn“ tilbúinn að láta „Taívan“ af hendi Jón Þór Stefánsson skrifar 29. nóvember 2023 07:01 Taívan-eyjan er við strendur Dubai, í eyjaklasa sem á að líkja eftir heimskorti, þó það sjáist líklega ekki á þessari mynd. Þess má geta að Íslands-eyja er ekki í klasanum. EPA Sakborningur í umfangsmiklu dómsmáli á Ítalíu hefur boðið stjórnvöldum landsins eyju sem hann á við strönd Dubai, stærstu borgar Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Það gerir hann í von um að fá vægari dóm. Nafn mannsins er Raffaele Imperiale og hann er grunaður um að hafa staðið í innflutningi á fíkniefnum, sérstaklega kókaíni frá Perú, en því er haldið fram að starfsemi hans hafi verið ein sú umfangsmesta í heimi. The Guardian fjallar um málið, en Raffaele er sagður eiga yfir höfði sér tæplega fimmtán ára dóm. Réttarhöld í máli hans og tuttugu annara standa nú yfir í Napólí-borg. Raffaele er sagður hafa verið samstarfsfús yfirvöldum. Til að mynda gaf hann lögreglu tvö málverk, eftir hollenska listmálarann Vincent Van Gogh, árið 2016. Hann hafði haft þau til sýnis á heimili sínu í Dubai, en nú er þau komin á vegg Van Gogh-safnsins í Amsterdam. Um er að ræða málverkin Congregation Leaving the Reformed Church in Nuene frá 1884 og View of the Sea at Scheveningen frá 1882. Málverkunum hafði verið stolið úr listasafni í Amsterdam árið 2002. Fyrir vikið hlaut Raffaele viðurnefnið „Van Gogh-stjórinn“. Ekki nóg með það heldur býður hann nú yfirvöldum eyju, líkt og áður segir. Um er að ræða eyju sem er í manngerðum eyjaklasa við strendur Dubai. Eyjaklasinn heitir Heimurinn, en eyjunum er gert að líka eftir heimskorti. Eyja Raffaele stendur fyrir Taívan á heimskortinu, enda heitir eyjan það sama. Hún er verðmetin á níu til tólf milljarða íslenskra króna. Raffaele vonast eftir því að fá vægari dóm fyrir vikið. Saksóknari segir að nú sé boð hans til skoðunar, en ljóst sé að tilraun hans til málamiðlunar sé einlæg. Ítalía Sameinuðu arabísku furstadæmin Holland Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Nafn mannsins er Raffaele Imperiale og hann er grunaður um að hafa staðið í innflutningi á fíkniefnum, sérstaklega kókaíni frá Perú, en því er haldið fram að starfsemi hans hafi verið ein sú umfangsmesta í heimi. The Guardian fjallar um málið, en Raffaele er sagður eiga yfir höfði sér tæplega fimmtán ára dóm. Réttarhöld í máli hans og tuttugu annara standa nú yfir í Napólí-borg. Raffaele er sagður hafa verið samstarfsfús yfirvöldum. Til að mynda gaf hann lögreglu tvö málverk, eftir hollenska listmálarann Vincent Van Gogh, árið 2016. Hann hafði haft þau til sýnis á heimili sínu í Dubai, en nú er þau komin á vegg Van Gogh-safnsins í Amsterdam. Um er að ræða málverkin Congregation Leaving the Reformed Church in Nuene frá 1884 og View of the Sea at Scheveningen frá 1882. Málverkunum hafði verið stolið úr listasafni í Amsterdam árið 2002. Fyrir vikið hlaut Raffaele viðurnefnið „Van Gogh-stjórinn“. Ekki nóg með það heldur býður hann nú yfirvöldum eyju, líkt og áður segir. Um er að ræða eyju sem er í manngerðum eyjaklasa við strendur Dubai. Eyjaklasinn heitir Heimurinn, en eyjunum er gert að líka eftir heimskorti. Eyja Raffaele stendur fyrir Taívan á heimskortinu, enda heitir eyjan það sama. Hún er verðmetin á níu til tólf milljarða íslenskra króna. Raffaele vonast eftir því að fá vægari dóm fyrir vikið. Saksóknari segir að nú sé boð hans til skoðunar, en ljóst sé að tilraun hans til málamiðlunar sé einlæg.
Ítalía Sameinuðu arabísku furstadæmin Holland Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira