Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Lovísa Arnardóttir skrifar 28. nóvember 2023 15:56 Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það rétt barna að vera höfð með í ráðum samvæmt tólftu grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur á Íslandi. Vísir/Einar og Getty Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. Langflestir skólar hafa sett reglur um símanotkun nemenda og nemendur komið að gerð reglnanna í rúmlega helmingi þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umboðsmanni barna en embættið framkvæmdi í október könnun meðal allra grunnskóla á landinu þar sem spurt var um reglur varðandi farsíma í skólum. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í skýrslu um stöðu barna sem var lögð fram fyrir barnaþing 2023. Í tilkynningu umboðsmanns segir að af 129 grunnskólum á landinu sem svöruðu könnun voru reglur í 126 þeirra. Nemendur komu að gerð reglnanna í 72 skólum eða 59 prósent þeirra. Símar voru leyfðir í 70 skólum eða 54 prósent þeirra en samkvæmt könnuninni er algengara að nemendur í 8. til 10. bekk megi nota síma. Alls er það heimilt í 65 skólum fyrir 8. bekk og 66 skólum fyrir 9. og 10. bekk. Í aðeins 22 skólum eru símar leyfðir fyrir nemendur í 1. til 7. bekk. Rúmur helmingur nemenda kom að gerð reglna um farsímanotkun. Umboðsmaður barna Þá kom einnig fram í könnuninni að notkunin væri oft háð takmörkunum, leyfð á ákveðnum tímum og skilgreindum svæðum. Þá er það oft þannig að nemendur megi koma með símann en að hann eigi að vera í tösku nemanda og slökkt á honum á skólatíma. Í nokkrum svörum voru nefndar ástæður þess að nemendum sé heimilt að taka síma með sér í skólann og kom þar til dæmis fram að nemendur séu í sumum tilfellum með strætókort og greiðslukort í símunum og þá liggi ákveðin öryggissjónarmið þar að baki fyrir nemendur á leið í og úr skóla. Í einhverjum skólum eru símar alveg bannaðir en svo voru einhver dæmi um það að einn dagur í viku væri símalaus eða jafnvel einn mánuður. Farsímanotkun er aðeins leyft í 22 prósent skóla fyrir börn í 1. til 7. bekk. Umboðsmaður barna Þá segir í tilkynningu umboðsmanns að nokkur samhljómur hafi verið í svörum um mikilvægi þess að reglur um símanotkun á skólatíma séu samdar í samráði við starfsfólk, nemendur og foreldra. „Niðurstöður könnunarinnar bera það með sér að nær allir grunnskólar hafi sett reglur um notkun farsíma og er það von umboðsmanns barna að nemendur taki ávallt þátt í því að endurskoða og semja slíkar reglur í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Enda er það réttur barna að vera höfð með í ráðum og skylda stjórnvalda að veita þeim raunveruleg tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif,“ segir í tilkynningunni og að nemendaráð geti gegnt mikilvægu hlutverki í að upplýsa nemendur og hvetja þá til þess að taka þátt í samráði og samtali við stjórnendur og starfsfólk skóla. Réttindi barna Fjarskipti Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Síminn vandamál en unnið að lausn Forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu segir að síminn sé nauðsynlegur í starfsemi stofnunarinnar en viðurkennir þó að of mikil símanotkun á vinnutíma sé vandamál og skerði þjónustu við íbúa. Unnið sé að lausn í málinu. 30. október 2023 15:33 Bannað að vera í símanum Nýjar reglur hafa tekið gildi á hjúkrúnarheimilunum Eir, Skjóli og Hömrum þar sem starfsmönnum er ekki lengur heimilt að vera í símanum í sameiginlegum rýmum stofnananna jafnt á vinnutíma og í kaffipásum. 29. október 2023 08:00 Vill frekar banna síma utan en innan skóla Formaður Kennarasambands Íslands segir það enga töfralausn að banna símanotkun barna í grunnskólum. Félagskvíði sé til að mynda vandamál meðal stúlkna allt niður í þriðja bekk og það komi ekki til vegna síma. 16. október 2023 11:10 Símanotkun í skólum stórt vandamál Aðstoðarskólastjóri í grunnskóla segir morgunljóst að eitthvað þurfi að gera til að draga úr símanotkun barna og unglinga innan veggja skólans. Með því muni líðan barnanna batna og námsárangur þeirra aukast. 8. ágúst 2023 20:03 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
Langflestir skólar hafa sett reglur um símanotkun nemenda og nemendur komið að gerð reglnanna í rúmlega helmingi þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umboðsmanni barna en embættið framkvæmdi í október könnun meðal allra grunnskóla á landinu þar sem spurt var um reglur varðandi farsíma í skólum. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í skýrslu um stöðu barna sem var lögð fram fyrir barnaþing 2023. Í tilkynningu umboðsmanns segir að af 129 grunnskólum á landinu sem svöruðu könnun voru reglur í 126 þeirra. Nemendur komu að gerð reglnanna í 72 skólum eða 59 prósent þeirra. Símar voru leyfðir í 70 skólum eða 54 prósent þeirra en samkvæmt könnuninni er algengara að nemendur í 8. til 10. bekk megi nota síma. Alls er það heimilt í 65 skólum fyrir 8. bekk og 66 skólum fyrir 9. og 10. bekk. Í aðeins 22 skólum eru símar leyfðir fyrir nemendur í 1. til 7. bekk. Rúmur helmingur nemenda kom að gerð reglna um farsímanotkun. Umboðsmaður barna Þá kom einnig fram í könnuninni að notkunin væri oft háð takmörkunum, leyfð á ákveðnum tímum og skilgreindum svæðum. Þá er það oft þannig að nemendur megi koma með símann en að hann eigi að vera í tösku nemanda og slökkt á honum á skólatíma. Í nokkrum svörum voru nefndar ástæður þess að nemendum sé heimilt að taka síma með sér í skólann og kom þar til dæmis fram að nemendur séu í sumum tilfellum með strætókort og greiðslukort í símunum og þá liggi ákveðin öryggissjónarmið þar að baki fyrir nemendur á leið í og úr skóla. Í einhverjum skólum eru símar alveg bannaðir en svo voru einhver dæmi um það að einn dagur í viku væri símalaus eða jafnvel einn mánuður. Farsímanotkun er aðeins leyft í 22 prósent skóla fyrir börn í 1. til 7. bekk. Umboðsmaður barna Þá segir í tilkynningu umboðsmanns að nokkur samhljómur hafi verið í svörum um mikilvægi þess að reglur um símanotkun á skólatíma séu samdar í samráði við starfsfólk, nemendur og foreldra. „Niðurstöður könnunarinnar bera það með sér að nær allir grunnskólar hafi sett reglur um notkun farsíma og er það von umboðsmanns barna að nemendur taki ávallt þátt í því að endurskoða og semja slíkar reglur í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Enda er það réttur barna að vera höfð með í ráðum og skylda stjórnvalda að veita þeim raunveruleg tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif,“ segir í tilkynningunni og að nemendaráð geti gegnt mikilvægu hlutverki í að upplýsa nemendur og hvetja þá til þess að taka þátt í samráði og samtali við stjórnendur og starfsfólk skóla.
Réttindi barna Fjarskipti Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Síminn vandamál en unnið að lausn Forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu segir að síminn sé nauðsynlegur í starfsemi stofnunarinnar en viðurkennir þó að of mikil símanotkun á vinnutíma sé vandamál og skerði þjónustu við íbúa. Unnið sé að lausn í málinu. 30. október 2023 15:33 Bannað að vera í símanum Nýjar reglur hafa tekið gildi á hjúkrúnarheimilunum Eir, Skjóli og Hömrum þar sem starfsmönnum er ekki lengur heimilt að vera í símanum í sameiginlegum rýmum stofnananna jafnt á vinnutíma og í kaffipásum. 29. október 2023 08:00 Vill frekar banna síma utan en innan skóla Formaður Kennarasambands Íslands segir það enga töfralausn að banna símanotkun barna í grunnskólum. Félagskvíði sé til að mynda vandamál meðal stúlkna allt niður í þriðja bekk og það komi ekki til vegna síma. 16. október 2023 11:10 Símanotkun í skólum stórt vandamál Aðstoðarskólastjóri í grunnskóla segir morgunljóst að eitthvað þurfi að gera til að draga úr símanotkun barna og unglinga innan veggja skólans. Með því muni líðan barnanna batna og námsárangur þeirra aukast. 8. ágúst 2023 20:03 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
Síminn vandamál en unnið að lausn Forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu segir að síminn sé nauðsynlegur í starfsemi stofnunarinnar en viðurkennir þó að of mikil símanotkun á vinnutíma sé vandamál og skerði þjónustu við íbúa. Unnið sé að lausn í málinu. 30. október 2023 15:33
Bannað að vera í símanum Nýjar reglur hafa tekið gildi á hjúkrúnarheimilunum Eir, Skjóli og Hömrum þar sem starfsmönnum er ekki lengur heimilt að vera í símanum í sameiginlegum rýmum stofnananna jafnt á vinnutíma og í kaffipásum. 29. október 2023 08:00
Vill frekar banna síma utan en innan skóla Formaður Kennarasambands Íslands segir það enga töfralausn að banna símanotkun barna í grunnskólum. Félagskvíði sé til að mynda vandamál meðal stúlkna allt niður í þriðja bekk og það komi ekki til vegna síma. 16. október 2023 11:10
Símanotkun í skólum stórt vandamál Aðstoðarskólastjóri í grunnskóla segir morgunljóst að eitthvað þurfi að gera til að draga úr símanotkun barna og unglinga innan veggja skólans. Með því muni líðan barnanna batna og námsárangur þeirra aukast. 8. ágúst 2023 20:03