Óttast að vopnavæðing lögreglu auki ofbeldi í samfélaginu Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2023 19:20 Lögreglan fékk nýlega heimildir til að beita rafbyssum. Þá var mikið magn skotvopna keypt til landsins vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í maí. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata gagnrýnir aukinn vopnaburð lögreglu með rafbyssum og óttast að hann muni stigmagna ofbeldi í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir enga stefnubreytingu hafa átt sér stað varðandi valdbeitingarheimildir lögreglunnar. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hóf sérstaka umræðu um vopnaburð lögreglunnar á Alþingi í dag. Hún rifjaði upp nýlegar heimildir lögreglunnar til beitingu rafbyssa og mikið magn af skotvopnum sem keypt hefðu verið vegna leiðtogafundarins í Hörpu í sumar. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segir rannsóknir sýna að aukinn vopnaburður lögreglu auki á ofbeldi í samfélaginu.Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn sagði að afbrotatölur sýndu ekki fram á aukið ofbeldi í samfélaginu nema hjá afmörkuðum hópi ungmenna. Hún spurði dómsmálaráðherra hvort rétta svarið væri að vopna lögregluna. „Samkvæmt rannsóknum eru lögregluþjónar sem bera rafbyssur hins vegar helmingi líklegri til að beita valdi í störfum sínum, miðað við lögreglumenn sem bera hvorki skotvopn né rafbyssur. Einnig hefur verið sýnt fram á að líklegra sé að ráðist sé á þá,“ sagði Arndís Anna. Hún spurði Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hvort hún hefði engar áhyggjur af stigmögnun vopnaburðar á Íslandi eftir „þessar umbyltingar lögreglustarfa á Íslandi.“ „Hyggst hæstvirtur ráðherra halda áfram á sömu vegferð með aukinni hörku og hugsanlega frekari vopnavæðingu lögreglunnar. Og síðast en ekki síst, spyr ég hæstvirtan dómsmálaráðherra, kemur til greina að stíga skref til baka og endurhugsa þessa stefnu,“ sagði Arndís Anna. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af fjölgun skipulagðrar brota og vopnaburði.Vísir/Vilhem Dómsmálaráðherra sagði að samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra hefði alvarlegum ofbeldisbrotum og vopnuðum útköllum lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra fjölgað á síðustu árum. „Sem dæmi má nefna að fjöldi útkalla þar sem sérsveit vopnast vegna skotvopna hefur nærri þrefaldast frá árinu 2016,“ sagði Guðrún. Þá hefði embætti ríkislögreglustjóra bent á að hér á landi væri aukin ógn vegna skipulagðrar brotastarfsemi og aukin umsvif fjölþjóðlegra brotahópa væru merkjanleg hér á landi. „Ekkert hefur breyst í skilyrðum fyrir vopnaburði lögreglu. Engin stefnubreyting hefur verið gerð og ekki stendur til að gera breytingar á valdbeitingarheimildum lögreglu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Lögreglan Rafbyssur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Óttast frekari vopnvæðingu þrátt fyrir skipun eftirlitshóps Dómsmálaráðherra hyggst skipa eftirlitshóp með rafbyssunotkun lögreglu. Þingmaður Pírata óttast meiri vopnavæðingu með innleiðingu rafbyssa hér á landi. 23. september 2023 20:07 Íslenska lögreglan kynnist rafbyssunum umdeildu Undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa er nú í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Íslensk lögreglukona segir alveg nóg að prófa einu sinni að vera skotin og fá fimm sekúndna rafstraum úr vopninu. 22. september 2023 21:22 Kostnaður við rafbyssurnar áætlaður 54 milljónir króna Samkvæmt þeim upplýsingum sem Ríkiskaup hafa um fyrirhuguð kaup Ríkislögreglustjóra á rafbyssum fela fyrstu kaup í sér 120 rafbyssur fyrir um 54 milljónir króna án virðisaukaskatts. 15. júní 2023 08:33 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hóf sérstaka umræðu um vopnaburð lögreglunnar á Alþingi í dag. Hún rifjaði upp nýlegar heimildir lögreglunnar til beitingu rafbyssa og mikið magn af skotvopnum sem keypt hefðu verið vegna leiðtogafundarins í Hörpu í sumar. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segir rannsóknir sýna að aukinn vopnaburður lögreglu auki á ofbeldi í samfélaginu.Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn sagði að afbrotatölur sýndu ekki fram á aukið ofbeldi í samfélaginu nema hjá afmörkuðum hópi ungmenna. Hún spurði dómsmálaráðherra hvort rétta svarið væri að vopna lögregluna. „Samkvæmt rannsóknum eru lögregluþjónar sem bera rafbyssur hins vegar helmingi líklegri til að beita valdi í störfum sínum, miðað við lögreglumenn sem bera hvorki skotvopn né rafbyssur. Einnig hefur verið sýnt fram á að líklegra sé að ráðist sé á þá,“ sagði Arndís Anna. Hún spurði Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hvort hún hefði engar áhyggjur af stigmögnun vopnaburðar á Íslandi eftir „þessar umbyltingar lögreglustarfa á Íslandi.“ „Hyggst hæstvirtur ráðherra halda áfram á sömu vegferð með aukinni hörku og hugsanlega frekari vopnavæðingu lögreglunnar. Og síðast en ekki síst, spyr ég hæstvirtan dómsmálaráðherra, kemur til greina að stíga skref til baka og endurhugsa þessa stefnu,“ sagði Arndís Anna. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af fjölgun skipulagðrar brota og vopnaburði.Vísir/Vilhem Dómsmálaráðherra sagði að samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra hefði alvarlegum ofbeldisbrotum og vopnuðum útköllum lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra fjölgað á síðustu árum. „Sem dæmi má nefna að fjöldi útkalla þar sem sérsveit vopnast vegna skotvopna hefur nærri þrefaldast frá árinu 2016,“ sagði Guðrún. Þá hefði embætti ríkislögreglustjóra bent á að hér á landi væri aukin ógn vegna skipulagðrar brotastarfsemi og aukin umsvif fjölþjóðlegra brotahópa væru merkjanleg hér á landi. „Ekkert hefur breyst í skilyrðum fyrir vopnaburði lögreglu. Engin stefnubreyting hefur verið gerð og ekki stendur til að gera breytingar á valdbeitingarheimildum lögreglu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir.
Lögreglan Rafbyssur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Óttast frekari vopnvæðingu þrátt fyrir skipun eftirlitshóps Dómsmálaráðherra hyggst skipa eftirlitshóp með rafbyssunotkun lögreglu. Þingmaður Pírata óttast meiri vopnavæðingu með innleiðingu rafbyssa hér á landi. 23. september 2023 20:07 Íslenska lögreglan kynnist rafbyssunum umdeildu Undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa er nú í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Íslensk lögreglukona segir alveg nóg að prófa einu sinni að vera skotin og fá fimm sekúndna rafstraum úr vopninu. 22. september 2023 21:22 Kostnaður við rafbyssurnar áætlaður 54 milljónir króna Samkvæmt þeim upplýsingum sem Ríkiskaup hafa um fyrirhuguð kaup Ríkislögreglustjóra á rafbyssum fela fyrstu kaup í sér 120 rafbyssur fyrir um 54 milljónir króna án virðisaukaskatts. 15. júní 2023 08:33 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Óttast frekari vopnvæðingu þrátt fyrir skipun eftirlitshóps Dómsmálaráðherra hyggst skipa eftirlitshóp með rafbyssunotkun lögreglu. Þingmaður Pírata óttast meiri vopnavæðingu með innleiðingu rafbyssa hér á landi. 23. september 2023 20:07
Íslenska lögreglan kynnist rafbyssunum umdeildu Undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa er nú í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Íslensk lögreglukona segir alveg nóg að prófa einu sinni að vera skotin og fá fimm sekúndna rafstraum úr vopninu. 22. september 2023 21:22
Kostnaður við rafbyssurnar áætlaður 54 milljónir króna Samkvæmt þeim upplýsingum sem Ríkiskaup hafa um fyrirhuguð kaup Ríkislögreglustjóra á rafbyssum fela fyrstu kaup í sér 120 rafbyssur fyrir um 54 milljónir króna án virðisaukaskatts. 15. júní 2023 08:33