Norsk yfirvöld krefjast handtöku og framsals Eddu Bjarkar Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2023 06:42 Edda Björk og dóttir hennar, Ragnheiður Bríet, í sumarbústað fjölskyldunnar með dalmatíuhunda þeirra. Edda Björk stendur í hatrammri forræðisdeilu við barnsföður sinn sem lýtur að þremur sonum þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Norsk yfirvöld hafa krafist þess að Edda Björk Arnardóttir, sem hefur staðið í forræðisdeilu þar í landi, verði handtekin af íslenskri lögreglu og framseld til Noregs til að vera viðstödd réttarhöld í málinu. Edda Björk greindi frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Forræðisdeila Eddu við barnsföður sinn hefur verið þó nokkuð í fjölmiðlum. Í fyrra flaug Edda með einkaflugvél frá Íslandi til Noregs og náði í þrjá syni sína, í óþökk föður þeirra, og kom með þá til Íslands. Faðir drengjanna, sem er íslenskur, er búsettur í Noregi og fer einn með forsjá þeirra og eru þeir með lögheimili hjá honum. Í umfjöllun mbl um málið var greint frá því að samkvæmt norskum dómsúrskurði megi Edda aðeins hitta drengina undir eftirliti fjórum sinnum á ári, fjórar klukkustundir senn og þau skulu tala saman á norsku. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr á árinu um að synirnir skyldu teknir úr umsjá hennar og færðir aftur til föður síns í Noregi. Edda hefur kært þá niðurstöðu íslenskra dómstóla til Mannréttindadómstóls Evrópu. Bréf frá norsku lögreglunni Edda segir í færslunni í gær að lögmaður sinn í Noregi hafi fengið bréf frá lögreglunni í Noregi þess efnis að reynt hafi verið að stefnu Eddu til að mæta til réttarhalda sem eru áætluð 9. og 10. ágúst. Bréfið sem lögrelan í Noregi sendi lögmanni Eddu Bjarkar.Facebook Þar sem ekki hafi tekist að birta henni stefnu hafi yfirvöld nú sent íslenskri lögreglu beiðni um að handtaka Eddu og framselja hana til Noregs. Edda fullyrðir sjálf í færslunni að yfirvöld í Noregi hafi hvorki reynt að birta sér stefnu né spurt hana hvort hún hygðist mæta á réttarhöldin. Hún segir að einfalt sé að hafa samband við lögmenn hennar en það hafi heldur ekki verið gert fyrr en nú. Jafnframt segir Edda að norska lögreglan hafi óskað eftir því að skýrsla yrði tekin af henni, íslensk lögregla hafi haft samband við hana og hún mætt strax daginn eftir. Hún segir lögregluna því ekki hafa slæma reynslu af henni. Facebook-færslu Eddu Bjarkar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Hvernig þriðjudag eru þið búin að eiga? Þetta er minn, norsk yfirvöld eru eitthvað annað. Þetta bref fékk lögmaðurinn minn í Noregi sent en þar kemur fram að reynt hafi verið að stefna mér til að mæta til réttarhalda sem eru áætluð 9 og 10 ágúst þar í landi en þar sem ekki hafi tekist að birta mér stefnu þá verði send beiðni nú þegar til Íslands og þess óskað að ég verði handtekin og framseld til Noregs. Málið er bara að það hefur aldrei verið reynt að birta mér stefnu og engin spurt hvort ég ætli að mæta eða ekki. Mjög einfalt að hafa samband við lögmenn mína líka og það hefur heldur ekki verið gert. Lögreglan úti óskaði eftir að skýrsla yrði tekin af mér á Íslandi, lögreglan hérna hafði samband við mig og óskaði þess og ég mætti strax næsta dag. Svo ekki hafa þeir haft slæma reynslu ef þeir bara biðja. Þetta er svo fáránlegt allt og lýsir að manni finnst helst bara miklum pirringi að ég sé svona “óhlýðin” að lúta ekki dómi þar sem börnin mín eru i gíslingu eins manns. Annars bara eigið frábæran þriðjudag, ég ætla að gera mitt til þess að njóta dagsins og ekki láta þennan skrípaleik norskra yfirvalda skemma hann Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Sjá meira
Edda Björk greindi frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Forræðisdeila Eddu við barnsföður sinn hefur verið þó nokkuð í fjölmiðlum. Í fyrra flaug Edda með einkaflugvél frá Íslandi til Noregs og náði í þrjá syni sína, í óþökk föður þeirra, og kom með þá til Íslands. Faðir drengjanna, sem er íslenskur, er búsettur í Noregi og fer einn með forsjá þeirra og eru þeir með lögheimili hjá honum. Í umfjöllun mbl um málið var greint frá því að samkvæmt norskum dómsúrskurði megi Edda aðeins hitta drengina undir eftirliti fjórum sinnum á ári, fjórar klukkustundir senn og þau skulu tala saman á norsku. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr á árinu um að synirnir skyldu teknir úr umsjá hennar og færðir aftur til föður síns í Noregi. Edda hefur kært þá niðurstöðu íslenskra dómstóla til Mannréttindadómstóls Evrópu. Bréf frá norsku lögreglunni Edda segir í færslunni í gær að lögmaður sinn í Noregi hafi fengið bréf frá lögreglunni í Noregi þess efnis að reynt hafi verið að stefnu Eddu til að mæta til réttarhalda sem eru áætluð 9. og 10. ágúst. Bréfið sem lögrelan í Noregi sendi lögmanni Eddu Bjarkar.Facebook Þar sem ekki hafi tekist að birta henni stefnu hafi yfirvöld nú sent íslenskri lögreglu beiðni um að handtaka Eddu og framselja hana til Noregs. Edda fullyrðir sjálf í færslunni að yfirvöld í Noregi hafi hvorki reynt að birta sér stefnu né spurt hana hvort hún hygðist mæta á réttarhöldin. Hún segir að einfalt sé að hafa samband við lögmenn hennar en það hafi heldur ekki verið gert fyrr en nú. Jafnframt segir Edda að norska lögreglan hafi óskað eftir því að skýrsla yrði tekin af henni, íslensk lögregla hafi haft samband við hana og hún mætt strax daginn eftir. Hún segir lögregluna því ekki hafa slæma reynslu af henni. Facebook-færslu Eddu Bjarkar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Hvernig þriðjudag eru þið búin að eiga? Þetta er minn, norsk yfirvöld eru eitthvað annað. Þetta bref fékk lögmaðurinn minn í Noregi sent en þar kemur fram að reynt hafi verið að stefna mér til að mæta til réttarhalda sem eru áætluð 9 og 10 ágúst þar í landi en þar sem ekki hafi tekist að birta mér stefnu þá verði send beiðni nú þegar til Íslands og þess óskað að ég verði handtekin og framseld til Noregs. Málið er bara að það hefur aldrei verið reynt að birta mér stefnu og engin spurt hvort ég ætli að mæta eða ekki. Mjög einfalt að hafa samband við lögmenn mína líka og það hefur heldur ekki verið gert. Lögreglan úti óskaði eftir að skýrsla yrði tekin af mér á Íslandi, lögreglan hérna hafði samband við mig og óskaði þess og ég mætti strax næsta dag. Svo ekki hafa þeir haft slæma reynslu ef þeir bara biðja. Þetta er svo fáránlegt allt og lýsir að manni finnst helst bara miklum pirringi að ég sé svona “óhlýðin” að lúta ekki dómi þar sem börnin mín eru i gíslingu eins manns. Annars bara eigið frábæran þriðjudag, ég ætla að gera mitt til þess að njóta dagsins og ekki láta þennan skrípaleik norskra yfirvalda skemma hann
Hvernig þriðjudag eru þið búin að eiga? Þetta er minn, norsk yfirvöld eru eitthvað annað. Þetta bref fékk lögmaðurinn minn í Noregi sent en þar kemur fram að reynt hafi verið að stefna mér til að mæta til réttarhalda sem eru áætluð 9 og 10 ágúst þar í landi en þar sem ekki hafi tekist að birta mér stefnu þá verði send beiðni nú þegar til Íslands og þess óskað að ég verði handtekin og framseld til Noregs. Málið er bara að það hefur aldrei verið reynt að birta mér stefnu og engin spurt hvort ég ætli að mæta eða ekki. Mjög einfalt að hafa samband við lögmenn mína líka og það hefur heldur ekki verið gert. Lögreglan úti óskaði eftir að skýrsla yrði tekin af mér á Íslandi, lögreglan hérna hafði samband við mig og óskaði þess og ég mætti strax næsta dag. Svo ekki hafa þeir haft slæma reynslu ef þeir bara biðja. Þetta er svo fáránlegt allt og lýsir að manni finnst helst bara miklum pirringi að ég sé svona “óhlýðin” að lúta ekki dómi þar sem börnin mín eru i gíslingu eins manns. Annars bara eigið frábæran þriðjudag, ég ætla að gera mitt til þess að njóta dagsins og ekki láta þennan skrípaleik norskra yfirvalda skemma hann
Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Sjá meira