Norsk yfirvöld krefjast handtöku og framsals Eddu Bjarkar Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2023 06:42 Edda Björk og dóttir hennar, Ragnheiður Bríet, í sumarbústað fjölskyldunnar með dalmatíuhunda þeirra. Edda Björk stendur í hatrammri forræðisdeilu við barnsföður sinn sem lýtur að þremur sonum þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Norsk yfirvöld hafa krafist þess að Edda Björk Arnardóttir, sem hefur staðið í forræðisdeilu þar í landi, verði handtekin af íslenskri lögreglu og framseld til Noregs til að vera viðstödd réttarhöld í málinu. Edda Björk greindi frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Forræðisdeila Eddu við barnsföður sinn hefur verið þó nokkuð í fjölmiðlum. Í fyrra flaug Edda með einkaflugvél frá Íslandi til Noregs og náði í þrjá syni sína, í óþökk föður þeirra, og kom með þá til Íslands. Faðir drengjanna, sem er íslenskur, er búsettur í Noregi og fer einn með forsjá þeirra og eru þeir með lögheimili hjá honum. Í umfjöllun mbl um málið var greint frá því að samkvæmt norskum dómsúrskurði megi Edda aðeins hitta drengina undir eftirliti fjórum sinnum á ári, fjórar klukkustundir senn og þau skulu tala saman á norsku. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr á árinu um að synirnir skyldu teknir úr umsjá hennar og færðir aftur til föður síns í Noregi. Edda hefur kært þá niðurstöðu íslenskra dómstóla til Mannréttindadómstóls Evrópu. Bréf frá norsku lögreglunni Edda segir í færslunni í gær að lögmaður sinn í Noregi hafi fengið bréf frá lögreglunni í Noregi þess efnis að reynt hafi verið að stefnu Eddu til að mæta til réttarhalda sem eru áætluð 9. og 10. ágúst. Bréfið sem lögrelan í Noregi sendi lögmanni Eddu Bjarkar.Facebook Þar sem ekki hafi tekist að birta henni stefnu hafi yfirvöld nú sent íslenskri lögreglu beiðni um að handtaka Eddu og framselja hana til Noregs. Edda fullyrðir sjálf í færslunni að yfirvöld í Noregi hafi hvorki reynt að birta sér stefnu né spurt hana hvort hún hygðist mæta á réttarhöldin. Hún segir að einfalt sé að hafa samband við lögmenn hennar en það hafi heldur ekki verið gert fyrr en nú. Jafnframt segir Edda að norska lögreglan hafi óskað eftir því að skýrsla yrði tekin af henni, íslensk lögregla hafi haft samband við hana og hún mætt strax daginn eftir. Hún segir lögregluna því ekki hafa slæma reynslu af henni. Facebook-færslu Eddu Bjarkar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Hvernig þriðjudag eru þið búin að eiga? Þetta er minn, norsk yfirvöld eru eitthvað annað. Þetta bref fékk lögmaðurinn minn í Noregi sent en þar kemur fram að reynt hafi verið að stefna mér til að mæta til réttarhalda sem eru áætluð 9 og 10 ágúst þar í landi en þar sem ekki hafi tekist að birta mér stefnu þá verði send beiðni nú þegar til Íslands og þess óskað að ég verði handtekin og framseld til Noregs. Málið er bara að það hefur aldrei verið reynt að birta mér stefnu og engin spurt hvort ég ætli að mæta eða ekki. Mjög einfalt að hafa samband við lögmenn mína líka og það hefur heldur ekki verið gert. Lögreglan úti óskaði eftir að skýrsla yrði tekin af mér á Íslandi, lögreglan hérna hafði samband við mig og óskaði þess og ég mætti strax næsta dag. Svo ekki hafa þeir haft slæma reynslu ef þeir bara biðja. Þetta er svo fáránlegt allt og lýsir að manni finnst helst bara miklum pirringi að ég sé svona “óhlýðin” að lúta ekki dómi þar sem börnin mín eru i gíslingu eins manns. Annars bara eigið frábæran þriðjudag, ég ætla að gera mitt til þess að njóta dagsins og ekki láta þennan skrípaleik norskra yfirvalda skemma hann Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Edda Björk greindi frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Forræðisdeila Eddu við barnsföður sinn hefur verið þó nokkuð í fjölmiðlum. Í fyrra flaug Edda með einkaflugvél frá Íslandi til Noregs og náði í þrjá syni sína, í óþökk föður þeirra, og kom með þá til Íslands. Faðir drengjanna, sem er íslenskur, er búsettur í Noregi og fer einn með forsjá þeirra og eru þeir með lögheimili hjá honum. Í umfjöllun mbl um málið var greint frá því að samkvæmt norskum dómsúrskurði megi Edda aðeins hitta drengina undir eftirliti fjórum sinnum á ári, fjórar klukkustundir senn og þau skulu tala saman á norsku. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr á árinu um að synirnir skyldu teknir úr umsjá hennar og færðir aftur til föður síns í Noregi. Edda hefur kært þá niðurstöðu íslenskra dómstóla til Mannréttindadómstóls Evrópu. Bréf frá norsku lögreglunni Edda segir í færslunni í gær að lögmaður sinn í Noregi hafi fengið bréf frá lögreglunni í Noregi þess efnis að reynt hafi verið að stefnu Eddu til að mæta til réttarhalda sem eru áætluð 9. og 10. ágúst. Bréfið sem lögrelan í Noregi sendi lögmanni Eddu Bjarkar.Facebook Þar sem ekki hafi tekist að birta henni stefnu hafi yfirvöld nú sent íslenskri lögreglu beiðni um að handtaka Eddu og framselja hana til Noregs. Edda fullyrðir sjálf í færslunni að yfirvöld í Noregi hafi hvorki reynt að birta sér stefnu né spurt hana hvort hún hygðist mæta á réttarhöldin. Hún segir að einfalt sé að hafa samband við lögmenn hennar en það hafi heldur ekki verið gert fyrr en nú. Jafnframt segir Edda að norska lögreglan hafi óskað eftir því að skýrsla yrði tekin af henni, íslensk lögregla hafi haft samband við hana og hún mætt strax daginn eftir. Hún segir lögregluna því ekki hafa slæma reynslu af henni. Facebook-færslu Eddu Bjarkar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Hvernig þriðjudag eru þið búin að eiga? Þetta er minn, norsk yfirvöld eru eitthvað annað. Þetta bref fékk lögmaðurinn minn í Noregi sent en þar kemur fram að reynt hafi verið að stefna mér til að mæta til réttarhalda sem eru áætluð 9 og 10 ágúst þar í landi en þar sem ekki hafi tekist að birta mér stefnu þá verði send beiðni nú þegar til Íslands og þess óskað að ég verði handtekin og framseld til Noregs. Málið er bara að það hefur aldrei verið reynt að birta mér stefnu og engin spurt hvort ég ætli að mæta eða ekki. Mjög einfalt að hafa samband við lögmenn mína líka og það hefur heldur ekki verið gert. Lögreglan úti óskaði eftir að skýrsla yrði tekin af mér á Íslandi, lögreglan hérna hafði samband við mig og óskaði þess og ég mætti strax næsta dag. Svo ekki hafa þeir haft slæma reynslu ef þeir bara biðja. Þetta er svo fáránlegt allt og lýsir að manni finnst helst bara miklum pirringi að ég sé svona “óhlýðin” að lúta ekki dómi þar sem börnin mín eru i gíslingu eins manns. Annars bara eigið frábæran þriðjudag, ég ætla að gera mitt til þess að njóta dagsins og ekki láta þennan skrípaleik norskra yfirvalda skemma hann
Hvernig þriðjudag eru þið búin að eiga? Þetta er minn, norsk yfirvöld eru eitthvað annað. Þetta bref fékk lögmaðurinn minn í Noregi sent en þar kemur fram að reynt hafi verið að stefna mér til að mæta til réttarhalda sem eru áætluð 9 og 10 ágúst þar í landi en þar sem ekki hafi tekist að birta mér stefnu þá verði send beiðni nú þegar til Íslands og þess óskað að ég verði handtekin og framseld til Noregs. Málið er bara að það hefur aldrei verið reynt að birta mér stefnu og engin spurt hvort ég ætli að mæta eða ekki. Mjög einfalt að hafa samband við lögmenn mína líka og það hefur heldur ekki verið gert. Lögreglan úti óskaði eftir að skýrsla yrði tekin af mér á Íslandi, lögreglan hérna hafði samband við mig og óskaði þess og ég mætti strax næsta dag. Svo ekki hafa þeir haft slæma reynslu ef þeir bara biðja. Þetta er svo fáránlegt allt og lýsir að manni finnst helst bara miklum pirringi að ég sé svona “óhlýðin” að lúta ekki dómi þar sem börnin mín eru i gíslingu eins manns. Annars bara eigið frábæran þriðjudag, ég ætla að gera mitt til þess að njóta dagsins og ekki láta þennan skrípaleik norskra yfirvalda skemma hann
Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent