Innlent

Hafa yfir­heyrt vitni um helgina

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. Vísir/Arnar

Rannsókn lögreglu á hnífstunguárás í höfuðborginni á föstudagsmorgun hefur mjakast ágætlega yfir helgina að sögn yfirlögregluþjóns. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins síðustu daga.

Fjórum mönnum sem voru handteknir vegna stunguárásar á föstudagsmorgun var sleppt úr haldi á laugardag. Enn er til rannsóknar hvort árásin tengist annarri hnífstunguárás á fangelsinu Litla-Hrauni á fimmtudag og skotárás í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. 

Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild í samtali við fréttastofu. 

„Við höfum yfirheyrt fólk um helgina og við erum ennþá að leita að fólki sem við þurfum að yfirheyra,“ segir Grímur. 

Er það fólk sem tengist þessum hópum sem eiga í hlut í þessum málum?

„Ekki endilega, við getum verið að tala við fólk sem tengist þessu beint en líka við vitni eða fólk sem hefur einhverja vitneskju um málin,“ segir Grímur. 

Einhverjir hafi verið handteknir en ekki verði farið fram á gæsluvarðhald yfir neinum eftir helgina.


Tengdar fréttir

Öllum sleppt úr haldi vegna hnífaárásar

Fjórum mönnum sem handteknir voru vegna stunguárásar í gærmorgun hefur verið sleppt úr haldi en lögregla leitar enn nokkura aðila í tengslum við málið. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri hnífstunguárás á Litla-Hrauni degi áður sem og skotárásar í byrjun mánaðar.

Tveimur af fjórum sleppt úr haldi

Tveimur mönnum, sem handteknir voru vegna stunguárásar í Grafarvogi í morgun, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Tveir eru enn í haldi en ekki hefur verið tekin ákvörðun um gæsluvarðhaldskröfu yfir þeim.

Hnífstunguárás í nótt sögð tengjast árásinni á Litla-Hrauni

Hnífstunguárás sem framin var í nótt tengist annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Eggvopni var sömuleiðis beitt í árásinni á Litla-Hrauni og sú árás er sögð tengjast skotárásinni í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×