Flúði á tveimur jafnfljótum eftir rán í Fætur toga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2023 12:46 Fjóla Signý Hannesdóttir, eigandi verslunarinnar, með steininn í hendi sem nýttur var til innbrotsins í nótt. Vísir/Vilhelm Innbrotsþjófur braut rúðu í verslun Fætur toga á Höfðabakka í Reykjavík í nótt, og hafði með sér á brott peninga úr kassanum. Verslunareigandi segir málið hið leiðinlegasta enda um að ræða lítið fjölskyldufyrirtæki. Búðin er opin í dag eins og ekkert hafi í skorist. „Hér er bara allt á haus út af þessum leiðindum,“ segir Fjóla Signý Hannesdóttir, eigandi verslunarinnar, í samtali við Vísi. Þjófurinn mætti á hjóli og notaði stóran stein til að brjóta rúðu og kom sér þannig inn í búðina. Eins og Vísir greindi frá tók Fjóla við rekstri búðarinnar í mars. Verslunin sérhæfir sig í sölu hlaupaskóa og gönguinnleggjum. Þjófurinn hafði þó lítinn áhuga á að taka með sér skó en tók með sér allt reiðufé úr kassanum. „Hann tók engar vörur en þetta er samt tjón, það er búið að brjóta rúðu og ljóst að þetta var vel skipulagt hjá honum, af því að þetta er vel vaktað svæði. Við sjáum það í myndavélum að hann mætti fyrst tíu mínútum áður og fer svo aftur. Það er mikil umferð hérna og hann fylgist vel með og kemur svo aftur.“ Ekki gaman að taka á móti viðskiptavinum með brotna rúðu Innbrotsþjófurinn var einungis eina mínútu inn í versluninni áður en hann lét sig hverfa. Fjóla segir málið nú inni á borði lögreglunnar. Myndavélakerfi verslunarinnar hafi tekið allt saman upp og vonar Fjóla að það muni einfalda lögreglunni að hafa uppi á þjófinum. „En þetta er alveg ömurlegt og setur auðvitað ákveðið strik í þetta hjá okkur að þetta eru risa söludagar og stærsti netsöludagurinn er í dag. Það hefur ekki verið gaman að taka á móti viðskiptavinum hér í morgun með brotna rúðu.“ Rúðubrotið er ekki fagurt að sjá en verslunin er opin í dag líkt og ekkert hafi í skorist. Vísir/Vilhelm Fjóla fékk hringingu í nótt þar sem hún var látin vita af innbrotinu og mætti hún eldsnemma í morgun í búðina. „Þannig að dagurinn hefur svolítið bara snúist um þetta og ég er mjög feginn að það hafi ekki verið starfsmaður sem þurfti að mæta og sjá þetta svona.“ Fjóla tekur fram að verslunin sé opin í dag, enda stærsta tilboðshelgi ársins enn í gangi og í dag svokallaður Cyber Monday. Mikil sala verslunarinnar fari auk þess fram á netinu og með rafrænni greiðslugátt. „Þannig að við notum lítið reiðufé í dag en þetta er mjög óþægilegt en þetta verður stór dagur í dag og gengur vonandi bara vel hjá okkur. Við sópuðum bara upp glerbrotunum og höfum útskýrt þetta fyrir fólki og auðvitað er þetta leiðinlegt, en við höldum bara okkar striki í dag.“ Fjóla bendir á að mikil umferð sé allajafna við verslunina á Höfðabakka. Þjófurinn hafi undirbúið sig vel. Vísir/Vilhelm Verslun Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Hér er bara allt á haus út af þessum leiðindum,“ segir Fjóla Signý Hannesdóttir, eigandi verslunarinnar, í samtali við Vísi. Þjófurinn mætti á hjóli og notaði stóran stein til að brjóta rúðu og kom sér þannig inn í búðina. Eins og Vísir greindi frá tók Fjóla við rekstri búðarinnar í mars. Verslunin sérhæfir sig í sölu hlaupaskóa og gönguinnleggjum. Þjófurinn hafði þó lítinn áhuga á að taka með sér skó en tók með sér allt reiðufé úr kassanum. „Hann tók engar vörur en þetta er samt tjón, það er búið að brjóta rúðu og ljóst að þetta var vel skipulagt hjá honum, af því að þetta er vel vaktað svæði. Við sjáum það í myndavélum að hann mætti fyrst tíu mínútum áður og fer svo aftur. Það er mikil umferð hérna og hann fylgist vel með og kemur svo aftur.“ Ekki gaman að taka á móti viðskiptavinum með brotna rúðu Innbrotsþjófurinn var einungis eina mínútu inn í versluninni áður en hann lét sig hverfa. Fjóla segir málið nú inni á borði lögreglunnar. Myndavélakerfi verslunarinnar hafi tekið allt saman upp og vonar Fjóla að það muni einfalda lögreglunni að hafa uppi á þjófinum. „En þetta er alveg ömurlegt og setur auðvitað ákveðið strik í þetta hjá okkur að þetta eru risa söludagar og stærsti netsöludagurinn er í dag. Það hefur ekki verið gaman að taka á móti viðskiptavinum hér í morgun með brotna rúðu.“ Rúðubrotið er ekki fagurt að sjá en verslunin er opin í dag líkt og ekkert hafi í skorist. Vísir/Vilhelm Fjóla fékk hringingu í nótt þar sem hún var látin vita af innbrotinu og mætti hún eldsnemma í morgun í búðina. „Þannig að dagurinn hefur svolítið bara snúist um þetta og ég er mjög feginn að það hafi ekki verið starfsmaður sem þurfti að mæta og sjá þetta svona.“ Fjóla tekur fram að verslunin sé opin í dag, enda stærsta tilboðshelgi ársins enn í gangi og í dag svokallaður Cyber Monday. Mikil sala verslunarinnar fari auk þess fram á netinu og með rafrænni greiðslugátt. „Þannig að við notum lítið reiðufé í dag en þetta er mjög óþægilegt en þetta verður stór dagur í dag og gengur vonandi bara vel hjá okkur. Við sópuðum bara upp glerbrotunum og höfum útskýrt þetta fyrir fólki og auðvitað er þetta leiðinlegt, en við höldum bara okkar striki í dag.“ Fjóla bendir á að mikil umferð sé allajafna við verslunina á Höfðabakka. Þjófurinn hafi undirbúið sig vel. Vísir/Vilhelm
Verslun Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira