Viðskipti innlent

Opna Fætur toga á ný

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fjóla Signý Hannesdóttir er eigandi Run2 sem rekur nú Fætur toga.
Fjóla Signý Hannesdóttir er eigandi Run2 sem rekur nú Fætur toga. Aðsend

Verslunin Fætur toga verður opnuð aftur á morgun eftir stutta lokun. Heildsalan Run2 hefur tekið við rekstrinum og verður starfsemi búðanna í nánast óbreyttri mynd. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Run2. Greint var frá því hér á Vísi á miðvikudaginn að félagið Eins og fætur toga ehf., sem rak verslunina Fætur toga, hafi verið tekin til gjaldþrotaskipta. Tveimur verslunum þeirra, í Kringlunni og á Höfðabakka, var lokað í kjölfarið. 

Heildsalan Run2, umboðsaðili Brooks á Íslandi, mun taka við rekstri Fætur toga og opnar verslunin aftur í nánast óbreyttri mynd á morgun klukkan 11. 

„Ég hlakka rosalega til að opna, það verður frábært að geta þjónustað bæði gamla og nýja viðskiptavini áfram og við munum vinna áfram að því að bjóða gæðavörur á góðu verði,“ er haft eftir Fjólu Signýju Hannesdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Run2, í tilkynningu. 

Þau sem höfðu pantað innlegg áður en verslunin lokaði á miðvikudaginn munu fá þau afhent eins fljótt og mögulegt er eftir enduropnun. Einnig munu gjafabréf sem fólk átti áður gilda áfram í versluninni. 

Fjóla Signý er sjálf öllum hnútum kunnug þegar kemur að íþróttum og hlaupum, en hún hefur keppt fyrir Íslands hönd í grindahlaupi og fleiri frjálsíþróttum í rúman áratug ásamt því að sinna þjálfarastörfum. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×