Ramos rekinn rakleiðis út af í 29. sinn Siggeir Ævarsson skrifar 26. nóvember 2023 23:00 Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja Vísir/Getty Varnarmaðurinn margreyndi, Sergio Ramos, fékk að líta rauða spjaldið í viðureign Sevilla og Real Sociedad í dag en þetta var 29. rauða spjaldið sem hann fær á ferlinum. Ramos, sem er 37 ára, snéri aftur til uppeldisfélags síns fyrir tímabilið og er þetta fyrsta rauða spjaldið sem hann fær þetta tímabilið. Hann fékk upphaflega sitt annað gula spjald í leiknum og þ.a.l. rautt fyrir glæfralega tæklingu undir lok leiksins. Atvikið var svo skoðað í var, gula spjaldið tekið til baka og hann fékk beint rautt spjald svo að tæknilega fékk Ramos tvö rauð spjöld í sama leiknum. Sergio Ramos is said to love a red card, and he has now received his first since returning to Spanish football with boyhood club Sevilla.pic.twitter.com/KCHOVT5rnE— Football España (@footballespana_) November 26, 2023 Til að bíta höfuðið svo endanlega af skömminni fékk liðsfélagi Ramos, Jesús Navas, einnig rautt spjald fyrir mótmæli eftir að Ramos fékk að líta rauða spjaldið. Það gekk hvorki né rak hjá Sevilla í þessum leik en Real Sociedad komust yfir með klaufalegu sjálfsmarki markvarðarins Marko Dmitrovic á 3. mínútu. Í sögu fótboltans er aðeins einn leikmaður sem hefur fengið fleiri rauð spjöld en Ramos, Kólombíumaðurinn Gerardo Bedoya. Honum tókst að næla sér í 46 slík á ferlinum og fékk svo rautt spjald í sínum fyrsta leik sem þjálfari þegar aðeins 21 mínúta var eftir af leiknum. Að raða inn rauðum spjöldum er sennilega ekki eftirsóknarvert met og næstu menn á listanum á eftir Ramos hafa allir lagt skóna á hilluna svo að vonandi breytist röðin á listanum ekki mikið næstu árin, nema það renni æði á Ramos á lokametrum ferils hans. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira
Ramos, sem er 37 ára, snéri aftur til uppeldisfélags síns fyrir tímabilið og er þetta fyrsta rauða spjaldið sem hann fær þetta tímabilið. Hann fékk upphaflega sitt annað gula spjald í leiknum og þ.a.l. rautt fyrir glæfralega tæklingu undir lok leiksins. Atvikið var svo skoðað í var, gula spjaldið tekið til baka og hann fékk beint rautt spjald svo að tæknilega fékk Ramos tvö rauð spjöld í sama leiknum. Sergio Ramos is said to love a red card, and he has now received his first since returning to Spanish football with boyhood club Sevilla.pic.twitter.com/KCHOVT5rnE— Football España (@footballespana_) November 26, 2023 Til að bíta höfuðið svo endanlega af skömminni fékk liðsfélagi Ramos, Jesús Navas, einnig rautt spjald fyrir mótmæli eftir að Ramos fékk að líta rauða spjaldið. Það gekk hvorki né rak hjá Sevilla í þessum leik en Real Sociedad komust yfir með klaufalegu sjálfsmarki markvarðarins Marko Dmitrovic á 3. mínútu. Í sögu fótboltans er aðeins einn leikmaður sem hefur fengið fleiri rauð spjöld en Ramos, Kólombíumaðurinn Gerardo Bedoya. Honum tókst að næla sér í 46 slík á ferlinum og fékk svo rautt spjald í sínum fyrsta leik sem þjálfari þegar aðeins 21 mínúta var eftir af leiknum. Að raða inn rauðum spjöldum er sennilega ekki eftirsóknarvert met og næstu menn á listanum á eftir Ramos hafa allir lagt skóna á hilluna svo að vonandi breytist röðin á listanum ekki mikið næstu árin, nema það renni æði á Ramos á lokametrum ferils hans.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira