Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir íslenskra kvenna í brennidepli NY Times Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. nóvember 2023 20:55 Í umfjöllun NY Times er fjallað meðal annars um nefnd á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem samþykkti beiðnir um ófrjósemisaðgerðir frá foreldrum. Fyrrverandi félagsráðgjafi á spítalanum segist skammast sín fyrir að hafa vísað málum til nefndarinnar. vísir/vilhelm Þrátt fyrir að þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðu fólki teljist til mannréttindabrota, eru enn dæmi um þær í Evrópu og á Íslandi. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun bandaríska fréttamiðilsins New York Times, þar sem Ísland og sögur fatlaðra íslenskra kvenna eru í brennidepli. Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðu fólki eru bannaðar samkvæmt hinum ýmsu alþjóðasáttmálum. Meðal annars Istanbúl-sáttmálanum sem 38 Evrópuríki, þar á meðal Ísland, eru aðili að. Samkvæmt rannsókn NY Times hafa ýmis ríki gert undantekningar á banninu, oftast í tilfelli fólks sem er ekki talið geta veitt samþykki fyrir ófrjósemisaðgerðinni, sökum fötlunar. Niðurstaðan er sú að aðgerðirnar fara enn fram, aðallega á konum með þroskahamlanir, jafnvel þegar læknisfræðileg nauðsyn er ekki til staðar. Rætt er við Eirík Smith, réttindagæslumann fatlaðs fólks hjá velferðarráðuneytinu, sem varð þess var á síðasta ári að framkvæma ætti slíka aðgerð á fatlaðri konu við reglubundna heimsókn á sambýli í Reykjavík. Barneign yrði of erfið Fram kemur að 28 ára konan geti ekki talað eða skilið flóknar upplýsingar. „Þegar blæðingar valda henni krömpum og óþægindum stynur hún og engist um og skilur ekki hvað er að gerast,“ segir í greininni. „Veit hún yfir höfuð hvort hún vilji eignast börn síðar?“ spurði Eiríkur starfsmann sem hafi orðið steinhissa. „Hún hló upp í opið geðið á mér,“ er haft eftir Eiríki sem ræðir einnig sína sögu. Á hann systur með Downsheilkenni, Kristínu, sem gekkst undir sambærilega aðgerð að frumkvæði móður sinnar. Haft er eftir Kristínu: „Ég sagði við mömmu: „Hvað ef mig langar að eignast börn síðar meir?“ En hún sagði nei. Það yrði of erfitt.“ Skammast sín fyrir aðkomu sína Auk sögu Kristínar er rætt við móður konu með mikla þroskahömlun, Hermínu Hreiðarsdóttur, sem gaf leyfi fyrir hönd hennar til framkvæma slíka ófrjósemisaðgerð. „Ég veit að þetta er tabú, en við gerðum þetta ekki til að gera hana ófrjóa,“ er haft eftir Hermínu. „Við vildum að henni liði betur.“ Þá er rætt við fyrrverandi félagsráðgjafa á Landspítalanum sem vísaði málum til nefndar um ófrjósemisaðgerðir. Fram kemur að nefndin hafi á árunum 2013-2017 samþykkt sex ófrjósemisaðgerðir. „Það er þetta sem er svo hræðilegt: Ég hitti aldrei börnin sem átti að gera ófrjó. Aldrei,“ sagði Anna Sigrún, fyrrverandi félagsráðgjafi á spítalanum, sem sagðist skammast sín fyrir að hafa vísað málum til nefndarinnar. Nánar er fjallað um málið á vef New York Times. Heilbrigðismál Landspítalinn Málefni fatlaðs fólks Frjósemi Downs-heilkenni Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun bandaríska fréttamiðilsins New York Times, þar sem Ísland og sögur fatlaðra íslenskra kvenna eru í brennidepli. Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðu fólki eru bannaðar samkvæmt hinum ýmsu alþjóðasáttmálum. Meðal annars Istanbúl-sáttmálanum sem 38 Evrópuríki, þar á meðal Ísland, eru aðili að. Samkvæmt rannsókn NY Times hafa ýmis ríki gert undantekningar á banninu, oftast í tilfelli fólks sem er ekki talið geta veitt samþykki fyrir ófrjósemisaðgerðinni, sökum fötlunar. Niðurstaðan er sú að aðgerðirnar fara enn fram, aðallega á konum með þroskahamlanir, jafnvel þegar læknisfræðileg nauðsyn er ekki til staðar. Rætt er við Eirík Smith, réttindagæslumann fatlaðs fólks hjá velferðarráðuneytinu, sem varð þess var á síðasta ári að framkvæma ætti slíka aðgerð á fatlaðri konu við reglubundna heimsókn á sambýli í Reykjavík. Barneign yrði of erfið Fram kemur að 28 ára konan geti ekki talað eða skilið flóknar upplýsingar. „Þegar blæðingar valda henni krömpum og óþægindum stynur hún og engist um og skilur ekki hvað er að gerast,“ segir í greininni. „Veit hún yfir höfuð hvort hún vilji eignast börn síðar?“ spurði Eiríkur starfsmann sem hafi orðið steinhissa. „Hún hló upp í opið geðið á mér,“ er haft eftir Eiríki sem ræðir einnig sína sögu. Á hann systur með Downsheilkenni, Kristínu, sem gekkst undir sambærilega aðgerð að frumkvæði móður sinnar. Haft er eftir Kristínu: „Ég sagði við mömmu: „Hvað ef mig langar að eignast börn síðar meir?“ En hún sagði nei. Það yrði of erfitt.“ Skammast sín fyrir aðkomu sína Auk sögu Kristínar er rætt við móður konu með mikla þroskahömlun, Hermínu Hreiðarsdóttur, sem gaf leyfi fyrir hönd hennar til framkvæma slíka ófrjósemisaðgerð. „Ég veit að þetta er tabú, en við gerðum þetta ekki til að gera hana ófrjóa,“ er haft eftir Hermínu. „Við vildum að henni liði betur.“ Þá er rætt við fyrrverandi félagsráðgjafa á Landspítalanum sem vísaði málum til nefndar um ófrjósemisaðgerðir. Fram kemur að nefndin hafi á árunum 2013-2017 samþykkt sex ófrjósemisaðgerðir. „Það er þetta sem er svo hræðilegt: Ég hitti aldrei börnin sem átti að gera ófrjó. Aldrei,“ sagði Anna Sigrún, fyrrverandi félagsráðgjafi á spítalanum, sem sagðist skammast sín fyrir að hafa vísað málum til nefndarinnar. Nánar er fjallað um málið á vef New York Times.
Heilbrigðismál Landspítalinn Málefni fatlaðs fólks Frjósemi Downs-heilkenni Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira