Fótbolti

Á­tjánda mark Kane skaut Bayern á toppinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Harry Kane getur ekki hætt að skora fyrir Bayern München.
Harry Kane getur ekki hætt að skora fyrir Bayern München. S. Mellar/FC Bayern via Getty Images

Harry Kane skoraði eina mark leiksins er Bayern München vann nauma 1-0 útisigur gegn botnliði Köln í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Markamaskínan Harry Kane heldur áfram að skora fyrir Bayern, en mark kvöldsins var hans átjánda fyrir liðið í þýsku deildinni í aðeins tólf deildarleikjum.

Kane kom Bayern í forystu á tuttugustu mínútu leiksins og reyndist það eina mark kvöldsins. Lokatölur því 1-0, Bayern í vil.

Með sigrinum lyftir Bayern sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar, í það minnsta í bili. Liðið er nú með 32 stig eftir tólf leiki, einu stigi meira en Bayer Leverkusen sem situr í öðru sæti, en á leik til góða. Köln situr hins vegar sem fastast á botninum með aðeins sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×