Innlent

Boða til blaða­manna­fundar um hús­næðis­stuðning við Grind­víkinga

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður á fundinum sem hefst klukkan 11:30.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður á fundinum sem hefst klukkan 11:30. Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar þar sem fjallað verður um húsnæðisstuðning við íbúa Grindavíkur í kjölfar jarðhræringanna á Reykjanesskaga síðustu vikurnar. Fundurinn hefst klukkan 11:30. 

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að á fundinum munu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra fjalla um málið. 

Þá munu Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, og Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, taka þátt í fundinum.

Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi og Stöð 2 Vísi. 

Katrín sagði í samtali við fréttastofu í gær að húsnæðismál Grindvíkinga yrðu tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag en það væri risaverkefni að leysa úr húsnæðisþörf þeirra næstu mánuðina. Útspil bankanna um að fella tímabundið niður vexti og verðbætur myndi vonandi draga úr áhyggjum og kvíða Grindvíkinga.

Forsætisráherra sagði ríkisstjórnina hafa lagt áherslu á að bankarnir yrðu hluti af heildarlausn í verkefninu. 

„Það er auðvitað áfram mikil óvissa um veturinn fyrir Grindvíkinga. Þótt þeim sé nú hleypt inn á svæðið í dag og það teljist hafa lítillega dregið úr hættu á svæðinu á eldgosi,“ sagði forsætisráðherra og að funnið væri að því að finna Grindvíkingum húsnæði til næstu mánaða.


Tengdar fréttir

Forsætisráðherra segir risaverkefni að leysa bráðavanda Grindvíkinga

Forsætisráðherra segir húsnæðismál Grindvíkinga verða tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun en það væri risaverkefni að leysa úr húsnæðisþörf þeirra næstu mánuðina. Útspil bankanna í gær um að fella tímabundið niður vexti og verðbætur dragi vonandi úr áhyggjum og kvíða Grindvíkinga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×