„Viðmiðin hjá okkur eru víðari en á Norðurlöndunum“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 23. nóvember 2023 12:52 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Lyfjastofnunar segir Sjúkratryggingar Íslands ákvarða hvaða sjúklingar fá niðurgreidd lyf sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Breytt fyrirkomulag verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því. Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýstu miklum áhyggjum í hádegisfréttum okkar í gær vegna breytts fyrirkomulags á greiðsluþátttöku á lyfjunum Saxenda og Wegovy og skoruðu á Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar að endurskoða ákvörðunina. Sérfræðilæknir við offitumeðferð sagði hert skilyrði mismuna sjúklingum eftir efnahag og að hátt í tvö þúsund manns komi til með að lenda í vandræðum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri lyfjastofnunar, segir skilyrðin á hinum Norðurlöndunum strangari en hér. „Það er búið að setja hér á Íslandi einstaklingsbundna greiðsluþátttöku. Það er engin greiðsluþátttaka í Svíþjóð og Finnlandi og í Noregi og Danmörku er hún strangari heldur en hjá okkur,“ segir Rúna. Sjúkratryggingar hafi haft samráð við sína sérfræðinga í tengslum við ákvörðunina. „Það er verið að beina þeim sjúklingum sem fá einna helst mestan ábata af annað hvort lyfjum eða öðrum úrræðum og í því greiðir ríkið niður. Það sem veldur okkur sérstökum áhyggjum og eru áhyggjur í Evrópu er að það er skortur á þessum lyfjum og það er eiginlega verið að tryggja það líka að þeir sjúklingar sem eru settir á lyfjum að það sé nægar birgðir til þess að geta haldið þeim á lyfjunum,“ segir Rúna. Matið byggi meðal annars á heilsuhagfræðilegri úttekt sem norðmenn og danir gerðu um það fyrir hvaða sjúklinga ábatinn væri mestur. „Rökin eru raunverulega fyrir því að til dæmis viðmiðin hjá okkur eru víðari en á Norðurlöndunum og það var ákveðið að gera það hér af því að offita er meiri á Íslandi,“ segir Rúna og bætir við að fyrirkomulagið verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því enda séu það þeir sem ákvarði um val á sjúklingum. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Tengdar fréttir Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. 22. nóvember 2023 08:24 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Sjá meira
Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýstu miklum áhyggjum í hádegisfréttum okkar í gær vegna breytts fyrirkomulags á greiðsluþátttöku á lyfjunum Saxenda og Wegovy og skoruðu á Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar að endurskoða ákvörðunina. Sérfræðilæknir við offitumeðferð sagði hert skilyrði mismuna sjúklingum eftir efnahag og að hátt í tvö þúsund manns komi til með að lenda í vandræðum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri lyfjastofnunar, segir skilyrðin á hinum Norðurlöndunum strangari en hér. „Það er búið að setja hér á Íslandi einstaklingsbundna greiðsluþátttöku. Það er engin greiðsluþátttaka í Svíþjóð og Finnlandi og í Noregi og Danmörku er hún strangari heldur en hjá okkur,“ segir Rúna. Sjúkratryggingar hafi haft samráð við sína sérfræðinga í tengslum við ákvörðunina. „Það er verið að beina þeim sjúklingum sem fá einna helst mestan ábata af annað hvort lyfjum eða öðrum úrræðum og í því greiðir ríkið niður. Það sem veldur okkur sérstökum áhyggjum og eru áhyggjur í Evrópu er að það er skortur á þessum lyfjum og það er eiginlega verið að tryggja það líka að þeir sjúklingar sem eru settir á lyfjum að það sé nægar birgðir til þess að geta haldið þeim á lyfjunum,“ segir Rúna. Matið byggi meðal annars á heilsuhagfræðilegri úttekt sem norðmenn og danir gerðu um það fyrir hvaða sjúklinga ábatinn væri mestur. „Rökin eru raunverulega fyrir því að til dæmis viðmiðin hjá okkur eru víðari en á Norðurlöndunum og það var ákveðið að gera það hér af því að offita er meiri á Íslandi,“ segir Rúna og bætir við að fyrirkomulagið verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því enda séu það þeir sem ákvarði um val á sjúklingum.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Tengdar fréttir Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. 22. nóvember 2023 08:24 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Sjá meira
Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. 22. nóvember 2023 08:24