Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum verðum við í Grindavík en neyðarstigi var aflétt í bænum í morgun og fært niður á hættustig.

Þá heyrum við í forsætisráðherra sem fagnar ákvörðun stóru bankanna um að fella niður vexti og verðbætur á frystum lánum Grindvíkinga og hún segir að húsnæðismál þeirra verði tekin fyrir í ríkisstjórninni á morgun. 

Einnig förum við á Alþingi þar sem formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir aðgerðarleysi þegar kemur að stöðu heimilanna í landinu almennt. 

Að auki heyrum við í forstjóra Lyfjastofnunnar um vinsæl megrunarlyf og fjöllum um reykingar í fjölbýlishúsum.

Í íþróttapakka dagsins verður síðan fjallað um nýjan samstarfssamning sem HSÍ hefur gert við Arnarlax og fallið hefur í grýttan jarðveg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×