Um þriðjungur starfsfólks farinn heim til Póllands Lovísa Arnardóttir skrifar 23. nóvember 2023 11:31 Pétur segir að um leið og grænt ljós verði gefið fari starfsmenn aftur til vinnu í Grindavík. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík segir helstu starfsemi hafa verið flutta annað. Stefnt sé að því að undirbúa húsin í Grindavík næstu viku fyrir vinnslu þegar leyfi fæst. Þriðjungur hefur yfirgefið landið. Hann segir starfsemina byrja aftur í Grindavík um leið og grænt ljós kemur. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, segir alla starfsemi fyrirtækisins í Grindavík hafa verið flutta annað eftir að bærinn var rýmdur. Rýmingin sem tekur gildi í dag breyti því ekki miklu fyrir starfsemi fyrirtækisins. En skipti auðvitað höfuðmáli fyrir starfsfólk sem margt er búsett í bænum. „Við höfum verið með vélstjóra á staðnum sem hefur verið að sjá um viðhald fasteigna og annað slíkt, segir Pétur. Neyðarstigi almannavarna var aflétt klukkan 11 og farið niður á hættustig. Íbúar í Grindavík voru beðnir um að skrá sig á Island.is og sækja þar um heimild til að fara til bæjarins í dag. Lykilstarfsemi á þessum tíma er að sögn Péturs saltfiskur sem sé verið að verka. Hægt hafi verið á annarri starfsemi á meðan enn sé óvissa. Á meðan henni stendur hefur saltfiskvinnslan verið flutt til Þorlákshafnar. „Það tekur tuttugu daga, ferlið, og það er verið að klára það í Þorlákshöfn. Því lýkur um miðjan desember. Svo eru skipin á sjó og útgerðarhlutinn er í Hafnarfirði,“ segir Pétur og að starfsfólk skrifstofunnar hafi fengið aðstöðu á Höfða í Reykjavík. „Svo fóru 50 til 60 manns heim til Póllands,“ segir Pétur en alls voru starfsmenn Vísis í Grindavík um 160. Hann segir þriðjung þeirra í verkefnum í Þorlákshöfn, Hafnarfirði eða á Höfða. Restin af starfsfólki sé enn heima, að hugsa um börn og vinna að því að finna sér varanlegt húsnæði. Hann segir að starfsfólki hafi verið gefið út vikuna og svo eigi að taka upp þráðinn eftir helgi. „Við munum nýta okkur það í næstu viku að vinna betur í húsunum, ganga frá og verja þau og sinna viðhaldi. Það þarf að yfirfara lagnir og undirbúa annað hvort stutt eða langt stopp,“ segir Pétur. Hann segir að hægt verði að skipuleggja viðhaldsvinnu og eftirlit án þess að það sé á harðahlaupum eins og það hafi verið síðustu daga. „Við reynum að stefna að því hafa húsin tilbúin um leið og grænt ljós kæmi.“ Þannig þið viljið fara aftur þangað til að vinna? „Við gerum það um leið og Guð og góðir vættir leyfa. Húsin og höfnin eru óskemmd en það þarf auðvitað fara fram heilmikið skipulag áður en það gerist.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnsla hefst ekki í næstu viku heldur á aðeins að undirbúa húsin í Grindavík fyrir vinnslu þannig þau séu til þegar hún má hefjast. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ölfus Reykjavík Hafnarfjörður Sjávarútvegur Pólland Innflytjendamál Tengdar fréttir Fá ekki óheftan aðgang en hafa náð að bjarga nánast öllu Forstjóri Orf líftækni segir að rýmri opnun til Grindavíkur gildi ekki fyrir fyrirtækið, sem er nokkuð utan bæjarins. Fólk á vegum fyrirtækisins hafi þó fengið að fara á svæðið þrisvar í fylgd viðbragðsaðila og búið sé að bjarga nánast öllu því sem bjargað verður. 23. nóvember 2023 11:19 Ragnar Þór aflýsir mótmælum við Landsbankann Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur lýst því yfir að fyrirhuguðum mótmælum við Landsbankann, sem boðað hafði verið til klukkan 14 í dag, hefur verið aflýst. 23. nóvember 2023 10:11 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, segir alla starfsemi fyrirtækisins í Grindavík hafa verið flutta annað eftir að bærinn var rýmdur. Rýmingin sem tekur gildi í dag breyti því ekki miklu fyrir starfsemi fyrirtækisins. En skipti auðvitað höfuðmáli fyrir starfsfólk sem margt er búsett í bænum. „Við höfum verið með vélstjóra á staðnum sem hefur verið að sjá um viðhald fasteigna og annað slíkt, segir Pétur. Neyðarstigi almannavarna var aflétt klukkan 11 og farið niður á hættustig. Íbúar í Grindavík voru beðnir um að skrá sig á Island.is og sækja þar um heimild til að fara til bæjarins í dag. Lykilstarfsemi á þessum tíma er að sögn Péturs saltfiskur sem sé verið að verka. Hægt hafi verið á annarri starfsemi á meðan enn sé óvissa. Á meðan henni stendur hefur saltfiskvinnslan verið flutt til Þorlákshafnar. „Það tekur tuttugu daga, ferlið, og það er verið að klára það í Þorlákshöfn. Því lýkur um miðjan desember. Svo eru skipin á sjó og útgerðarhlutinn er í Hafnarfirði,“ segir Pétur og að starfsfólk skrifstofunnar hafi fengið aðstöðu á Höfða í Reykjavík. „Svo fóru 50 til 60 manns heim til Póllands,“ segir Pétur en alls voru starfsmenn Vísis í Grindavík um 160. Hann segir þriðjung þeirra í verkefnum í Þorlákshöfn, Hafnarfirði eða á Höfða. Restin af starfsfólki sé enn heima, að hugsa um börn og vinna að því að finna sér varanlegt húsnæði. Hann segir að starfsfólki hafi verið gefið út vikuna og svo eigi að taka upp þráðinn eftir helgi. „Við munum nýta okkur það í næstu viku að vinna betur í húsunum, ganga frá og verja þau og sinna viðhaldi. Það þarf að yfirfara lagnir og undirbúa annað hvort stutt eða langt stopp,“ segir Pétur. Hann segir að hægt verði að skipuleggja viðhaldsvinnu og eftirlit án þess að það sé á harðahlaupum eins og það hafi verið síðustu daga. „Við reynum að stefna að því hafa húsin tilbúin um leið og grænt ljós kæmi.“ Þannig þið viljið fara aftur þangað til að vinna? „Við gerum það um leið og Guð og góðir vættir leyfa. Húsin og höfnin eru óskemmd en það þarf auðvitað fara fram heilmikið skipulag áður en það gerist.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnsla hefst ekki í næstu viku heldur á aðeins að undirbúa húsin í Grindavík fyrir vinnslu þannig þau séu til þegar hún má hefjast.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ölfus Reykjavík Hafnarfjörður Sjávarútvegur Pólland Innflytjendamál Tengdar fréttir Fá ekki óheftan aðgang en hafa náð að bjarga nánast öllu Forstjóri Orf líftækni segir að rýmri opnun til Grindavíkur gildi ekki fyrir fyrirtækið, sem er nokkuð utan bæjarins. Fólk á vegum fyrirtækisins hafi þó fengið að fara á svæðið þrisvar í fylgd viðbragðsaðila og búið sé að bjarga nánast öllu því sem bjargað verður. 23. nóvember 2023 11:19 Ragnar Þór aflýsir mótmælum við Landsbankann Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur lýst því yfir að fyrirhuguðum mótmælum við Landsbankann, sem boðað hafði verið til klukkan 14 í dag, hefur verið aflýst. 23. nóvember 2023 10:11 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Fá ekki óheftan aðgang en hafa náð að bjarga nánast öllu Forstjóri Orf líftækni segir að rýmri opnun til Grindavíkur gildi ekki fyrir fyrirtækið, sem er nokkuð utan bæjarins. Fólk á vegum fyrirtækisins hafi þó fengið að fara á svæðið þrisvar í fylgd viðbragðsaðila og búið sé að bjarga nánast öllu því sem bjargað verður. 23. nóvember 2023 11:19
Ragnar Þór aflýsir mótmælum við Landsbankann Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur lýst því yfir að fyrirhuguðum mótmælum við Landsbankann, sem boðað hafði verið til klukkan 14 í dag, hefur verið aflýst. 23. nóvember 2023 10:11