Messi: Þetta hefði getað endað sem harmleikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 10:30 Lionel Messi hafði miklar áhyggjur af argentínsku stuðningsmönnunum í stúkunni eftir meðferðina frá brasilísku lögreglunni. AP/Silvia Izquierdo Lionel Messi var harðorður þegar hann tjáði sig um slagsmálin og aðgerðir brasilísku lögreglunnar á leik Argentínu og Brasilíu í undankeppni HM í nótt. Argentína vann þarna 1-0 sigur á Brasilíu en leiknum seinkaði um tuttugu mínútur vegna óláta í stúkunni. Lögreglan réðst í framhaldinu á stuðningsmenn argentínska landsliðsins og Messi sagði frá því að á því svæði hefðu verið fjölskyldur og vinir leikmanna argentínska landsliðsins. Messi og félagar hans reyndu að róa stuðningsmennina áður en þeir fóru inn í klefa og biðu eftir því að allt róaðist. Það má sjá þá ganga þangað hér fyrir neðan. Incidentes en la previa del clásico sudamericano. Momentos antes del inicio del partido hay disturbios en la tribuna y los jugadores de ambas selecciones intentan calmar los ánimos. Se demora el arranque de Brasil vs Argentina por las #Eliminatorias. pic.twitter.com/V8kSg4iYNj— Televisión Pública (@TV_Publica) November 22, 2023 „Þetta var slæmt vegna þess hvernig lögreglan var að berja fólkið,“ sagði Lionel Messi. „Við fórum inn í búningsklefa af því að það var besta leiðin til að róa fólk. Þetta hefði getað endað sem harmleikur,“ sagði Messi. „Þú ferð að hugsa um fjölskyldurnar og fólkið sem er hér. Við vitum ekki hvað sé í gangi og höfðum miklar áhyggjur. Það að spila fótboltaleik á þeirri stundu var orðið aukaatriði,“ sagði Messi. Leikurinn fór af stað en þótt að Messi hafi ekki náð að skora þá vann Argentína þarna fyrsta sigurinn í sögu undankeppni HM á Brasilíu í Brasilíu. „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Messi. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna,“ sagði Messi harðorður. Þeir fögnuðu samt sigrinum eins og sjá má hér fyrir neðan. #Eliminatorias Porque los jugadores me van a demostrar que salen a ganar, que quieren salir campeón, pic.twitter.com/uZmy3vgAJg— Selección Argentina (@Argentina) November 22, 2023 Argentína HM 2026 í fótbolta Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Argentína vann þarna 1-0 sigur á Brasilíu en leiknum seinkaði um tuttugu mínútur vegna óláta í stúkunni. Lögreglan réðst í framhaldinu á stuðningsmenn argentínska landsliðsins og Messi sagði frá því að á því svæði hefðu verið fjölskyldur og vinir leikmanna argentínska landsliðsins. Messi og félagar hans reyndu að róa stuðningsmennina áður en þeir fóru inn í klefa og biðu eftir því að allt róaðist. Það má sjá þá ganga þangað hér fyrir neðan. Incidentes en la previa del clásico sudamericano. Momentos antes del inicio del partido hay disturbios en la tribuna y los jugadores de ambas selecciones intentan calmar los ánimos. Se demora el arranque de Brasil vs Argentina por las #Eliminatorias. pic.twitter.com/V8kSg4iYNj— Televisión Pública (@TV_Publica) November 22, 2023 „Þetta var slæmt vegna þess hvernig lögreglan var að berja fólkið,“ sagði Lionel Messi. „Við fórum inn í búningsklefa af því að það var besta leiðin til að róa fólk. Þetta hefði getað endað sem harmleikur,“ sagði Messi. „Þú ferð að hugsa um fjölskyldurnar og fólkið sem er hér. Við vitum ekki hvað sé í gangi og höfðum miklar áhyggjur. Það að spila fótboltaleik á þeirri stundu var orðið aukaatriði,“ sagði Messi. Leikurinn fór af stað en þótt að Messi hafi ekki náð að skora þá vann Argentína þarna fyrsta sigurinn í sögu undankeppni HM á Brasilíu í Brasilíu. „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Messi. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna,“ sagði Messi harðorður. Þeir fögnuðu samt sigrinum eins og sjá má hér fyrir neðan. #Eliminatorias Porque los jugadores me van a demostrar que salen a ganar, que quieren salir campeón, pic.twitter.com/uZmy3vgAJg— Selección Argentina (@Argentina) November 22, 2023
Argentína HM 2026 í fótbolta Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira