Þeim fjölgar sem finnast löngu eftir andlát Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2023 07:09 Fleiri virðast glíma við félagslega einangrun og einmanaleika. Getty Þeim fjölgar ört sem látast á Englandi og í Wales en finnast ekki fyrr en löngu seinna, þannig að líkin eru farin að brotna niður. Vísindamenn segja þáttum á borð við aukna félagslega einangrun um að kenna. Í mörgum, ef ekki flestum, tilvikum er um að ræða fólk sem deyr heima og finnst ekki fyrr en löngu seinna. Samkvæmt nýrri rannsókn eru karlar tvöfalt líklegri en konur til að finnast svo löngu eftir andlát að lík þeirra eru byrjuð að brotna niður. Vísindamennirnir segja aukninguna benda til þess að bæði formleg og óformleg samfélagsleg stuðningsnet séu ekki jafn öflug og þau voru. Þá liggi beint við að rekja þá staðreynd að fólk sé að finnast dögum, vikum, mánuðum og jafnvel árum eftir andlát til einhvers konar vanrækslu en frekari rannsókna sé þörf. Í niðurstöðunum er meðal annars komið inn á andlát tveggja kvenna; Lauru Winham, sem var 38 ára og glímdi við alvarleg andleg veikindi og fannst ekki fyrr en þremur árum eftir að hún lést, og Sheilu Seleoane, 61 árs, sem fannst á heimili sínu í Lundúnum tveimur árum eftir andlát. „Þessi rannsókn er mjög dapurleg lesning,“ segir Kamila Hawthorne, formaður læknasamtakanna Royal College of GPs. „Einmanaleiki er alltof algengur og þrátt fyrir að hann sé eitthvað sem allir aldurshópar upplifa þá getur hann verið sérstaklega erfiður eldra fólki. Áhrif hans á heilsu og lífsgæði fólks eru umtalsverð,“ segir hún. Þeir sem þjáist af einmanaleika séu mun líklegri en aðrir til að deyja fyrr. Hawthorne segir að á sama tíma og fólk lifi nú lengur þýði það að fleiri búi nú mögulega lengur við einangrun frá öðrum. Auðvelt sé að greina líkamleg og efnahagsleg vandamál fólks en ekki jafn auðvelt að koma auga á samfélagslega og andlega erfiðleika. Þess má geta að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði í síðustu viku að einmanaleiki væri ógn við lýðheilsu. Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Í mörgum, ef ekki flestum, tilvikum er um að ræða fólk sem deyr heima og finnst ekki fyrr en löngu seinna. Samkvæmt nýrri rannsókn eru karlar tvöfalt líklegri en konur til að finnast svo löngu eftir andlát að lík þeirra eru byrjuð að brotna niður. Vísindamennirnir segja aukninguna benda til þess að bæði formleg og óformleg samfélagsleg stuðningsnet séu ekki jafn öflug og þau voru. Þá liggi beint við að rekja þá staðreynd að fólk sé að finnast dögum, vikum, mánuðum og jafnvel árum eftir andlát til einhvers konar vanrækslu en frekari rannsókna sé þörf. Í niðurstöðunum er meðal annars komið inn á andlát tveggja kvenna; Lauru Winham, sem var 38 ára og glímdi við alvarleg andleg veikindi og fannst ekki fyrr en þremur árum eftir að hún lést, og Sheilu Seleoane, 61 árs, sem fannst á heimili sínu í Lundúnum tveimur árum eftir andlát. „Þessi rannsókn er mjög dapurleg lesning,“ segir Kamila Hawthorne, formaður læknasamtakanna Royal College of GPs. „Einmanaleiki er alltof algengur og þrátt fyrir að hann sé eitthvað sem allir aldurshópar upplifa þá getur hann verið sérstaklega erfiður eldra fólki. Áhrif hans á heilsu og lífsgæði fólks eru umtalsverð,“ segir hún. Þeir sem þjáist af einmanaleika séu mun líklegri en aðrir til að deyja fyrr. Hawthorne segir að á sama tíma og fólk lifi nú lengur þýði það að fleiri búi nú mögulega lengur við einangrun frá öðrum. Auðvelt sé að greina líkamleg og efnahagsleg vandamál fólks en ekki jafn auðvelt að koma auga á samfélagslega og andlega erfiðleika. Þess má geta að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði í síðustu viku að einmanaleiki væri ógn við lýðheilsu.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira