Fótbolti

Dönsku strákarnir á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tobias Bech, til hægri, var allt í öllu hjá Dönum.
Tobias Bech, til hægri, var allt í öllu hjá Dönum. Michael Steele/Getty Images

Danmörk lagði Wales 2-1 í I-riðli undankeppni EM U-21 árs landsliða drengja í kvöld. Það þýðir að bæði Danmörk og Wales eru með átta stig en Ísland er í 3. sæti með sex.

Ísland byrjaði undankeppnina á tveimur sigrum en mátti þola 1-0 tap gegn Wales ytra á dögunum. Í kvöld tók Wales á móti Danmörku og fór það svo að gestirnir höfðu betur, lokatölur 1-2.

Tobias Bech, leikmaður AGF, kom Dönum yfir strax á fimmtu mínútu leiksins en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Það var svo þegar ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma sem Oliver Provstgaard, leikmaður Vejle, skoraði það sem átti eftir að verða sigurmarkið. Bech með stoðsendinguna að þessu sinni.

Cian Ashford, leikmaður Cardiff City, minnkaði muninn í uppbótartíma en nær komst Wales ekki.

Lokatölur 1-2 sem þýðir að Danir eru á toppi riðilsins með 8 stig að loknum fjórum leikjum, Wales er með jafn mörg stig eftir fimm leiki en Ísland er með 6 stig að loknum aðeins þremur leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.