Ísland byrjaði undankeppnina á tveimur sigrum en mátti þola 1-0 tap gegn Wales ytra á dögunum. Í kvöld tók Wales á móti Danmörku og fór það svo að gestirnir höfðu betur, lokatölur 1-2.
Tobias Bech, leikmaður AGF, kom Dönum yfir strax á fimmtu mínútu leiksins en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.
Það var svo þegar ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma sem Oliver Provstgaard, leikmaður Vejle, skoraði það sem átti eftir að verða sigurmarkið. Bech með stoðsendinguna að þessu sinni.
Cian Ashford, leikmaður Cardiff City, minnkaði muninn í uppbótartíma en nær komst Wales ekki.
Hvor er det vigtigt!!
— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) November 20, 2023
U21-landsholdet vinder årets sidste EM-kvalkamp og lægger sig op som nummer 1 i puljen
Sådan, drenge!#ForDanmark #U21 pic.twitter.com/OjSyuSauRa
Lokatölur 1-2 sem þýðir að Danir eru á toppi riðilsins með 8 stig að loknum fjórum leikjum, Wales er með jafn mörg stig eftir fimm leiki en Ísland er með 6 stig að loknum aðeins þremur leikjum.