Skotland og Noregi gerðu jafntefli í stórskemmtilegum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 22:35 John McGinn fagnar marki sínu. Robbie Jay Barratt/Getty Images Leikjum dagsins í undankeppni EM karla í knattspyrnu er nú lokið. Skotland og Noregur gerðu 3-3 jafntefli, Spánn vann 3-1 sigur á Georgíu á meðan Slóvakía og Lúxemborg unnu útisigra í riðli Íslands. Fyrir leik Skotlands og Noregs var ljóst að Skotar væru á leið á EM en Norðmenn þurfa að sitja heima næsta sumar þegar bestu lið Evrópu mæta til Þýskalands. Það voru hins vegar Norðmenn sem komust yfir á Hampden Park í Glasgow í kvöld. Aron Donnum kom Noregi yfir eftir aðeins þrjár mínútur en heimamenn fengu vítaspyrnu tíu mínútum síðar sem John McGinn jafnaði metin úr. Jorgen Strand Larsen kom gestunum yfir á nýjan leik á 20. mínútu en Leo Ostigard varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark ekki löngu síðar og staðan jöfn 2-2 í hálfleik. John McGinn is the king of celebrations pic.twitter.com/DtEXKq2nlf— LiveScore (@livescore) November 19, 2023 Skotar komust loks yfir þegar Stuart Armstrong skoraði á 59. mínútu en Mohamed Elyounoussi jafnaði metin fyrir Noreg undir lokin og þar við sat, lokatölur 3-3 í stórskemmtilegum leik. Í sama riðli vann Spánn 3-1 sigur á Georgíu. Robin Le Normand kom Spáni yfir áður en Khvicha Kvaratskhelia jafnaði metin. Um miðbik fyrri hálfleiks þurfti Gavi, leikmaður Barcelona og Spánar, að yfirgefa völlinn gegna meiðsla en óttast er að hann verði lengi frá keppni vegna þeirra. Staðan var 1-1 í hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks skoraði Ferrán Torres annað mark Spánar. Hann hefur nú skorað 18 mörk í 40 A-landsleikjum. Ferran Torres has 18 goals in just 40 games for Spain #EURO2024 pic.twitter.com/uVD0PuPHjd— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) November 19, 2023 Luka Lochoshvili setti svo boltann í eigið net á 72. mínútu og gulltryggði þar með 3-1 sigur Spánar. Spánverjar unnu því A-riðil með 21 stig, Skotland var í 2. sæti með 17 stig og Noregur þar á eftir með 11 stig. Önnur úrslit Bosnía-Hersegóvína 1-2 Slóvakía Liechtenstein 0-1 Lúxemborg Portúgal 2-0 Ísland Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Lukaku skoraði fernu í fyrri hálfleik Belgía rúllaði Aserbaísjan upp í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024. Þá vann Svíþjóð 2-0 sigur á Eistlandi. 19. nóvember 2023 19:21 Ungverjaland og Serbía á EM Ungverjaland og Serbía eru komin á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. 19. nóvember 2023 16:11 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Fyrir leik Skotlands og Noregs var ljóst að Skotar væru á leið á EM en Norðmenn þurfa að sitja heima næsta sumar þegar bestu lið Evrópu mæta til Þýskalands. Það voru hins vegar Norðmenn sem komust yfir á Hampden Park í Glasgow í kvöld. Aron Donnum kom Noregi yfir eftir aðeins þrjár mínútur en heimamenn fengu vítaspyrnu tíu mínútum síðar sem John McGinn jafnaði metin úr. Jorgen Strand Larsen kom gestunum yfir á nýjan leik á 20. mínútu en Leo Ostigard varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark ekki löngu síðar og staðan jöfn 2-2 í hálfleik. John McGinn is the king of celebrations pic.twitter.com/DtEXKq2nlf— LiveScore (@livescore) November 19, 2023 Skotar komust loks yfir þegar Stuart Armstrong skoraði á 59. mínútu en Mohamed Elyounoussi jafnaði metin fyrir Noreg undir lokin og þar við sat, lokatölur 3-3 í stórskemmtilegum leik. Í sama riðli vann Spánn 3-1 sigur á Georgíu. Robin Le Normand kom Spáni yfir áður en Khvicha Kvaratskhelia jafnaði metin. Um miðbik fyrri hálfleiks þurfti Gavi, leikmaður Barcelona og Spánar, að yfirgefa völlinn gegna meiðsla en óttast er að hann verði lengi frá keppni vegna þeirra. Staðan var 1-1 í hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks skoraði Ferrán Torres annað mark Spánar. Hann hefur nú skorað 18 mörk í 40 A-landsleikjum. Ferran Torres has 18 goals in just 40 games for Spain #EURO2024 pic.twitter.com/uVD0PuPHjd— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) November 19, 2023 Luka Lochoshvili setti svo boltann í eigið net á 72. mínútu og gulltryggði þar með 3-1 sigur Spánar. Spánverjar unnu því A-riðil með 21 stig, Skotland var í 2. sæti með 17 stig og Noregur þar á eftir með 11 stig. Önnur úrslit Bosnía-Hersegóvína 1-2 Slóvakía Liechtenstein 0-1 Lúxemborg Portúgal 2-0 Ísland
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Lukaku skoraði fernu í fyrri hálfleik Belgía rúllaði Aserbaísjan upp í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024. Þá vann Svíþjóð 2-0 sigur á Eistlandi. 19. nóvember 2023 19:21 Ungverjaland og Serbía á EM Ungverjaland og Serbía eru komin á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. 19. nóvember 2023 16:11 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Lukaku skoraði fernu í fyrri hálfleik Belgía rúllaði Aserbaísjan upp í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024. Þá vann Svíþjóð 2-0 sigur á Eistlandi. 19. nóvember 2023 19:21
Ungverjaland og Serbía á EM Ungverjaland og Serbía eru komin á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. 19. nóvember 2023 16:11