Innlent

Gengu út af við­burði Clinton og mót­mæltu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Í Hörpunni um fjögurleytið í dag. 
Í Hörpunni um fjögurleytið í dag.  Kolbrún Birna Bachmann

Hópur fólks mótmælti afstöðu Hillary Clinton stjórnmálakonu á viðburði á vegum Iceland Noir í hörpu í dag. Tvær konur stóðu upp úr sætum sínum í Eldborgarsal og flögguðu palestínska fánanum í mótmælaskyni. 

Glæpasagnahátíðin Iceland Noir, sem fór fram síðastliðna viku, hefur fengið á sig harða gagnrýni vegna viðburðar sem Clinton kemur fram á. Sjötíu rithöfundar hvöttu til sniðgöngu hátíðarinnar vegna viðburðarins. Clinton hefur verið gagnrýnd fyrir afstöðu sína gegn vopnahléi á Gasa. 

Á meðan Clinton kynnti bókina State of Terror ásamt Louise Penny, meðhöfundi sínum, í Eldborgarsal Hörpu fóru fram mótmæli fyrir utan salinn. Þátttakendur lögðust hreyfingarlaus á gólfið sveipaðir hvítum lökum. Einhver þeirra voru með rauðum málningarslettum, og ætlunin væntanlega sú að líkja eftir líkum þeirra sem hafa látist í árásum Ísraels á Gasa að undanförnu, en sami gjörningur var framkvæmdur í Kringlunni í vikunni.

Skömmu áður en viðburðurinn hófst stóðu tvær konur upp, flögguðu palestínska fánanum og gengu út úr salnum í mótmælaskyni. Myndskeið af því má sjá hér að neðan.

Skýr skilaboð. Kolbrún Birna Bachmann
„Frjáls Palestína.“Kolbrún Birna Bachmann
Gjörningurinn vakti athygli. Kolbrún Birna Bachmann
„Til helvítis með heimsvaldastefnu Bandaríkjanna.“Kolbrún Birna Bachmann
Mótmælendur lágu við lið veitingastaðarins á fyrstu hæð Hörpu.Kolbrún Birna Bachmann

Tengdar fréttir

Ofbauð að Clinton fengi sviðið og afboðaði komu sína

Skipuleggjendur bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir eru miður sín vegna umræðu sem skapast hefur í kringum komu bandarísku stjórnmálakonunnar Hillary Clinton á viðburð tengdan hátíðinni. Þeir benda þó á að hátíðin snúist um bókmenntir - ekki pólitík. Rithöfundur sem hætti við að koma fram á Iceland Noir vegna afstöðu Clintons til vopnahlés á Gasa segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að sniðganga hátíðina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×