Innlent

Lögðust niður í Kringlunni og kröfðust að­gerða

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Fólkið lá hreyfingarlaust undir hvítum lökum með rauðum slettum á.
Fólkið lá hreyfingarlaust undir hvítum lökum með rauðum slettum á. Vísir/Einar

Um 70 manns komu saman í Kringlunni síðdegis í dag og lögðust hreyfingarlaus á gólfið í Kringlunni. Fólkið krafðist þess að alþjóðasamfélagið beitti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. 

Fólkið lagðist á jörðina í verslunarmiðstöðinni, sveipað hvítum lökum. Mörg þeirra voru með rauðum málningarslettum, og ætlunin væntanlega sú að líkja eftir líkum þeirra sem hafa látist í árásum Ísraels á Gasa að undanförnu.

Í yfirlýsingu frá skipuleggjendum gjörningsins segir að þess sé krafist að Ísland slíti stjórnmalasambandi við Ísrael og beiti ríkið viðskiptaþvingunum.

„Enda eiga ríki sem fremja stríðsglæpi ekki að fá efnahagslegan stuðning til þess. Krafa okkar til Íslenskrar ríkisstjórnar er þessi: Setjið viðskiptabann á Ísrael. Slítið stjórnmálasambandi við Ísrael. Krefjist vopnahlés á alþjóðavettvangi - STRAX. Lifi frjáls Palestína!“ segir í tilkynningunni. 

„Þegar börn eru stráfelld getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá,“ skrifaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, þá í stjórnarandstöðu, í blaðagrein árið 2014. Vísir/Einar
Gjörningurinn vakti athygli Kringlugesta.Vísir/Einar


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×