Datt niður stiga og fær níutíu milljónir króna Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2023 15:01 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti á föstudaginn. Vísir/Vilhelm Karlmanni, sem féll niður stiga á skemmtistað árið 2016 og hlaut 75 prósent varanlega örorku af, hefur verið dæmd 91 milljón króna í skaða- og miskabætur. Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp á föstudag. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms. Maðurinn hafði höfðað mál til heimtu bóta úr hendi Varðar og TM, sem veitt höfðu annars vegar eiganda húsnæðis skemmtistaðarins og hins vegar rekstraraðila hans ábyrgðartryggingu. Í dómi héraðsdóms er atvikum lýst svo að maðurinn hafi verið ásamt vini sínum á skemmtistaðnum að fagna því að vera nánast búinn með meistararitgerð sína í ótilgreindu háskólanámi. Félagarnir hafi verið á leið niður stigann þegar vinurinn hrasaði og maðurinn féll um hann og lenti með hnakkann neðst í stiganum. Maðurinn hafi hlotið alvarleg meiðsli á höfði og varanleg örorka hans hafi verið metin 75 prósent og varanlegur miski fjörutíu stig. Slysið rakið til ófullnægjandi aðbúnaðar Í dóminum segir að tekist hafi verið á um það hvort slysið hafi mátt rekja til ófullnægjandi aðbúnaðar stigans og slæmrar lýsingar við hann eða eigin sakar mannsins. Tryggingarfélögin höfnuðu bótaskyldu á þeim grundvelli að um óhappatilvik hafi verið að ræða og að slysið hafi mátt rekja til ölvunar mannanna tveggja. Í dómi héraðsdóms segir að ekkert hafi verið sannað um að mennirnir tveir hafi verið svo ölvaðir að það hafi getað leitt til slyssins. Aftur á móti hafi dómkvaddur matsmaður metið það sem svo að aðbúnaður stigans hafi verið ófullnægjandi. Á grundvelli mælinga matsmanns sló Landsréttur því föstu að stiginn hefði frá öndverðu farið í bága við ákvæði byggingarsamþykktar frá árinu 1945, sem var í gildi þegar húsið var byggt, en einnig ákvæði síðari reglugerða. Taldi Landsréttur að sá annmarki á stiganum, auk ófullnægjandi lýsingar, hefði verið megin orsök slyssins. Enn fremur var talið í ljós leitt að rekstraraðili skemmtistaðarins hefði búið yfir vitneskju um að stiginn væri varhugaverður. Eigandi fasteignarinnar og rekstraraðili staðarins voru því taldir bera bótaábyrgð gagnvart manninum og tryggingarfélögunum tveimur gert að greiða honum bætur óskipt. Miðað við meðallaun háskólamenntaðra Þá var einnig tekist á um útreikning bóta en maðurinn fór fram á það að við útreikninginn yrði miðað við meðallaun þeirra sem lokið hafa meistaraprófi í þeirri grein sem hann stundaði á slysdag. Hann hafi sem áður segir verið að fagna því að vera svo gott sem búinn að skrifa ritgerðina og systir hans hafi annast lokafrágang hennar og skilað henni. Bæði hérðasdómur og Landsréttur féllust á þennan málatilbúnað mannsins og dæmdu honum því bætur í samræmi við það. Maðurinn gerði kröfu um bætur upp á 96 milljónir króna en þær voru lækkaðar í 91 milljón króna með vísan til rangs útreiknings. Þá var tryggingarfélögunum gert að greiða málskostnað mannsins, 7,1 milljón króna í héraði og 1,5 milljónir í Landsrétti, sem rennur í ríkissjóð vegna gjafsóknar mannsins. Tryggingar Dómsmál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp á föstudag. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms. Maðurinn hafði höfðað mál til heimtu bóta úr hendi Varðar og TM, sem veitt höfðu annars vegar eiganda húsnæðis skemmtistaðarins og hins vegar rekstraraðila hans ábyrgðartryggingu. Í dómi héraðsdóms er atvikum lýst svo að maðurinn hafi verið ásamt vini sínum á skemmtistaðnum að fagna því að vera nánast búinn með meistararitgerð sína í ótilgreindu háskólanámi. Félagarnir hafi verið á leið niður stigann þegar vinurinn hrasaði og maðurinn féll um hann og lenti með hnakkann neðst í stiganum. Maðurinn hafi hlotið alvarleg meiðsli á höfði og varanleg örorka hans hafi verið metin 75 prósent og varanlegur miski fjörutíu stig. Slysið rakið til ófullnægjandi aðbúnaðar Í dóminum segir að tekist hafi verið á um það hvort slysið hafi mátt rekja til ófullnægjandi aðbúnaðar stigans og slæmrar lýsingar við hann eða eigin sakar mannsins. Tryggingarfélögin höfnuðu bótaskyldu á þeim grundvelli að um óhappatilvik hafi verið að ræða og að slysið hafi mátt rekja til ölvunar mannanna tveggja. Í dómi héraðsdóms segir að ekkert hafi verið sannað um að mennirnir tveir hafi verið svo ölvaðir að það hafi getað leitt til slyssins. Aftur á móti hafi dómkvaddur matsmaður metið það sem svo að aðbúnaður stigans hafi verið ófullnægjandi. Á grundvelli mælinga matsmanns sló Landsréttur því föstu að stiginn hefði frá öndverðu farið í bága við ákvæði byggingarsamþykktar frá árinu 1945, sem var í gildi þegar húsið var byggt, en einnig ákvæði síðari reglugerða. Taldi Landsréttur að sá annmarki á stiganum, auk ófullnægjandi lýsingar, hefði verið megin orsök slyssins. Enn fremur var talið í ljós leitt að rekstraraðili skemmtistaðarins hefði búið yfir vitneskju um að stiginn væri varhugaverður. Eigandi fasteignarinnar og rekstraraðili staðarins voru því taldir bera bótaábyrgð gagnvart manninum og tryggingarfélögunum tveimur gert að greiða honum bætur óskipt. Miðað við meðallaun háskólamenntaðra Þá var einnig tekist á um útreikning bóta en maðurinn fór fram á það að við útreikninginn yrði miðað við meðallaun þeirra sem lokið hafa meistaraprófi í þeirri grein sem hann stundaði á slysdag. Hann hafi sem áður segir verið að fagna því að vera svo gott sem búinn að skrifa ritgerðina og systir hans hafi annast lokafrágang hennar og skilað henni. Bæði hérðasdómur og Landsréttur féllust á þennan málatilbúnað mannsins og dæmdu honum því bætur í samræmi við það. Maðurinn gerði kröfu um bætur upp á 96 milljónir króna en þær voru lækkaðar í 91 milljón króna með vísan til rangs útreiknings. Þá var tryggingarfélögunum gert að greiða málskostnað mannsins, 7,1 milljón króna í héraði og 1,5 milljónir í Landsrétti, sem rennur í ríkissjóð vegna gjafsóknar mannsins.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira