Tók Ísland skref aftur á bak? | „Þá vonandi tökum við tvö fram á við" Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2023 10:00 Jóhann Berg Guðmundsson leiðir íslenska landsliðið inn á José Alvalade leikvanginn í Lissabon í kvöld í leik gegn heimamönnum frá Portúgal. Vísir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta segist vona að liðið taki tvö skref fram á við gegn Portúgal eftir svekkjandi frammistöðu og þungt tap gegn Slóvakíu, í undankeppni EM á dögunum, sem túlkað var sem skref aftur á bak fyrir liðið. Það sé undir öllum leikmönnum liðsins komið að sýna að þeir séu betri en það sem þeir sýndu í Slóvakíu. Aron Guðmundsson skrifar frá Lissabon Nú þegar að nokkrir dagar eru liðnir frá tapinu gegn Slóvakíu sem gerði endanlega út um möguleika Íslands á því að tryggja sér upp úr riðlinum leggur Jóhann Berg sitt mat á leikinn: „Auðvitað mjög svekkjandi að frammistaðan hjá okkur var ekki betri en hún var. Sérstaklega eftir að við komumst einu marki yfir því maður hefði viljað byggja ofan á það. Við gerðum það ekki en svona er þetta. Þetta er bara raunveruleikinn. Auðvitað vorum við svekktir eftir leik og daginn eftir. En núna er það bara næsti leikur, einbeiting okkar fer á hann.“ Klippa: Jóhann Berg: Undir öllum komið sýna að þeir séu betri en sýnt var í síðasta leik Það væri alltaf til mikils að ætlast að íslenska landsliðið myndi næla í úrslit gegn þessu ógnarsterka portúgalska landsliði en hvernig viðbrögð vill Jóhann Berg sjá frá liðinu innan vallar frá tapinu gegn Slóvakíu? „Ég vil bara sjá betri varnarleik. Allt liðið þarf að verjast gríðarlega vel, við vitum það. Portúgal er með frábært lið. Þetta verður erfitt en við þurfum að sýna að við getum varist vel og sótt líka. Við þurfum að hafa sjálfstraust á boltanum, það vantaði aðeins á móti Slóvakíu. Vonandi getum við bara sýnt það hversu góðir í fótbolta við erum og verðum erfiðir að eiga við. Svo sjáum við hvert það tekur okkur.“ Eftir tapið gegn Slóvakíu mátti greina mikla óánægju með spilamennsku liðsins í leiknum og var til að mynda talað um að liðið væri að taka skref aftur á bak. Hvað segir þú við því? „Ef það var aftur á bak þá vonandi tökum við tvö fram á við. Það er auðvitað markmiðið hjá okkur. Auðvitað vitum við að þetta var ekki nógu gott. Öll leið í heiminum eiga slæma leiki. Við áttum það á móti Slóvakíu. Það er bara undir okkur komið að sýna að við erum betra lið en við sýndum þá.“ Íslenska landsliðið hefur áður átt jafna leiki og góðar frammistöður gegn Portúgal. Nú síðast í umræddri undankeppni heima á Íslandi í leik sem tapaðist 1-0 þar sem að Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið undir lok leiks. Eru svoleiðis frammistöður að gefa ykkur eitthvað fyrir komandi leik? „Já algjörlega. Við kíkjum á klippur úr þeim leik, erum búnir að því, og sáum hvað við gerðum vel þar. Það var ansi margt sem við gerðum mjög vel í þeim leik. Eins og þú segir þá var það mark á lokamínútum leiksins sem tryggði þeim sigurinn. Þá er bara að líta á það jákvæða sem við getum tekið út úr þeim leik og vonandi getum við sýnt það aftur á móti þeim.“ Þegar að leikmenn vilja sanna sig. Sanna að þeir séu betri en þeir sýndu síðast. Er þá ekki bara best að gera það á svona stóru sviði eins og hér í Lissabon? „Jú algjörlega. Ef ég tala fyrir mig þá er ekkert skemmtilegra en að spila á svona völlum fyrir framan pakkaðan leikvang á móti frábærum leikmönnum. Það er bara undir okkur öllum komið að sýna að við séum betri en við vorum í síðasta leik.“ Leikur Portúgal og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:10. Leikar hefjast svo korter í átta. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Lissabon Nú þegar að nokkrir dagar eru liðnir frá tapinu gegn Slóvakíu sem gerði endanlega út um möguleika Íslands á því að tryggja sér upp úr riðlinum leggur Jóhann Berg sitt mat á leikinn: „Auðvitað mjög svekkjandi að frammistaðan hjá okkur var ekki betri en hún var. Sérstaklega eftir að við komumst einu marki yfir því maður hefði viljað byggja ofan á það. Við gerðum það ekki en svona er þetta. Þetta er bara raunveruleikinn. Auðvitað vorum við svekktir eftir leik og daginn eftir. En núna er það bara næsti leikur, einbeiting okkar fer á hann.“ Klippa: Jóhann Berg: Undir öllum komið sýna að þeir séu betri en sýnt var í síðasta leik Það væri alltaf til mikils að ætlast að íslenska landsliðið myndi næla í úrslit gegn þessu ógnarsterka portúgalska landsliði en hvernig viðbrögð vill Jóhann Berg sjá frá liðinu innan vallar frá tapinu gegn Slóvakíu? „Ég vil bara sjá betri varnarleik. Allt liðið þarf að verjast gríðarlega vel, við vitum það. Portúgal er með frábært lið. Þetta verður erfitt en við þurfum að sýna að við getum varist vel og sótt líka. Við þurfum að hafa sjálfstraust á boltanum, það vantaði aðeins á móti Slóvakíu. Vonandi getum við bara sýnt það hversu góðir í fótbolta við erum og verðum erfiðir að eiga við. Svo sjáum við hvert það tekur okkur.“ Eftir tapið gegn Slóvakíu mátti greina mikla óánægju með spilamennsku liðsins í leiknum og var til að mynda talað um að liðið væri að taka skref aftur á bak. Hvað segir þú við því? „Ef það var aftur á bak þá vonandi tökum við tvö fram á við. Það er auðvitað markmiðið hjá okkur. Auðvitað vitum við að þetta var ekki nógu gott. Öll leið í heiminum eiga slæma leiki. Við áttum það á móti Slóvakíu. Það er bara undir okkur komið að sýna að við erum betra lið en við sýndum þá.“ Íslenska landsliðið hefur áður átt jafna leiki og góðar frammistöður gegn Portúgal. Nú síðast í umræddri undankeppni heima á Íslandi í leik sem tapaðist 1-0 þar sem að Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið undir lok leiks. Eru svoleiðis frammistöður að gefa ykkur eitthvað fyrir komandi leik? „Já algjörlega. Við kíkjum á klippur úr þeim leik, erum búnir að því, og sáum hvað við gerðum vel þar. Það var ansi margt sem við gerðum mjög vel í þeim leik. Eins og þú segir þá var það mark á lokamínútum leiksins sem tryggði þeim sigurinn. Þá er bara að líta á það jákvæða sem við getum tekið út úr þeim leik og vonandi getum við sýnt það aftur á móti þeim.“ Þegar að leikmenn vilja sanna sig. Sanna að þeir séu betri en þeir sýndu síðast. Er þá ekki bara best að gera það á svona stóru sviði eins og hér í Lissabon? „Jú algjörlega. Ef ég tala fyrir mig þá er ekkert skemmtilegra en að spila á svona völlum fyrir framan pakkaðan leikvang á móti frábærum leikmönnum. Það er bara undir okkur öllum komið að sýna að við séum betri en við vorum í síðasta leik.“ Leikur Portúgal og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:10. Leikar hefjast svo korter í átta.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira