Fótbolti

Reggístrákarnir hans Heimis í brekku

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lærisveinar Heimis töpuðu naumlega á heimavelli.
Lærisveinar Heimis töpuðu naumlega á heimavelli. Omar Vega/Getty Images

Kanada lagði Jamaíka 2-1 í fyrri leik þjóðanna í útsláttarkeppni Þjóðadeildar Norður- og Mið Ameríku. Sigurvegari einvígisins fer á Suður-Ameríkukeppnina (Copa América) næsta sumar.

Leikurinn átti að fara fram í gær, 17. nóvember, en var frestað um sólahring vegna veðurs. Heimamenn í Jamaíka urðu fyrir áfalli snemma leiks þegar Michail Antonio, framherji West Ham United, þurfti að fara meiddur af velli.

Það var svo undir lok fyrri hálfleiks sem Jonathan David kom Kanada yfir og staðan 0-1 í hálfleik. Shamar Nicholsson jafnaði metin snemma í síðari hálfleik en Stephen Eustaquio tryggði sigur Kanada þegar fimm mínútur lifðu leiks.

Lokatölur 1-2 og Kanada í góðum málum fyrir síðari leikinn sem fram fer 22. nóvember í Kanada.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×